AGCO er stærsti framleiðandi landbúnaðarvéla í heiminum.

Við erum stolt af því að búa yfir þekkingu, reynslu og innviðum sem gera okkur kleift að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og vinnuvélar þeirra.

Aðstoð frá verksmiðjunni

Uppskeruloforð AGCO

Til að undirstrika þá ríku áherslu sem fyrirtækið leggur á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini hefur AGCO frá árinu 2014 boðið upp á svokallað uppskeruloforð (Harvest Promise). Við erum auk þess stolt að geta tilkynnt að frá og með árinu 2016 höfum við skuldbundið okkur að uppfylla AGCO Harvest Promise fyrstu 3 árin eftir skráningu tryggingar.

Harvest Promise uppskeruloforð AGCO er fyrirheit okkar um að ef svo ólíklega vill til að við getum ekki afhent mikilvæga varahluti* innan 24 klukkustunda** muni AGCO greiða verktaka fyrir að sjá um uppskeruna fyrir þig þar til vélin þín er komin í lag. ***

Uppskeruloforð AGCO er viðbót við það mikla úrval af þjónustu, vörum og aðstoð sem AGCO býður þegar upp á. AGCO hefur ráðist í miklar fjárfestingar til þess að bjóða viðskiptavinum sínum upp á framúrskarandi þjónustu. Við höfum aðeins eitt markmið fyrir augum: að sjá til þess að þú getir náð uppskerunni í hús í tæka tíð. Afköst án málamiðlana.

Í boði á tilteknum markaðssvæðum fyrir tilteknar uppskeruvélar.

*Umboðið getur veitt upplýsingar um hvaða varahluti AGCO skilgreinir sem „mikilvæga“. **48 klukkustundir fyrir eyjar.  ***Hámarksupphæðir fyrir endurgreiðslu eiga við. Hafðu samband við MF-umboðið til að fá frekari upplýsingar.

Finna söluaðila