MF Section Control

Með alsjálfvirka kerfinu Section Control fyrir ISOBUS-tengitæki geta stjórnendur dreift fræjum, áburði og varnarefnum án skörunar. Þannig má koma í veg fyrir tvíverknað og að dreift sé á svæði utan spildujaðars. Með hjálp Section Control-aðstoðarkerfisins, sem er afar einfalt í notkun, geta stjórnendur stillt leiðréttingargildi fyrir hvert tengitæki á fljótlegan og einfaldan hátt. Kerfið notar leiðsagnarkerfi dráttarvélarinnar til að kveikja og slökkva sjálfkrafa á tilteknum hlutum svæða sem þegar er búið að dreifa á og stuðlar þannig að hagkvæmari dreifingu og auknum afrakstri.

Gagnaflutningur Section Control með TaskDoc Pro gerir kleift að dreifa nákvæmlega því magni sem jarðvegurinn eða plönturnar þurfa á að halda og draga þannig úr efnisnotkun. Dreifingarkort sýna hversu mikið af fræjum, áburði og varnarefnum þarf að nota á hverju svæði fyrir sig. Kortin eru kölluð fram meðan á vinnslu stendur og unnið er sjálfkrafa eftir þeim. Stóri kosturinn við þetta er sá að hægt er að skilgreina og áætla efnisþörf með hjálp spildugagna og dreifa síðan af mikilli nákvæmni. Til dæmis er hægt að haga dreifingu varnarefna eða áburðar eftir þörfum á svæðinu hverju sinni og draga þannig úr efniskostnaði og auka afrakstur.

Finna söluaðila