Datatronic 5

Skýr og skarpur 9" snertiskjárinn, sem notast við spjaldtölvu- og snjallsímatækni, gerir stjórnendum kleift að nálgast stillingar og breyta þeim á fljótlegan og aðgengilegan hátt. Með einni og sömu stjórnstöðinni geta stjórnendur opnað síður til að stilla vökvakerfið, gírskiptinguna og vélina og sett upp og keyrt framúrskarandi stjórnkerfið fyrir spilduenda.

Datatronic-stjórntölvan var fyrst kynnt til sögunnar 1986 en er nú í fimmtu kynslóð og hefur verið endurhönnuð með það fyrir augum að gera viðmótið einfaldara og aðgengilegra og stuðla þannig að auknum afköstum, framleiðni og arðsemi.

Datatronic 5 státar af stærri 9 tommu snertiskjá og viðmóti sem er bæði einfalt og þægilegt í notkun og svipar til nýjustu gerða snjallsíma eða spjaldtölva.

Finna söluaðila