MF 200 línan -  dragtengdar sáðvélar 

MF 200-sáðvélarnar eru tilvaldar fyrir sumaruppskeru á litlum býlum. Breiður pallur og handrið auðvelda mötun auk þess sem einfalt er að stjórna dýptarstillingu með skrúfstöng. Við það bætist sameiginlegt raðakerfi fyrir áburð og sáðkorn, stillanlegt raðabil og einföld uppsetning og geymsla á hverri röð fyrir sig. Sáðdiskarnir henta fyrir sojabaunir, maís, sólblóm, bómull, baunir, dúrru, hrísgrjón og jarðhnetur. Meira tækniframboð fyrir fjölskyldubýli.

Helstu kostir

Mikil afköst í mismunandi jarðvegi

Þriggja til sex raða útgáfurnar með samræmiskerfi bjóða upp á góða og jafna sáningu í mismunandi jarðvegi, þökk sé getunni til að halda stöðugu áfallshorni. Sáðfótur með losunarbúnaði gerir vélina liprari og ver vélbúnað hennar. Sáningin verður fljótlegri og skilvirkari.

Sterkbyggð

Hjólin eru ýmist úr steypujárni eða gúmmí og auðvelt er stjórna dýptinni með skrúfstöng. Við það bætist sameiginlegt raðakerfi fyrir áburð og sáðkorn, stillanlegt raðabil og einföld uppsetning og geymsla á hverri röð fyrir sig. Fljótlegra er að setja raðirnar upp.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksmagn sáðkorna (kg)

Hámarksmagn áburðar (kg)

Hámarksbil milli raða (m)

Minnsta vinnslubreidd (m)

Mesta vinnslubreidd (m)

MF 206 - 3ja til 6 raða 150 480 0.4 - 0.9 0.8 2.5
Aðeins í boði á tilteknum markaðssvæðum. Leita skal upplýsinga hjá umboðs- eða dreifingaraðila Massey Ferguson.

Finna söluaðila