Þeir eiga ekki aðeins til upprunalega AGCO-varahluti á lager, heldur einnig mikið úrval hvers kyns fylgibúnaðar sem er nauðsynlegur fyrir reksturinn þinn. Við vitum að þú átt reglulega leið í umboðið og þess vegna kemur sér vel að geta græjað allt í einni ferð – allt á einum stað. Við bjóðum meðal annars upp á rafgeyma, rafhlöður, smurefni, rúllubönd, rúlluplast, lakk, verkfæri, sætishlífar og hljómtæki, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Vörur fyrir baggabindingu

Hjá Massey Ferguson þekkjum við vinnuálagið sem bændur glíma við og baggavélarnar okkar eru tilbúnar til að takast á við þá áskorun. Við gerum engar málamiðlanir þegar kemur að áreiðanleika og afköstum og því fer enginn tími til spillis við baggabindingu. Við rannsökum allt sem hefur áhrif á afköst baggavélarinnar, þar með taldar vörurnar fyrir baggabindingu.

Til þess að baggabindingin gangi vel fyrir sig verður að nota bönd og plast af vandaðri gerð. Þau halda bagganum saman og tryggja að hann sé í góðu ástandi fyrir flutning, geymslu og notkun. Vöruúrval okkar fyrir baggabindingu er sérhannað til að skila sem bestum niðurstöðum með baggavélunum okkar svo þú þurfir ekki að gera neinar málamiðlanir.

Halaðu niður bæklingnum

MF verkfæravagnar

Fáanlegir í tveimur útfærslum:
MASSEY FERGUSON Efficient verkfæravagn með 412 verkfærum
MASSEY FERGUSON Exclusive verkfæravagn með 710 verkfærum

Halaðu niður bæklingnum

Varningur

Í Massey Ferguson-versluninni finna allir eitthvað við sitt hæfi, meðal annars mikið úrval vinnufatnaðar fyrir notendur MF-véla, útivistarfatnaðar, barnafata og leikfanga, safnaragripa og gjafavöru fyrir MF-aðdáendur hvar sem er.

Sjá meira

Finna söluaðila