MF TaskDoc

TaskDoc skráir upplýsingar hratt og vel og gerir þannig kleift að halda utan um spildugögn, útbúa verkskýrslur og halda nákvæma skrá yfir efnisnotkun. Hægt er að senda upplýsingarnar þráðlaust úr stjórntölvunni á sniði sem flestar gerðir bústjórnunarhugbúnaðar styðja. 

Með TaskDoc™ Pro-útgáfunni er einnig hægt að skrá GPS-staðsetningarupplýsingar og senda gögn í rauntíma. Þannig er hægt að skiptast á gögnum við ISOXML-samhæfan spildustjórnunarhugbúnað á sjálfvirkan og snurðulausan hátt og kortleggja svæði. Sendar eru upplýsingar um hversu mikið efni hefur verið notað og einnig er hægt að fylgjast með efnisnotkuninni í Datatronic 5-stjórntölvunni meðan á vinnu stendur.

Með TaskDoc™ er hægt að skrá viðeigandi upplýsingar með lágmarksfyrirhöfn, færa þær í spilduskrá og vinna frekar úr þeim – það gerist ekki fljótlegra. Gögnin eru send þráðlaust úr Datatronic 5-stjórntölvunni yfir í spildugagnagrunninn með ISOBUS-staðlinum TC-BAS. Upplýsingar um hversu miklu magni fræja eða áburðar hefur verið dreift eða eldsneytisnotkun liggja fyrir um leið og verkinu lýkur.

 

Nota má upplýsingarnar sem safnað er með TaskDoc Pro til að áætla hversu miklu efni skal dreifa á tiltekin svæði og tryggja þannig að það nýtist sem best. Það hefur sýnt sig að með þessu móti má draga úr sóun og kostnaði, auka afrakstur og gæði uppskerunnar og vernda umhverfið um leið.

Finna söluaðila