Ný kynslóð sérhæfðra dráttarvéla frá Massey Ferguson

Við hönnun nýju MF 3700 var lögð áhersla á hámarksafköst og lágan rekstrarkostnað með einfaldri og áreiðanlegri tækni.

Skilvirkar aflrásir, losun í samræmi við kröfur mengunarstaðalsins „Stage 3B“, lítil eldsneytisnotkun, langur tími milli viðhalds, mikil dráttar- og lyftigeta ásamt lágum viðhaldskostnaði – með MF 3700 verður reksturinn arðbærari. Ávinningurinn eykst stöðugt með tímanum.

Helstu kostir

Útgáfur

Tækni og nýsköpun

Skilvirkar aflrásir, losun í samræmi við kröfur mengunarstaðalsins „Stage 3B“, lítil eldsneytisnotkun, langur tími milli viðhalds, mikil dráttar- og lyftigeta ásamt lágum viðhaldskostnaði – með MF 3700 verður reksturinn arðbærari. Ávinningurinn eykst stöðugt með tímanum.
12x12 vélræn skipting með vélrænu Hi-low

12x12 vélræn skipting með vélrænu Hi-low

Þessi samhraða gírkassi er með 12 fram- og 12 bakkgírum á tveimur hraðasviðum. Sex gírar eru á milli 4 - 12 km/klst. sem er dæmigert akurvinnusvið, á meðan hámarkshraði er 40 km/klst.

3,4 l. 4 strokka Stage 3B

3,4 l. 4 strokka Stage 3B

Þessi lína gengur fyrir nýrri kynslóð fjögurra strokka Stage 3B véla sem skila meira afli og togi fyrir krefjandi vinnu sem krefst mikilla afkasta.

24x12 PowerShuttle og Speedshift

24x12 PowerShuttle og Speedshift

24x12 PowerShuttle og Speedshift bjóða uppá snarpa skiptingu á milli 24/12 SpeedShift, tveggja hraða Powershift gírkassa, með PowerShuttle til að einfalda skiptingu á milli áfram og afturábak aksturs.

Þegar um er að ræða langar og krefjandi vertíðir í sérhæfðri ræktun skiptir öllu máli að vinnuaðstaða ökumanns sé sem best og stýrishúsið í MF 3700-línunni er einmitt hannað með þetta í huga.
Lág vélarhlíf

Lág vélarhlíf

Lág vélarhlíf eykur skyggni notandans út um framrúðuna sem er sérstaklega hentugt þegar notuð eru framtengd tengitæki.

Hallanlegt stýrishjól

Hallanlegt stýrishjól

Auk valmöguleika á milli fastra eða útdraganlegra stýrishjóla, er einnig hægt að sérvelja hallanlegt stýrishjól sem gerir notandanum kleift að stilla þau til þægindaauka og til að tryggja enn betra og hnökralaust aðgengi.

Efficient pakkinn

Efficient pakkinn

Efficient pakkinn er eingöngu í boði fyrir dráttarvélar með stýrishúsi og býður upp á meiri útbúnað fyrir sérhæfðar dráttarvélar, með auknu vökvaflæði, stýripinna og rafrænni stjórnun á tengibúnaði og flæðislokum.

Essential pakkinn

Essential pakkinn

Essential er grunnpakkinn sem er í boði fyrir dráttarvélar með veltigrind og dráttarvélar með stýrishúsi og er tilvalinn fyrir þá sem hafa takmörkuð fjárráð eða þurfa einfaldari dráttarvél, með vélrænni gírskiptingu og vélrænum tengibúnaði.

MF 3700-línan státar af mun öflugra vökvakerfi en forverinn og skilar því meiri afköstum þegar unnið er með tengitæki á borð við ámoksturstæki, sláttuvélar, klippur og skera. Hún er einnig búin sérstakri viðbótardælu.
Framtengi

Framtengi

Framtengi sem lyftir 1250 eða 1680 kg, háð gerð dráttarvélarinnar, er nú fáanlegt verksmiðjuuppsett í ólíkum útfærslum: Aðeins framtengi, Framtengi + 750 snún./mín. aflúttak, Framtengi + 1000 snún./mín. aflúttak.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)

Lyftigeta (kg)

MF 3707 75 Stage 3B Fjögurra strokka Vélræn (12F/12R), Valkvæm hraðaskipting, Valkvæm aflskipting 320 2.500
MF 3708 85 Stage 3B Fjögurra strokka Vélræn (12F/12R), Valkvæm hraðaskipting, Valkvæm aflskipting 365 2.500
MF 3709 95 Stage 3B Fjögurra strokka Vélræn (12F/12R), Valkvæm hraðaskipting, Valkvæm aflskipting 395 2.500
MF 3710 105 Stage 3B Fjögurra strokka Vélræn (12F/12R), Valkvæm hraðaskipting, Valkvæm aflskipting 405 2.500
Allar gerðir eru fáanlegar í útgáfunum S, F, GE og WF (V-útgáfan er einnig í boði fyrir gerðirnar MF 3707, MF 3708 og MF 3709)

Finna söluaðila