MF 1700 M

Massey Ferguson eykur stöðugt við úrval sitt til þess að bjóða viðskiptavinum upp á vélar sem eru sniðnar að þeirra þörfum. Nú bætir Massey Ferguson við úrval sitt af smátraktorum með því að kynna til sögunnar tvær nýjar 35–67 hestafla gerðir í MF 1700 M-línunni.

Ný hönnunin býður upp á ríkulegan útbúnað, meðal annars vél sem uppfyllir kröfur mengunarstaðalsins „Stage V“, nýja HST-gírskiptingu (með nákvæmri stjórnun og auknum hámarkshraða) og nýtt stýrishús sem er sett á í verksmiðju. Dráttarvélarnar eru smíðaðar til þess að fara létt með margbreytileg verkefni og bjóða ávallt upp á framúrskarandi afköst, afl, áreiðanleika og þægindi.

 

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Hvort sem þú rekur lítið eða stórt býli eða starfar við garðyrkju eða verktöku getur þú stólað á að MF 1700 M-línan geri þér kleift að skila ávallt góðu verki með framúrskarandi skilvirkni, afköstum og áreiðanleika.
Útblásturshreinsibúnaður

Útblásturshreinsibúnaður

Fyrirferðarlítill útblásturshreinsibúnaðurinn er undir vélarhlífinni og stuðlar þannig að góðu skyggni fyrir notandann.

Vélar

Vélar

Nýja MF 1700 M-línan gengur fyrir þriggja eða fjögurra strokka dísilvél.

Hámarkshraði vökvastöðugírkassa

Hámarkshraði vökvastöðugírkassa

HST gírkassinn hleypir vélinni í allt að 34 km/klst. hraða, fullkomið þegar aka þarf vélinni á milli staða.

Vökvastöðuskiptiloki

Vökvastöðuskiptiloki

Girkassinn notast við skiptiloka til að stjórna flæðistefnu eins og á venjulegum landbúnaðardráttarvél, til þess að tryggja öryggi og þægindi.

Dekk

Dekk

60” breiða dekkið er útbúið þremur blöðum og býður uppá 20 mm til 115 mm skurðarhæð sem er stillanleg í átta skrefum úr sætinu. Nýjir stærri hjólbarðar breikka bilið frá jörðu í 150 mm.

Vökvastöðuhraðastýringarstöng

Vökvastöðuhraðastýringarstöng

Hraðastýringarstöngin gerir notandanum kleift að breyta skriðstillihraða á meðan vinnuvélin er á ferðinni og skriðstillirinn er tengdur til að auka skilvirkni og þægindi.

12 x 12 Vélrænn gírkassi

12 x 12 Vélrænn gírkassi

12x12 Vélræni gírkassinn býður uppá hámarksafköst og eldsneytishagkvæmi þökk sé þaulprófuðum og skilvirkum hlutum. 4 samhæfðar hraðastillingar á þremur bilum gerir gírkassann fullkominn fyrir notkun í landbúnaði.

MF 1700 M-línan er fáanleg ýmist án stýrishúss eða með nýju stýrishúsi í flokki 2 sem sett er upp í verksmiðju og býður ökumönnum upp á þægilegt og hljóðlátt vinnuumhverfi.
Hallanlegur stýrisbálkur

Hallanlegur stýrisbálkur

Hallastilling stýrissúlunnar sér til þess að ökumaður sitji ávallt í sem þægilegastri stöðu auk þess sem stjórntæki eru haganlega staðsett á stjórnborðum hægra og vinstra megin.

Gerð með palli

Gerð með palli

Á útgáfum sem ekki eru með stýrishúsi njóta ökumenn góðs af tveimur handföngum og þrepi vinstra megin á dráttarvélinni sem bjóða upp á öruggt og gott aðgengi. Veltigrind, sem er staðalbúnaður, tryggir jafnframt öryggi ökumanns.

Staðalbúnaður

Staðalbúnaður

Þægindi og hentugleiki eru í fararbroddi í þróun breiðs úrvals af staðalbúnaði, t.d. loftræstikerfi, upphitun í afturrúðu og fjögur LED vinnuljós.

Sæti með vélrænni fjöðrun

Sæti með vélrænni fjöðrun

Sæti með vélrænni fjöðrun er staðalbúnaður í MF 1700 M-línunni, en einnig stendur til boða að fá sæti með loftfjöðrun.

MF 1700 M Skyggni

MF 1700 M Skyggni

Hvor tveggja gerðirnar með stýrishúsi eða palli bjóða upp á framúrskarandi skyggni sem auðveldar notendum aðgengi að vinna í þröngum rýmum og lágum byggingum með öruggum hætti.

MF 1700 M Afþreyingareiginleikar

MF 1700 M Afþreyingareiginleikar

Notendur geta notið afþreyingar með útvarpssetti (loftnet og hátalarar), tveimur USB tengjum og sér hillu fyrir farsíma.

Stýrishús

Stýrishús

Nýja stýrishúsið er 1065 mm á breidd og býður ökumanni upp á rúmgóða og þægilega vinnuaðstöðu.

Stjórntæki

Stjórntæki

Í stýrishúsinu eru öll stjórntækin innan handar með einföldum stýrispinna (staðalbúnaður í gerðum með stýrishúsi, valkvæmt fyrir gerðir með palli), með tveimur stöngum til að stjórna aftari flæðislokum og stýrispinninn stjórnar miðflæðislokum eða ámoksturstæki að framan.

Nett og lipur hönnunin gerir að verkum að auðvelt er að komast inn í horn, lágreistar byggingar og svæði þar sem aðgengi er takmarkað. MF 1700 M-línan er hins vegar einnig á heimavelli í vinnu með tengitækjum og verkfærum, flutningum á vegum og við nákvæman slátt og umhirðu á golfvöllum.
FRAMBÚNAÐUR OG FRAMÚRTAK

FRAMBÚNAÐUR OG FRAMÚRTAK

Frambúnaður með allt að 800 kg lyftigetu og fram-aflúrtak er fáanlegt sem valkostur með fullkominni samþættingu við undirvagn dráttarvélarinnar án þess að hafa áhrif á útsýni. Þetta eykur frábæra stjórnhæfni dráttarvélarinnar.

Stjórntæki sjálfstæðs aflúttaks

Stjórntæki sjálfstæðs aflúttaks

Nýju stjórntæki sjálfstæðs aflúttaks bætir á fjölhæfnina með það að gera notandanum kleift að velja ólíka notkunarmáta - venjulega, mjúka eða sjálfvirka - til að sníða aksturinn að ólíkum tengitækjum og ólíkum vinnuaðstæðum.

Utanverður aflúttaksrofi

Utanverður aflúttaksrofi

Utanverður aflúttaksrofi á afturstuðara leggur einnig sitt af mörkum til að auðvelda notkun vinnuvélarinnar.

Flæðislokar

Flæðislokar

Tveir spólulokar að aftan eru staðalbúnaður, ýmist einvirkir eða tvívirkir. Hægt er að læsa stjórnstöngum þeirra í stöðu fyrir „frjálst flæði“ sem bæði einfaldar notkun og eykur afköst.

Vökvakerfi

Vökvakerfi

Þetta frábæra miðopna afkastamikla vökvakerfi skilar vökvaflæði upp á allt að 48 lítra á mínútu sem tryggir að alltaf sé næg geta til að framkvæma bæði aðgerðir dráttarvélarinnar og tengitækisins í einu.

Sjálfvirkt fjórhjóladrif

Sjálfvirkt fjórhjóladrif

Sjálfvirkt fjórhjóladrif eykur framleiðni og öryggi á þessari línu dráttarvéla. Um leið og þrýst er á bremsupedalann skiptir kerfið samtímis úr framhjóladrifi í fjórhjóladrif, og bremsar öll fjögur hjólin.

Sjálfvirk stilling aflúttaks

Sjálfvirk stilling aflúttaks

Í sjálfvirkum máta snýst aftari og mið aflúttakið þegar ekið er áfram en stoppar þegar bakkað er eða þegar dráttarvélin er stöðvuð.

MF 1700 M Valmöguleikar

MF 1700 M Valmöguleikar

Aðrir valmöguleikar eru framlóð, loftfjaðurbúnaður í sætum og einnig breitt úrval landbúnaðarhjólbarða og stærri grasþekjuhjólbarða.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)

Lyftigeta (kg)

MF 1735 M 35 AGCO Power 3 strokka Vökvastöðu 110 1.200
MF 1740 M 40 AGCO Power 4 strokka Vökvastöðu 125 1.200
MF 1750 M 49 AGCO Power 4 strokka Vökvastöðu 140 1.580
MF 1755 M 54 AGCO Power 4 strokka Vélræn (12F/12R) 188 1.600
MF 1765 M 67 AGCO Power 4 strokka Vélræn (12F/12R), Vökvastöðu 200 1.600

Einstakir skjávarar

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (víddi 2560x1600)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1080x1920)

Finna söluaðila