Framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini

„MF Always Running, Your Courtesy Fleet“ sér eigendum dráttarvéla frá okkur fyrir lánsvélum svo þeir geti haldið vinnu sinni áfram með lágmarkstruflun á meðan verið er að sinna viðhaldi eða viðgerðum á dráttarvélum þeirra.

Umboðsaðilar Massey Ferguson sem taka þátt í „MF Always Running“ bjóða viðskiptavinum upp á úrval lánsvéla – allt frá 100 hestöflum og upp í 400 hestöfl – þ.m.t. alhliða vinnuvélar, sérhæfðar vélar fyrir jarðrækt og allt upp í flaggskipið MF 8700 S.

 

Hjá Massey Ferguson erum við meðvituð um að viðskiptavinir okkar geta ekki stoppað fyrr en verkinu er lokið og þess vegna bjóðum við upp á „MF Always Running“ til að tryggja að viðhalds- eða viðgerðaþörf tefji ekki fyrir að óþörfu. Eigendur Massey Ferguson-dráttarvéla komast fljótt aftur í gang með lánsvél – en ekki bara hvaða dráttarvél sem er, heldur nýjustu gerð með þeim útbúnaði sem þeir þurfa til að koma hlutunum í verk.

Einföld og áreiðanleg þjónusta

MF Always Running lánsvélaflotinn býður uppá mikið úrval vinnuvélagerða sem söluaðili þinn hefur valið útfrá þörfum bænda á hans svæði:

Allar neðangreindar koma með Dyna 6 eða Dyna-VT gírkassa, fullvirku MF Guidance, framtengi með flæðislokum.

* Vinsamlegast hafið samband við söluaðila Massey Ferguson á þínu svæði til að vita hvaða tæki eru tiltæk. Skilmálar geta verið breytilegir eftir markaðssvæðum og löndum.

Búfjárræktun/ Mjólkurbú/ Blönduð notkun

100 hö - 130 hö flokkur

Blönduð notkun

140 hö - 180 hö flokkur

Ræktunarland

150 hö - 190 hö

Ræktunarland/ verktaki

200 hö - 260 hö flokkur

Ræktunarland/ verktaki

270 hö - 405 hö flokkur
(Dyna-VT)

MF 5S.145, 145hö MF 6718 S, 175hö MF 7718 S, 180hö MF 8S.265, 265hö MF 8732 S, 320hö
       MF 7719 S, 190hö   MF 8740 S, 400hö

  

Finna söluaðila