„S-áhrifin“ frá Massey Ferguson!

MF 5700 S er einstaklega lipur og fjölhæf alhliða dráttarvél fyrir alla vinnu heima á bænum, úti á túni eða á vegum úti!

Uppfærð hönnun, öflugur drifbúnaður, rífleg þægindi og mikið úrval útbúnaðar og aukabúnaðar sjá til þess að MF 5700 S öll vinna á bænum gengur leikandi létt fyrir sig!

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Snjall og hagkvæmur aflgjafi.
Dyna-6

Dyna-6

Brautriðjandi afkastageta og áreiðanleiki fæst af þessum hálf-Powershift gírkassa sem samanstendur af sex Dynashift hlutföllum, með fjórum þrepum og kúplingslausri skiptingu.

Dyna-4

Dyna-4

Tilkomumikil og skilvirk hönnun Dyna-4 gírkassans býður uppá óviðjafnanlega framleiðni, stjórnunarmöguleika og hentugleika sem fylgir kúplingarlausri skiptingu á milli 16 áfram og 16 afturábak gíra.

AGCO Power 4 strokka vél

AGCO Power 4 strokka vél

Fjögurra strokka, 4,4 lítra AGCO Power vélin er þekkt fyrir að vera einstaklega áreiðanleg, harðgerð og sparneytin.

Allt-í-einni

Allt-í-einni

Allir útblásturshreinsihlutar eru staðsettir á hægri hönd undir stýrishúsinu svo að þeir hafi engin áhrif á skyggni eða aðgengi að stýrishúsinu. Bil á milli vélar og jörðu er haldið við og rúmtak eldsneytistanksins og aðgengi að þjónustupunktum eru engin málamiðlunaratriði.

Massey Ferguson hefur ávallt verið þekkt fyrir framúrskarandi hönnun stýrishúsa og MF 5700 S færir þá hefð skrefinu lengra. Á löngum vinnudögum nýtur þú ávinningsins af þeirri miklu áherslu sem við höfum lagt á að tryggja að vinnuaðstaða ökumanns sé afkastahvetjandi, þægileg, hljóðlát, einföld í notkun og í hæsta gæðaflokki.
Framöxulsfjaðurbúnaður

Framöxulsfjaðurbúnaður

Með því að nýta upplifunina af háu hp dráttarvélunum okkar hafa verkfræðingar okkar þróað nýjan fjaðurbúnað sem tryggir bestu mögulegu þægindi og spyrnu í þessum flokki. Þetta gefur dráttarvélinni stöðugleika á meðan vökvafjaðurkerfið styður við þægindi notanda.

Fjölnota stýripinni

Fjölnota stýripinni

Framúrskarandi stjórnun fæst með fjölnota stýripinna sem nýtist til að stjórna öllum gírskiptingaraðgerðum og flæðislokum eða ámoksturstæki. Notandinn getur einbeitt sér að verkefninu og að hámarka nýtingu tengitækjanna.

Essential Panoramic Stýrishús

Essential Panoramic Stýrishús

Skýrt og ótruflað skyggni á hægri hönd sem ýtir undir örugga og skilvirka notkun hliðaruppsettra áhalda. Víðu heilsteyptu rúðurnar eru sérstaklega slitþolnar og vernda notandann fyrir ryki að utan.

Essential Stýrishús

Essential Stýrishús

Þetta er vissulega grunntæknilýsingin en hún er sannarlega ómissandi. Hún færir þér alla lykileiginleika sem þú býst við af Massey Ferguson dráttarvél - einfaldleika, rökfestu og fjölhæfni - en án óþarfa fágunar.

Efficient Stýrishús

Efficient Stýrishús

Efficient pakkinn er helgaður framleiðslu aukinnar skilvirkni, þökk sé nokkrum lykileiginleikum sem gera notandanum kleift að vinna hraðar og uppfylla hærri markmið með meiri nákvæmni.

Fjöldi hönnunareinkenna gera MF 5700 S-línuna að bestu dráttarvélum sem völ er á fyrir ámoksturstæki. Með sérhönnuðu ámoksturstækjunum í MF FL-línunni bjóða MF 5700 S-dráttarvélarnar upp á framúrskarandi vinnslugetu.
Áhrifarík kúpling

Áhrifarík kúpling

Það tengist bremsupedalanum þegar sett er í hlutlausan gír. Þetta þýðir að með einum fæti getur notandinn bremsað og kúplað á sama tíma, sem veitir aukna stjórn á vinnuvélinni.

Valkvæmir skriðgírar

Valkvæmir skriðgírar

Auka Supercreep gírar veita góða stjórn í sértækum lághraða verkefnum og geta framleitt áframakstur niður í 100 m/klst.

Visio þak

Visio þak

Margir notendur kunna að meta Visio þakið sem valkost, því það veitir fullkomið skyggni við hleðslu bagga eða ámokstur tengivagna. Þakið er með fullgilda fallgrind (FOPS).

MF 5700 S-dráttarvélarnar eru nettar og liprar sem gerir þær einstaklega þægilegar í notkun – hvort sem það er úti á akri, á vegum eða heima á bænum.
Fjórir viðbótarflæðislokar

Fjórir viðbótarflæðislokar

Möguleikinn á að velja allt að fjórum flæðislokum gerir þér kleift að fá sem mest út úr nútímalegu tengitækjunum og þægilegri notkunarupplifun.

Virkjun aflúttaks

Virkjun aflúttaks

Virkjun aflúttaks er raf-vökvadrifin með notkun sama þriggja punkta öryggisrofa (On, Off og Lock/Brake). Staðlaðir ytri stuðararofar eru fáanlegir fyrir virkjun og afvirkjun aflúttaks.

ELC mús

ELC mús

ELC músinni er komið fyrir á hægri hönd notandans sérstaklega til að veita hratt og auðvelt aðgengi og nákvæma stjórnun á dýpt tengitækja og hækkun og lækkun tengibúnaðarins.

Fjórhjóladrif

Fjórhjóladrif

Hydralock veitir alvöru fjórhjóladrif með snöggum breytilásum að framan og aftan sem taka samstundis við sér.

Afturkrókar

Afturkrókar

Afturkrókurinn er algerlega endurhannaður til að hraða og auðvelda tengingu og tryggja um leið öryggi. Nú er mögulegt að velja á milli tappapinna, pick-up króks, klofa, K80 kúlu eða dráttarbeislis.

Lyftigeta afturtengis

Lyftigeta afturtengis

Afturtengið er kjörsniðið fyrir þessa stærð af dráttarvélum. Það státar sig af 5.200 kg lyftigetu sem lyftir þungum uppsettum tengitækjum án áreynslu.

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta (IFLS) er fáanleg sem valmöguleiki og er hönnuð til að mæta hreyfingum framfjöðrunarinnar.

SpeedSteer

SpeedSteer

Þessi nýji valkvæmi eiginleiki gerir notandanum kleift að stilla stýringarhlutfall og velja besta mögulega fjölda beygja sem þarf frá stýrinu til að ná ákveðnum beygju radíus.

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautriðjandi ELC kerfið er staðalbúnaður. Kerfið veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðar og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir önnur tengitæki.

Tæknilausnirnar í MF 5700 S-línunni taka af allan vafa um að Massey Ferguson setur markið hátt þegar kemur að framþróun og nýsköpun. Til þess að geta náð fram meiri skilvirkni og afköstum skiptir öllu máli að hafa réttar upplýsingar. Þess vegna býður Massey Ferguson upp á einfaldar og áreiðanlegar tæknilausnir sem skila sér í einstöku notagildi, auknum afköstum, betri afrakstri, minni rekstrarkostnaði og aukinni arðsemi.
Datatronic 4

Datatronic 4

Valkvæmur 7" Datatronic 4 skjárinn birtir mikilvægar upplýsingar um dráttarvélina, skráir upplýsingar og leitar uppi aðgerðir og verkefni í minninu, gefur yfirlit yfir sjálfvirka stjórnun í spilduenda, stýriöxul tengivagns og Dual stjórn.

Fieldstar 5

Fieldstar 5

Nýja Fieldstar 5 stjórnstöðin er hönnuð með hyggjuvitsviðmót fyrir nákvæmnisbústjórn í huga og býður uppá auðnota upplifun af kerfi sem eykur skilvirkni, framleiðni og ágóða.

MF Task Doc

MF Task Doc

MF Task Doc kerfið á sér tryggan stað í bústjórn framtíðarinnar. Það auðveldar bændum að auka framleiðni með því að safna nákvæmum mæligögnum og gera þau aðgengileg notandanum.

MF Guide

MF Guide

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýframleiddar MF dráttarvélar eða sem eftiruppsetning með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

AgControl

AgControl

Með alsjálfvirka kerfinu Section Control fyrir ISOBUS-tengitæki geta stjórnendur dreift fræjum, áburði og varnarefnum án skörunar. Þannig má koma í veg fyrir tvíverknað og að dreift sé á svæði utan spildujaðars.

AgCommand

AgCommand

Fjarmælingalausnin AgCommand® býður uppá samfellda tækni sem auðveldar MF söluaðilum að hjálpa þér að hafa yfirsýn yfir tækin þín svo að þú getir tryggt ótruflaðan vinnutíma og framleiðni og lágmarkað kostnað.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)*

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)**

Lyftigeta (kg)

MF 5709 S 95 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 405 5.200
MF 5710 S 100 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 420 5.200
MF 5711 S 110 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 468 5.200
MF 5712 S 120 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 502 5.200
MF 5713 S 130 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 545 5.200
* Við 2000 sn./mín. | ** Við 1600 sn./mín. | Val um Essential, Efficient eða stýrishús með víðum gluggum fyrir allar gerðir

Finna söluaðila