Nett dráttarvél sem smellpassar

MF 1500-línan hefur getið sér gott orð fyrir afköst og áreiðanleika við margs konar notkun. Massey Ferguson hefur styrkt stöðu sína á sviði smátraktora með því að kynna til sögunnar gerð með vökvaskiptingu og þriggja strokka dísilvél.

Helstu kostir

Vökvakerfi, tengibúnaður, aflúttak

Á gerðum með vökvaskiptingu er aflúttakið fyrir miðju (2000 sn./mín.). Aflúttak að aftan með 540 sn./mín. er staðalbúnaður á öllum dráttarvélunum.

Á öllum gerðunum er þrítengi í flokki 1 með 600 kg lyftigetu.

Vél & Gírkassi

Úrval gírkassa, þ.á.m. 8 hraða vélrænn eða 3ggja hraða vökva, með PowerShuttle og powershift skiptingar.

Á gerðum með vökvaskiptingu er aflúttakið fyrir miðju (2000 sn./mín.).

Viðhald

Hallandi vélarhlíf og hliðar sem hægt er að taka af auðvelda aðgengi að vélinni vegna viðhalds og viðgerða.

Búnaður

Leiðslur snúningsljóssins eru nú innbyggðar á nýjan hátt og þar til gerður rofi, sem veitir aukin þægindi, er nú hluti af staðaltæknilýsingunni á gerðunum MF 1520 og MF 1525.

Nýjum baksýnisspeglum hefur verið komið fyrir báðum megin í allri MF 1500 línunni, sem eykur skyggni og öryggi notenda.

Tvö ný handföng og þrep vinstra megin á dráttarvélinni veita notanda öruggt aðgengi inn á pallinn.

Vinnuaðstaða ökumanns

Rúmgóður pallurinn veitir aukin þægindi með vinnuvistvænum stjórntækjum vinstra megin og hægra megin við sætið.

Vélræni fjaðurbúnaðurinn í sætinu er fullkomlega stillanlegur til að tryggja ávallt þægindi notenda.

Fáanleg með grasþekjuhjólbörðum eða uppskeruhjölbörðum.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)

Lyftigeta (kg)

MF 1520 20 3 strokka Vélræn 63 600
MF 1525 25 3 strokka Vökvastöðu 76 600

Finna söluaðila