MF 8700 S

Nýja MF 8700 S-línan er ætluð fyrir þá sem eru að leita að glæsilegri og afkastamikilli dráttarvél fyrir nákvæmnisbúskap.

Kraftmikið útlit nýju MF 8700 S-línunnar fangar athyglina strax. Nýr MF-ljósalisti og kennimerki MF með þreföldum þríhyrningi undirstrika sterkan svipinn sem endurspeglar aflið, hönnunina og gæðin sem MF er þekkt fyrir.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

AGCO Power 8,4 lítra, 6 strokka vél

AGCO Power 8,4 lítra, 6 strokka vél

Þessar vélar skila 270 til 405 hestöflum.

Sambyggðar Stage V vélar

Sambyggðar Stage V vélar

Þessar vélar eru samhæfanlegar ströngu Stage V útblástursreglugerðunum með því að nota margverðlaunaða All-in-One kerfið frá Massey Ferguson sem inniheldur nú einnig auðskiljanlegan sótarefnahvata.

Hnökralaus nákvæmni

Hnökralaus nákvæmni

Dyna-VT veitir þrepalausan akstur á 0,03 til 40 eða 50 km/klst. hraða á hvaða vélarhraða sem er, og er stjórnað á tveimur hraðasviðum.

Skriðstillir

Skriðstillir

Skriðstillir virkar sem umsjónaraðili vélarhraðans og sér sjálfkrafa til þess að lækka hraða áframaksturs og halda honum stöðugum til þess að viðhalda hámarks afli vélarinnar, sama hvaða verkefni er fyrir höndum.

Multipad stýripinni - MF 8700 S Exclusive gerðir

Multipad stýripinni - MF 8700 S Exclusive gerðir

Stjórnstöðvararmhvílan og Multipad stýripinninn eru hlutar af pakkanum sem gerir þessar dráttarvélar liprar og nákvæmar þrátt fyrir að vera aflmiklar. Þú hefur fjölda stjórnunaraðgerða í hendi þér.

Lágmarksþyngd 10,8 tonn

Lágmarksþyngd 10,8 tonn

Með aðeins 10,8 tonna lágmarksþyngd eru MF 8700 S dráttarvélarnar allt að 4 tonnum léttari en aðrar í sama klassa. Þetta minnkar álag á undirlag og eykur lipurleika bæði á akri og úti á vegi.

Dyna-VT

Dyna-VT

Massey Ferguson verkfræðingar hönnuðu fjölhæfa Dyna-VT gírkassann með afltilfærslu sem setur ný viðmið í auðveldri notkun og nákvæmni.

Virk dráttarvélarstjórnun

Virk dráttarvélarstjórnun

Virk dráttarvélarstjórnun (DTM) vinnur með Dyna-VT og stjórnar vélinni og gírkassanum, þegar kveikt er á henni, til að veita notandanum betri stjórn og aukin þægindi. DTM heldur vélarhraðanum við til þess að halda jöfnum hraða í áframakstri á meðan hún lágmarkar snúningshraða vélar án þess að tapa afli.

Aflstjórnun vélar - 30 hestafla Boost

Aflstjórnun vélar - 30 hestafla Boost

Þessar dráttarvélar græða heilmikið á aflstjórnun vélar (EPM), sem gefur vélinni færi á allt að 30 hestafla aflinnspýtingu, auk aukins togs, þegar þú þarft smá auka afl.

MF 8700 S-línan er í boði með tvenns konar útbúnaðarpökkum: Efficient og Exclusive, sem bjóða upp á fyrsta flokks vinnuaðstöðu og útbúnað. Báðir pakkarnir eru hannaðir utan um stóra grind og haganlega staðsett stjórntæki. Allt er innan seilingar, öll helstu stjórntæki hægra megin við ökumanninn og þau sem oftast eru notuð tekin saman á sætisarminum. Ekki þarf að gera neinar málamiðlanir – því markmið okkar er einfaldlega að hjálpa þér að velja það sem hentar best fyrir þinn rekstur.
Efficient pakkinn sem staðalbúnaður

Efficient pakkinn sem staðalbúnaður

Efficient pakkinn er staðalbúnaður MF 8700 S línuna en eiginleikarnir eru sannarlega ómissandi. Það tryggir aðgengi að helstu stjórntækjum á vinnuvistvænan hátt á sama stað í stjórnstöðvararmhvílunni.

Nýtt mælaborð með SIS

Nýtt mælaborð með SIS

Nett hönnun mælaborðsins sýnir snögga og auðlesna greiningu á notkunargögnum á 70 mm x 52 mm litaskjá - Aðalvalmynd og upplýsingaskjár (SIS).

Panorama stýrishús

Panorama stýrishús

Panorama stýrishús býður uppá toppþægindaeiginleika sem gera það best í sínum klassa m.t.t. hljóðeinangrunar, skyggnis, rýmis og tæknilausna. Þetta rúmgóða fjögurra dyrastafa stýrishús tryggir að notendur vinni við hámarks þægindi með framúrskarandi skyggni og stjórn.

Exclusive stýrishús

Exclusive stýrishús

Dráttarvélar á þessi stigi eru útbúnar fjölda háþróaðra eiginleika, eru hannaðar fyrir hánytja landbúnaðarverkefni á stærri skala sem krefjast kostnaðarhagkvæmni.

Loftfjaðurbúnaður notandasætis

Loftfjaðurbúnaður notandasætis

Stig fjaðurdeyfingar í stýrishúsinu er stillanlegt í stýrishúsinu eftir því sem hentar notandanum best. Samtvinnað með loftfjaðurbúnaði notandasætisins skilar sér í þægilegasta akstri sem þú hefur prófað.

Quadlink fjaðurkerfi

Quadlink fjaðurkerfi

Quadlink fjaðurkerfið, sem hægt er að slökkva á, nýtist við vökvahöggdempara sem eru virkir á framöxulinum til að dempa hossun þegar farið er yfir ójafna vegi og akra og til að auka þægindi í flutningaverkefnum.

Lyftigeta afturtengis - 12.000 kg

Lyftigeta afturtengis - 12.000 kg

Lyftigeta afturtengisins er 12.000 kg, nokkuð sem fáar aðrar dráttarvélar í þessum aflklassa geta státað sig af. MF 8700 S línan er því í sérflokki þegar kemur að þungum tengitækjum.

Bremsukerfi

Bremsukerfi

Áreiðanlegar bremsur sem útiloka bremsuhjöðnun eru staðalbúnaður þökk sé aflefldum diskabremsum í olíubaði, en loftbremsur eru einnig fáanlegar sem valkostur.

Aflúttakshraðastýring

Aflúttakshraðastýring

Ávinningur stöðugs bandsafls í allt að 600 snún./mín. auk getu til að velja hvaða ökuhraða sem er á völdum vélarhraða, þökk sé Dyna-VT, getur þú ávallt hraðastýrt aflúttakinu til að hámarka hagkvæmni.

Hraðavalmöguleikar aflúttaks

Hraðavalmöguleikar aflúttaks

MF 8700 S dráttarvélar er hægt að sérsníða með sjálfstæðu 540 Eco/1000 snún./mín. aflúttaki, eða 1000/1000 Eco hraðastillingu. Utanverðir tengingar- og neyðarstöðvunarhnappar veita bæði þægindi og öryggi.

SpeedSteer

SpeedSteer

Þessi nýji valkvæmi eiginleiki gerir notandanum kleift að stilla stýringarhlutfall og velja besta mögulega fjölda beygja sem þarf frá stýrinu til að ná ákveðnum beygju radíus.

Afturkrókar

Afturkrókar

Afturkrókurinn er algerlega endurhannaður til að hraða og auðvelda tengingu og tryggja um leið öryggi. Nú er mögulegt að velja á milli tappapinna, pick-up króks, klofa, K80 kúlu eða dráttarbeislis.

MF 8700 S hjólbarðavalmöguleikar

MF 8700 S hjólbarðavalmöguleikar

Nýjasti hjólbarðabúnaðurinn í MF 8700 S gerðunum gerir þeim kleift að vinna með sérstaklega lágan dekkjaþrýsting, jafnvel í verkum sem krefjast mikillar spyrnu, þ.á.m. dual hjólbarða með afturdekk sem eru allt að 900 mm og 2,15 m í þvermál og betri yfirfærslu afls til jarðar.

Fingrastýrt flæðislokastjórnunarkerfi

Fingrastýrt flæðislokastjórnunarkerfi

Fingrastýrða flæðislokastjórnunarkerfið auðveldar stjórnun flókinna áhalda með nákvæmni og hentugleika og flæðinu er stjórnað upp á hár.

BRAUTRIÐJANDI RAFTENGISTÝRING - ELC

BRAUTRIÐJANDI RAFTENGISTÝRING - ELC

Brautriðjandi ELC kerfið er staðalbúnaður. Kerfið veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðar og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir önnur tengitæki.

Allt að átta raf-vökvadrifnum flæðislokum

Allt að átta raf-vökvadrifnum flæðislokum

Staðalbúnaður býður uppá fjóra raf-vökvadrifna flæðisloka með valmöguleika á allt að átta.

Innbyggt 5000 kg framtengi

Innbyggt 5000 kg framtengi

Að framan geta viðskiptavinir sérsniðið 5000 kg framtengi sem er innbyggt að fullu og hannað til að samræmast Massey Ferguson framfjaðurbúnaðinum með tvíverkandi flæðislokum og lausri baklínu.

Ballest

Ballest

Framlóð, afturlóð og hjólbarðalóð sem henta þínum þörfum eru fáanleg sem verksmiðjuuppsett eða hjá AGCO varahlutum.

Tæknilausnirnar í MF 8700 S-línunni taka af allan vafa um að Massey Ferguson setur markið hátt þegar kemur að framþróun og nýsköpun. Til þess að geta náð fram meiri skilvirkni og afköstum skiptir öllu máli að hafa réttar upplýsingar. Þess vegna býður Massey Ferguson upp á einfaldar og áreiðanlegar tæknilausnir sem skila sér í einstöku notagildi, auknum afköstum, betri afrakstri, minni rekstrarkostnaði og aukinni arðsemi.
MF Section Control

MF Section Control

Með alsjálfvirka kerfinu Section Control fyrir ISOBUS tengitæki geta stjórnendur dreift fræjum, áburði og varnarefnum án skörunar. Þannig má koma í veg fyrir tvíverknað og að dreift sé á svæði utan spildujaðars.

Datatronic 5

Datatronic 5

Datatronic 5 er fáanleg sem valkostur á Efficient og Exclusive gerðum og hún safnar og vistar gögn um bæði dráttarvélina sjálfa og stillingar fyrir nákvæmnisbústjórn. Að auki er hægt að nota stjórnstöðina til að stjórna MF Auto Guide, ISOBUS og myndavélum.

Fieldstar 5

Fieldstar 5

Nýja Fieldstar 5 stjórnstöðin er hönnuð með hyggjuvitsviðmót fyrir nákvæmnisbústjórn í huga og býður uppá auðnota upplifun af kerfi sem eykur skilvirkni, framleiðni og ágóða.

MF Task Doc

MF Task Doc

MF Task Doc kerfið á sér tryggan stað í bústjórn framtíðarinnar. Það auðveldar bændum að auka framleiðni með því að safna nákvæmum mæligögnum og gera þau aðgengileg notandanum.

MF Guide

MF Guide

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýframleiddar MF dráttarvélar eða sem eftiruppsetning með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

MF Connect

MF Connect

MF Connect auðveldar þér - og söluaðila - að samhæfa, hámarka og tengja flotann þinn fumlaust svo að þú getir stjórnað viðhaldi og haft yfirsýn yfir notkun véla.

Fáanlegar gerðir

Gerðl

Hámarksafl (hestöfl)*

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)**

Lyftigeta (kg)

MF 8727 S 270 Sambyggður Stage V Dyna-VT 1.200 12.000
MF 8730 S 295 Sambyggður Stage V Dyna-VT 1.300 12.000
MF 8732 S 320 Sambyggður Stage V Dyna-VT 1.400 12.000
MF 8735 S 350 Sambyggður Stage V Dyna-VT 1.540 12.000
MF 8737 S 370 Sambyggður Stage V Dyna-VT 1.600 12.000
MF 8740 S 400 Sambyggður Stage V Dyna-VT 1.600 12.000
* Við 1900 sn./mín. | ** Við 1500 sn./mín.

Finna söluaðila