Nýsköpun

Dráttarvél getur aldrei orðið betri en veikasti hlekkur hennar. MF-dráttarvélarnar tryggja ávallt sem best afköst og skilvirkni vélarinnar, gírskiptingarinnar og vökvakerfisins til að skila sem minnstri eldsneytisnotkun og sem mestum afköstum án þess að það komi niður á umhverfinu eða krefjist mikillar fyrirhafnar af hálfu ökumanns.
AGCO Power vél

AGCO Power vél

AGCO Power vélin er hönnuð til að uppfylla kröfur nýjustu mengunarstaðla með þriðju kynslóðar SCR tækni og er því ein sú háþróaðasta sem völ er á í dag.

AGCO Power vélarafköst

AGCO Power vélarafköst

Eldsneytisinngjöfin er hönnuð til að halda flatri togkúrvu, sem þarf til að veita samfellda inngjöf undir álagi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þar að auki getur þú reiknað með minni núningi og órtúlega lítilli eyðslu á hvert tonn sem þýðir framúrskarandi hagkvæm eldsneytisnýting.

Dyna-4

Dyna-4

Tilkomumikil og skilvirk hönnun Dyna-4 gírkassans býður uppá óviðjafnanlega framleiðni, stjórnunarmöguleika og hentugleika sem fylgir kúplingarlausri skiptingu á milli 16 áfram og 16 afturábak gíra.

Dyna-6

Dyna-6

Brautriðjandi afkastageta og áreiðanleiki fæst af þessum hálf-Powershift gírkassa sem samanstendur af sex Dynashift hlutföllum, með fjórum þrepum og kúplingslausri skiptingu.

Dyna-VT

Dyna-VT

Massey Ferguson verkfræðingar hönnuðu fjölhæfa Dyna-VT gírkassann með afltilfærslu sem setur ný viðmið í auðveldri notkun og nákvæmni.

Aflstjórnun vélar

Aflstjórnun vélar

Vélin svarar álagi frá aflúttaki, notkun í flutningi og á akri, og ósveigjanlegum vökvakerfisferlum með breytilegu afli. Fáið meira út úr aflúttaksdrifnum tengitækjum og styttið flutningstíma.

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautriðjandi ELC kerfið er staðalbúnaður. Kerfið veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðar og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir önnur tengitæki.

AutoDrive

AutoDrive

AutoDrive (valkostur) veitir sjálfvirka skiptingu og vinnur á máta: AutoDrive Power máti (Powershift skiptir við 2.100 snún./mín.) og AutoDrive Eco máta (Powershift skiptir við 1.500 snún./mín.).

Aflstýring

Aflstýring

Aflstýringarlokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Notendur geta skipt á milli áfram gíra og afturábak gíra, skipt með Dynashift hraðastillingum og valið hlutlausan til að hafa hægri höndina lausa.

Við höfum frá upphafi lagt ríka áherslu á þægilega og góða vinnuaðstöðu fyrir ökumanninn. Framúrskarandi hönnun stýrishúsa okkar, meðal annars með öflugri hljóðeinangrun og aukinni sjálfvirkni, skapar einstaklega gott vinnuumhverfi sem gerir ökumanninum kleift að skila betra verki og auknum afköstum.
Skyggni

Skyggni

Massey Ferguson dráttarvélar eru hannaðar til að veita besta mögulega skyggni í öllum aðstæðum og árferði.

Skriðstillir

Skriðstillir

Skriðstillir virkar sem umsjónaraðili vélarhraðans og sér sjálfkrafa til þess að lækka hraða áframaksturs og halda honum stöðugum til þess að viðhalda hámarks afli vélarinnar, sama hvaða verkefni er fyrir höndum.

SpeedSteer

SpeedSteer

Þessi nýji valkvæmi eiginleiki gerir notandanum kleift að stilla stýringarhlutfall og velja besta mögulega fjölda beygja sem þarf frá stýrinu til að ná ákveðnum beygju radíus.

Valkvæmir skriðgírar

Valkvæmir skriðgírar

Auka Supercreep gírar veita góða stjórn í sértækum lághraða verkefnum og geta framleitt áframakstur niður í 100 m/klst.

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi

Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi leggur sitt að mörkum við að jafna út hæðótt landslag með tveimur höggdempurum.

Fjölnota stýripinni

Fjölnota stýripinni

Framúrskarandi stjórnun fæst með fjölnota stýripinna sem nýtist til að stjórna öllum gírskiptingaraðgerðum og flæðislokum eða ámoksturstæki. Notandinn getur einbeitt sér að verkefninu og að hámarka nýtingu tengitækjanna.

Quadlink fjaðurkerfi

Quadlink fjaðurkerfi

Quadlink fjaðurkerfið, sem hægt er að slökkva á, nýtist við vökvahöggdempara sem eru virkir á framöxulinum til að dempa hossun þegar farið er yfir ójafna vegi og akra og til að auka þægindi í flutningaverkefnum.

Í dag felur stjórnun nútímalegra, breiðra og háþróaðra tengitækja í sér fjölda aðgerða með tengibúnað, vökvakerfi, aflúttak og gírskiptingu, sérstaklega þegar snúið er við á enda spildu. Með því að taka þessar aðgerðir saman eða framkvæma þær með sjálfstýringu má ná sem mestu út úr dráttarvélinni og tengitækinu hverju sinni.
MF Guide

MF Guide

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýframleiddar MF dráttarvélar eða sem eftiruppsetning með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

Stjórnun tengitækja

Stjórnun tengitækja

Stjórnun tengitækja hækkar og lækkar tæki í tengivagni í samræmi við spólun dekkjanna á tengitækjunum, og þannig er spólun lágmörkuð og einnig skemmdir á jarðvegi.

Headland stjórnun

Headland stjórnun

Headland stjórnun er sjálfvirk stjórnun rafrænna aðgerða frá stýrishúsi þegar vinnuvélin beygir í kanti akurs eða í flutningi á milli akra. Með notkun Datatronic stjórnstöðinni er gírskipting, vökvakerfi og aflúttak gert sjálfvirkt og minnkar síendurteknar aðgerðir.

Dual stýring

Dual stýring

Dual stýring er fengin með þessari MF viðbót sem tryggir hámarks samstillingu fram- og afturtengis með einni skipun. Þetta er sérstaklega hjálplegt til auka skilvirkni í spilduendastýringu.

Við höfum þróað eiginleika sem gera ökumönnum kleift að láta dráttarvélarnar vinna með skilvirkari hætti, eyða minna eldsneyti, nýta tengitæki sem best og halda viðhaldskostnaði í lágmarki.
Allt-í-einni SCR tækni

Allt-í-einni SCR tækni

Þessar nettu vélar notast við háþróaða og skilvirka allt-í-einni SCR tækni.

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta (IFLS) er fáanleg sem valmöguleiki og er hönnuð til að mæta hreyfingum framfjöðrunarinnar.

Vistakstur

Vistakstur

Notandinn getur auðveldlega virkjað vistakstur með einum rofa í stýrishúsinu. Olíuflæði og snúningshraða vélar er stjórnað til að minnka eldsneytisnotkun.

Með leiðandi bústjórnunarlausnum okkar getur þú vaktað vélar, stjórnað tengitækjum á einfaldan og skilvirkan hátt, greint vinnsluna með nákvæmari hætti og haft góða stjórn á kostnaði.
DATATRONIC 5

DATATRONIC 5

Í hjarta kerfisins er innsæi Datatronic 5 snertiskjárstöðvar, þetta stjórnar ekki aðeins dráttarvélaraðgerðum heldur gerir það kleift að stjórna öllum ISOBUS samhæfðum tækjum.

FIELDSTAR 5

FIELDSTAR 5

Hin nýja Fieldstar 5 aksturstölva er hönnuð til að búa til meiri upplifun á nákvæmni í búskap, kerfi sem veitir einfalda reynslu í notkun, bætir skilvirkni, framleiðni og arðsemi.

MF Guide

MF Guide

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýframleiddar MF dráttarvélar eða sem eftiruppsetning með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

MF Section Control

MF Section Control

Með fullkomlega sjálfvirkri Section Control fyrir ISOBUS verkfæri geta rekstraraðilar sáð fræjum, áburði og öðrum ræktunarvörum án þess að skarast. Þetta kemur í veg fyrir tvöfalda meðferð og svæði sem eru unnin utan vinnusvæðis.

MF Task Doc

MF Task Doc

MF Task Doc kerfið á sér tryggan stað í bústjórn framtíðarinnar. Það auðveldar bændum að auka framleiðni með því að safna nákvæmum mæligögnum og gera þau aðgengileg notandanum.

MF Connect

MF Connect

MF Connect þjónusta gerir þér - og sölu- þjónustuaðila - kleift að samræma, fínstilla og tengja flotann til að stjórna betur viðhaldi vélar og fylgjast úr fjarlægð með búnaði úti á vettvangi.

Finna söluaðila