Upplýsingarnar eru til taks, hvar og hvenær sem er;

MF Connect er flotastjórnunarlausn Massey Ferguson sem gerir kleift að fylgjast með vinnuvélum nánast í rauntíma með fjartengingu. Út frá upplýsingunum frá vinnuvélunum er síðan hægt að taka upplýstar ákvarðanir fyrir reksturinn.

MF Connect er nú í boði sem staðalbúnaður með fimm ára áskrift  á MF IDEAL og öllum dráttarvélum með sex strokka vél frá Massey Ferguson.

Taktu saman upplýsingar um tilteknar vinnuvélar eða allan flotann hvar sem er

MF Connect er miðlæg fjarmælingalausn sem hjálpar stjórnendum að halda utan um allan MF-vinnuvélaflotann. Með MF Connect er gögnum úr vinnuvélum safnað og unnið úr þeim svo bændur og verktakar geti fylgst með, greint og bætt ástand og notkun vinnuvéla, aukið skilvirkni og hámarkað nýtingartíma. Gagnaflutningur í gegnum farsímakerfi þýðir að hægt er að sækja vinnuvélagögn í rauntíma hvaðan sem er – hvort sem það er í tölvunni á skrifstofunni, í spjaldtölvu eða í snjallsíma.

 

Með aðstoð MF-umboðsins getur MF Connect hjálpað þér að halda vinnuvélunum þínum í toppstandi og aukið nýtingartímann með því að tryggja að vélarnar séu til taks þegar á þarf að halda. Tilkynningar um þjónustu og viðhald gefa þér yfirsýn yfir ástand vinnuvélarinnar og hjálpa þér að skipuleggja áætlað viðhald utan háannatíma.

Nýja MF Connect afkastaskýrslan nýtur góðs af Smart System leiðréttingakerfinu

Fáðu greiðan aðgang að frammistöðu lykilvélarinnar þinnar með nýrri MF Connect afkastaskýrslu. Skýrsla vélarinnar er búin til daglega, vikulega eða mánaðarlega og gerir þér kleift að fylgjast auðveldlega með og skrá afköst vélarinnar á tilteknu tímabili. Á skilvirku og skiljanlegu viðmóti, athugaðu framvindu og framleiðni flotans dag frá degi, heildarvinnutíma, eldsneytisnotkun og virkni vélar.

Berðu saman virkni vélar við aðra hvað varðar vinnutíma, eldsneytis- og AdBlue eyðslu og vélarálag til að fylgjast með vinnu þinni og flota á auðveldan og skilvirkan hátt.

Yfirlit yfir helstu upplýsingar um vinnuvélar – hvar og hvenær sem er!

MF Connect lætur þig vita af:

  • Stöðu vinnuvélar og leið
  • Eldsneytisnotkun og Adblue staða
  • Hraði og vinnustundir
  • Rúmtak vinnuvélar 
  • Villuboð
  • Tími að næstu þjónustu


    Sjá meira

Athugaðu hvort vinnuvélin þín er tilbúin fyrir MF Connect.

Skoða

MF-þjónusta

Samtengd þjónusta til að stuðla að aukinni arðsemi og skilvirkni hjá viðskiptavinum okkar. Vinsamlegast hafið samband við söluaðila Massey Ferguson á þínu svæði til að vita hvaða tæki eru tiltæk.

Skilmálar geta verið breytilegir eftir markaðssvæðum og löndum.

Finndu næsta MF umboð 

Finna söluaðila