Dráttarvélarnar í MF 7700 S línunni eru hagnýtar, auðnota og áreiðanlegar.

MF 7700 S-dráttarvélarnar frá Massey Ferguson eru hannaðar og smíðaðar til að uppfylla þarfir bænda á öllum sviðum – hvort sem það er í búfjárrækt, jarðrækt, blönduðum búskap eða verktakavinnu.

Val um afkastagetu, gírskiptingu, stýrishús, vökvakerfi og útfærslur aflúttaks gerir viðskiptavinum kleift að útfæra vélina eftir sínu höfði.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Snjall og hagkvæmur aflgjafi.
Aflstýring

Aflstýring

Aflstýringarlokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Notendur geta skipt á milli áfram gíra og afturábak gíra, skipt með Dynashift hraðastillingum og valið hlutlausan til að hafa hægri höndina lausa.

AGCO Power vél

AGCO Power vél

AGCO Power 6,6 lítra, 6 strokka vél.

Sambyggðar Stage V vélar

Sambyggðar Stage V vélar

Þessar vélar eru samhæfanlegar ströngu Stage V útblástursreglugerðunum með því að nota margverðlaunaða All-in-One kerfið frá Massey Ferguson sem inniheldur nú einnig auðskiljanlegan sótarefnahvata.

Dyna-6

Dyna-6

Brautriðjandi afkastageta og áreiðanleiki fæst af þessum hálf-Powershift gírkassa sem samanstendur af sex Dynashift hlutföllum, með fjórum þrepum og kúplingslausri skiptingu.

Dyna-VT

Dyna-VT

Massey Ferguson verkfræðingar hönnuðu fjölhæfa Dyna-VT gírkassann með afltilfærslu sem setur ný viðmið í auðveldri notkun og nákvæmni.

Aflstjórnun vélar - 30 hestafla Boost

Aflstjórnun vélar - 30 hestafla Boost

Þessar dráttarvélar græða heilmikið á aflstjórnun vélar (EPM), sem gefur vélinni færi á allt að 30 hestafla aflinnspýtingu, auk aukins togs, þegar þú þarft smá auka afl.

Stýrishúsin á MF 7700 S bjóða upp á vinnuumhverfi sem er sérhannað til að sporna gegn streitu og þreytu með því að bjóða upp á framúrskarandi þægindi, einfaldleika og yfirsýn. Eiginleikar á borð við að kveikt sé sjálfkrafa á snúningsljósinu og að slökkt sé seinna á vinnuljósunum eru kærkomin viðbót.
Essential Stýrishús

Essential Stýrishús

Þetta er vissulega grunntæknilýsingin en hún er sannarlega ómissandi. Hún færir þér alla lykileiginleika sem þú býst við af Massey Ferguson dráttarvél - einfaldleika, rökfestu og fjölhæfni - en án óþarfa fágunar.

Exclusive stýrishús

Exclusive stýrishús

Dráttarvélar á þessi stigi eru útbúnar fjölda háþróaðra eiginleika, eru hannaðar fyrir hánytja landbúnaðarverkefni á stærri skala sem krefjast kostnaðarhagkvæmni.

Efficient Stýrishús

Efficient Stýrishús

Efficient pakkinn er helgaður framleiðslu aukinnar skilvirkni, þökk sé nokkrum lykileiginleikum sem gera notandanum kleift að vinna hraðar og uppfylla hærri markmið með meiri nákvæmni.

Essential Panoramic Stýrishús

Essential Panoramic Stýrishús

Skýrt og ótruflað skyggni á hægri hönd sem ýtir undir örugga og skilvirka notkun hliðaruppsettra áhalda. Víðu heilsteyptu rúðurnar eru sérstaklega slitþolnar og vernda notandann fyrir ryki að utan.

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi leggur sitt að mörkum við að jafna út hæðótt landslag með tveimur höggdempurum.

Nýtt mælaborð með SIS

Nýtt mælaborð með SIS

Nett hönnun mælaborðsins sýnir snögga og auðlesna greiningu á notkunargögnum á 70 mm x 52 mm litaskjá - Aðalvalmynd og upplýsingaskjár (SIS).

Loftræstikerfi

Loftræstikerfi

Loftræstikerfi er að sjálfsögðu staðalbúnaður og getur virkað sjálfvirkt eða eftir forstillingum og fylgist vel með loftslaginu í stýrishúsinu. Einnig er hægt að velja hitara í utanverðum speglum til að auka öryggi og þægindi í köldum veðrum.

Með auga fyrir smáatriðum

Með auga fyrir smáatriðum

Þægindi og rými voru í fyrirrúmi í þessari hönnun, í öllu frá aðgangi að stýrishúsinu og sætahönnun til andrúmslofts í stýrishúsinu. Breytt úrval sæta er í boði, þ.á.m. með hita, auk möguleika á kæliskáp og Bluetooth útvarpi (DAB valmöguleiki).

12 LED ljós

12 LED ljós

12 LED ljós breyta nótt í dag með framúrskarandi geisladýrð en lágri orkunotkun. LED pakkinn er einnig ljómandi fyrir dagvinnu þar sem hönnun þeirra gera dráttarvélina sýnilegri.

Nýjustu gerðir tengitækja gera sífellt meiri kröfur til dráttarvélanna sem knýja þau um að vélarnar vinni hraðar og bregðist skjótar við. MF 7700 S býr yfir framúrskarandi lyftigetu og drifkrafti sem lætur hana fara létt með krefjandi vinnu með tengitækjum af nýjustu gerð.
Lyftigeta afturtengis - 9.600 kg

Lyftigeta afturtengis - 9.600 kg

Lyftigeta afturtengisins er allt að 9.600 kg. Afturtengi eru útbúin vökvadrifnu afþjöppunarkerfi til þess að losa tengitæki áreynslulaust og að auki er hægt að velja allt að fimm flæðislokum.

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautriðjandi ELC kerfið er staðalbúnaður. Kerfið veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðar og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir önnur tengitæki.

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta (IFLS) er fáanleg sem valmöguleiki og er hönnuð til að mæta hreyfingum framfjöðrunarinnar.

Nákvæm jarðvegsstjórnun

Nákvæm jarðvegsstjórnun

Stafræna ELC kerfið frá Massey Ferguson setur ný viðmið í jarðvegsstjórnun með nákvæmari dýptarstillingum og í að fylgja ójöfnum í sverðinum.

Sjálfvirkur jafnvægisbúnaður

Sjálfvirkur jafnvægisbúnaður

Uppsetning sjálfvirka jafnvægisbúnaðarins hefur einnig verið betrumbætt og einfölduð með styttri keðju. Einstefnu jafnvægisbúnaður sitt hvoru megin veitir auka áreiðanleika.

2,88 m hjólhaf

2,88 m hjólhaf

Langt hjólhafið - 2,88 m - tryggir framúrskarandi spyrnu á meðan jöfn þyngdardreifing, mjög nálægt 50:50, veitir áreiðanlegan stöðugleika.

Dual stýring

Dual stýring

Dual stýring er fengin með þessari MF viðbót sem tryggir hámarks samstillingu fram- og afturtengis með einni skipun. Þetta er sérstaklega hjálplegt til auka skilvirkni í spilduendastýringu.

Aflúttakskerfi að framan

Aflúttakskerfi að framan

Aflúttakskerfi að framan er í boði með það að markmiði að veita extra sveigjanleika. Þetta skapar tækifæri til að nota tengitæki að framan og að aftan.

Quadlink2 fjaðurkerfi

Quadlink2 fjaðurkerfi

Allar gerðir græða á Quadlink2 fjaðurkerfinu sem hámarkar bæði þægindi notanda og stjórnunareiginleika vinnuvélarinnar í heild sinni. Samsetning tveggja strokka og þriggja höggdeyfa veitir notandanum hámarks þægindi.

Ný afturdekk sem eru 1,95 m í þvermál

Ný afturdekk sem eru 1,95 m í þvermál

Ný afturdekk sem eru 1,95 m í þvermál setja ný met í spyrnu og eru fáanleg sem valmöguleikar fyrir MF 7716 S, MF 7718 S og MF 7719 S gerðirnar. Bil frá jörðu eykst og jarðvegsþjöppun takmarkast.

Vökvakerfi með álagsnema

Vökvakerfi með álagsnema

Í MF 7700 S er Vökvakerfi með álagsnemum staðalbúnaður sem veitir 110 l./mín, flæði, 150 l./mín. eða 190 l./mín. Hvert um sig sameinar hámarks afköst og lágmarks eldsneytisþörf.

Krókar

Krókar

Nú er mögulegt að velja á milli fjölda tegunda króka sem allir uppfylla skilyrði: pick-up vökvakrókur, staðlaður klofi, K80 kúlukrókur, til dæmis.

Stöðug höggdeyfisstýring

Stöðug höggdeyfisstýring

Stöðug höggdeyfisstýring (CDC) veitir tvo virka vélræna dempara sem vakta stöðugt þörf fyrir höggdeyfingu á snjallan hátt til að hámarka þægindi við akstur miðað við aðstæður.

Virk flutningastýring

Virk flutningastýring

Þegar ekið er í spilduenda eða þung tengitæki eru flutt kemur fyrir að tengitækin “skoppi”. Virk flutningastýring er höggdeyfingarkerfi sem lágmarkar að tækin höggvi jarðveginn og stillir sig sjálfkrafa eftir þyngd ólíkra tengitækja.

Einfalt daglegt viðhald

Einfalt daglegt viðhald

Heilsteypt vélarhlífin veitir auðvelt aðgengi að öllum aðal þjónustupunktum og kælikerfinu sem er staðsett á þægilegan hátt fyrir snögga og einfalda daglega hreinsun. Áfyllingarstútur eldsneytisgeymisins og verkfærakassinn er staðsett á hentugan og aðgengilegan hátt.

Tæknilausnirnar í MF 7700 S-línunni taka af allan vafa um að Massey Ferguson setur markið hátt þegar kemur að framþróun og nýsköpun. Til þess að geta náð fram meiri skilvirkni og afköstum skiptir öllu máli að hafa réttar upplýsingar. Þess vegna býður Massey Ferguson upp á einfaldar og áreiðanlegar tæknilausnir sem skila sér í einstöku notagildi, auknum afköstum, betri afrakstri, minni rekstrarkostnaði og aukinni arðsemi.
Datatronic 5

Datatronic 5

Datatronic 5 er fáanleg sem valkostur á Efficient og Exclusive gerðum og hún safnar og vistar gögn um bæði dráttarvélina sjálfa og stillingar fyrir nákvæmnisbústjórn. Að auki er hægt að nota stjórnstöðina til að stjórna MF Auto Guide, ISOBUS og myndavélum.

Fieldstar 5

Fieldstar 5

Nýja Fieldstar 5 stjórnstöðin er hönnuð með hyggjuvitsviðmót fyrir nákvæmnisbústjórn í huga og býður uppá auðnota upplifun af kerfi sem eykur skilvirkni, framleiðni og ágóða.

ISOBUS

ISOBUS

Forðist auka skjái - og þörf fyrir auka stýripinna - með ISOBUS samhæfni, eiginleiki sem er innbyggður í hönnunarlýsingu Datatronic.

MF Task Doc

MF Task Doc

MF Task Doc kerfið á sér tryggan stað í bústjórn framtíðarinnar. Það auðveldar bændum að auka framleiðni með því að safna nákvæmum mæligögnum og gera þau aðgengileg notandanum.

MF Guide

MF Guide

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýframleiddar MF dráttarvélar eða sem eftiruppsetning með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

AgControl

AgControl

Með alsjálfvirka kerfinu Section Control fyrir ISOBUS-tengitæki geta stjórnendur dreift fræjum, áburði og varnarefnum án skörunar. Þannig má koma í veg fyrir tvíverknað og að dreift sé á svæði utan spildujaðars.

MF Connect

MF Connect

MF Connect auðveldar þér - og söluaðila - að samhæfa, hámarka og tengja flotann þinn fumlaust svo að þú getir stjórnað viðhaldi og haft yfirsýn yfir notkun véla.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)*

Lyftigeta (kg)

MF 7715 S 155 AGCO Power 6,6 l, 6 strokka SCR Dyna-6, Dyna-VT 745 9.600
MF 7716 S 165 AGCO Power 6,6 l, 6 strokka SCR Dyna-6, Dyna-VT 790 9.600
MF 7718 S 180 AGCO Power 6,6 l, 6 strokka SCR Dyna-6, Dyna-VT 840 9.600
MF 7719 S 190 AGCO Power 6,6 l, 6 strokka SCR Dyna-VT 980 9.600
MF 7720 S 200 AGCO Power 6,6 l, 6 strokka SCR Dyna-6, Dyna-VT 980 9.950
MF 7722 S 215 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l Dyna-6, Dyna-VT 1.050 9.950
MF 7724 S 235 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l Dyna-6, Dyna-VT 1.120 9.950
MF 7726 S 255 AGCO POWER 6 strokka, 7,4 l Dyna-6, Dyna-VT 1.146 9.950
* Við 1500 sn./mín. með EPM

Finna söluaðila