Nýir tímar, nýir möguleikar

Nýja MF 5S-línan skarar fram úr í flokki 105 til 145 hestafla dráttarvéla, með fimm mismunandi gerðum með nýrri, uppfærðri hönnun.

Hér eru á ferðinni dráttarvélar sem bjóða upp á góða yfirsýn, eru snarar í snúningum og einstaklega liprar með aðeins 4 m beygjuradíus. Í MF 5S fara saman mikil afköst, sparneytni, þægindi og frábærir stjórnunareiginleikar ásamt miklu úrvali tengitækja og aukabúnaðar fyrir hvers kyns verk.

MF 5S-vélarnar voru þróaðar til að takast á við hvers kyns áskoranir og verk á skilvirkan og hagkvæman hátt, enda eru þær óumdeilanlega fyrsta val verktaka, mjólkurbænda, búfjárbænda og grænmetisbænda, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Helstu kostir

Einfaldar og áreiðanlegar

Kraftur til að takast á við hvaða verkefni sem er
AGCO Power vél

AGCO Power vél

Allir MF 5S dráttarvélarnar fá afl sitt frá AGCO Power fjögurra strokka, 4,4 lítra, Stage V vél sem veitir einnig hámarksafl á bilinu 105 hö til 145 hö og allt að 550 Nm tog á stærstu gerðunum.

Allt-í-einni SCR tækni

Allt-í-einni SCR tækni

Þessar nettu vélar notast við háþróaða og skilvirka allt-í-einni SCR tækni.

Afköst

Afköst

Rafeindastýrður úttaksventill á forþjöppunni eykur afköst vélarinnar og dregur úr losun, á meðan sjálfvirkur vélarhraði í hægum hlutlausum lágmarkar einnig eldsneytisnotkun.

Útblásturshreinsihlutar

Útblásturshreinsihlutar

Allir útblásturshreinsihlutar eru staðsettir á hægri hönd undir stýrishúsinu svo að þeir hafi engin áhrif á skyggni eða aðgengi að stýrishúsinu. Bil á milli vélar og jörðu er haldið við og aðgengi að þjónustupunktum á meðan rúmtak eldsneytistanksins getur aukist í 200 l.

Airflow kerfi

Airflow kerfi

Nýja bætta Airflow kerfið bætir kælingu vélar sem eykur afköst og eflir skilvirkni.

Dyna-4

Dyna-4

Tilkomumikil og skilvirk hönnun Dyna-4 gírkassans býður uppá óviðjafnanlega framleiðni, stjórnunarmöguleika og hentugleika sem fylgir kúplingarlausri skiptingu á milli 16 áfram og 16 afturábak gíra.

Aflstýring

Aflstýring

Aflstýringarlokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Notendur geta skipt á milli áfram gíra og afturábak gíra, skipt með Dynashift hraðastillingum og valið hlutlausan til að hafa hægri höndina lausa.

Hægri T-handfang

Hægri T-handfang

Dyna-4 er frægt fyrir framúrskarandi slitþol og áreiðanleika með mjúka og áreynslulausa notkun þökk sé vinstri aflstýringarstönginni eða hægri T-handfanginu á stjórnborðinu í Essential gerðum.

Multipad - Þú hefur stjórnina í hendi þér

Multipad - Þú hefur stjórnina í hendi þér

Multipad stöngin er staðalbúnaður á Efficient og Exclusive og vinnur með gírkassanum auk þess að stýra skriðstilli, afturtengi, aflúttaki, spilduendastjórnun og flæðilokum með samhæfða mini-stýripinnanum.

Speedmatching sem staðalbúnaður

Speedmatching sem staðalbúnaður

Speedmatching velur sjálfkrafa réttan Dyna-4 hraða sem passar hraðanum þegar skipt er um gír í áframakstri.

Bremsa í hlutlausan

Bremsa í hlutlausan

Rofi til að bremsa í hlutlausan (valkvæmur) virkir samtímis kúplinguna þegar ýtt er á bremsupedalann. Þetta léttir undir með notandanum og eykur skilvirkni og þægindi sérstaklega í verkefnum með ámoksturstæki.

Supercreep

Supercreep

Auka Supercreep gírar veita góða stjórn í sértækum lághraða verkefnum og geta framleitt áframakstur niður í 100 m/klst.

Þægindastýring

Þægindastýring

Mjúk eða snörp skipting - þú velur með því að einfaldlega stilla Þægindastýringuna eftir því sem hentar verkefninu - hæg og mjúk eða snögg og skilvirk.

Dyna-6

Dyna-6

Brautriðjandi afkastageta og áreiðanleiki fæst af þessum hálf-Powershift gírkassa sem samanstendur af sex Dynashift hlutföllum, með fjórum þrepum og kúplingslausri skiptingu.

AUTOMATIC MODE

AUTOMATIC MODE

Sér sjálfvirkt um upp og niður skiptingu til að hámarka fjölhæfni og afköst. Svörunarpunkturinn er stillanlegur eftir ákjósanlegasta snúningshraðamillibili vélarinnar.

SuperEco

SuperEco

Automatic mode minnkar einnig kostnað með staðalbúnaðinum SuperEco sem tryggir að hámarkshraða er náð á lágmarks snúningshraða vélar, sem minnkar umtalsvert eldsneytisnotkun – 40km/klst. á 1550 sn/mín. og 50 km/klst. á 1800 sn/mín. (háð hjólbörðum).

Dráttarvélarnar í MF 5S-línunni eru smíðaðar fyrir krefjandi verk og búa yfir aukinni lyftigetu sem gerir þeim kleift að bera þyngri byrðar og vinna á hraðvirkari hátt með nýjustu gerðum véla og tengitækja.
Afkastamikið afturtengi

Afkastamikið afturtengi

Afturtengið er kjörsniðið fyrir nýja MF 5S og hefur nú tilkomumikla 6000 kg lyftigetu (+14% miðað við fyrra úrval) í sumum aðstæðum og ræður því auðveldlega við þung tengitæki.

Stilling vökvakerfis

Stilling vökvakerfis

Fullkomlega stillanlegar lyftistangir og harðgerður jafnvægisbúnaður veita nægilega stillingarmöguleika fyrir fullkomna tengingu og forsendur fyrir úrval uppsettra og hálf-uppsettra tengitækja.

Viðbótarflæðislokar

Viðbótarflæðislokar

Breitt úrval flæðisloka og stjórntækja hjálpar þér að nýta nýstárleg tengitæki sem best auk þess að auðvelda notkunina. Þú finnur flæðisloka sem uppfyllir öll skilyrði dráttarvélarinnar þinnar.

Essential útgáfan - Flæðislokar

Essential útgáfan - Flæðislokar

Flæðislokunum er stjórnað með undanbragðalausri vélrænni stýringu í Essential útgáfunni auk þess að sem hún býður uppá þægilegan stýrispinna fyrir nákvæma stýringu ámoksturstækis.

Efficient útgáfan - Flæðislokar

Efficient útgáfan - Flæðislokar

Í Efficient útgáfunni finnur þú nýja rofa innbyggða í armhvíluna fyrir 1. og 2. flæðisloka sem vinna í sameiningu við vélrænu stangirnar fyrir 3. og 4. flæðisloka.

Exclusive útgáfan - Flæðislokar

Exclusive útgáfan - Flæðislokar

Ávinningur Exclusive útgáfunnar fyrir notendur er nýji stýripinninn sem er uppsettur á armhvíluna til að stýra flæðislokunum fjórum.

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Sterkbyggð og innbyggð framlyfta

Með 3,000kg lyftigetu (+17% í samanburði við fyrra úrval) getur nýja sterkbyggða og innbyggða framlyftan gert þér kleift að nýta afl MF 5S línunnar til fulls.

Stutttengibúnaður framtengis

Stutttengibúnaður framtengis

Stutttengibúnaður framtengis er endurhannaður til að uppfylla þarfir betrumbætta framfjaðurbúnaðarins og er því innbyggður í hönnun nettu hluta dráttarvélarinnar á meðan hann eflir stöðugleika og lipurleika.

Brautriðjandi raftengistýring (ELC)

Brautriðjandi raftengistýring (ELC)

Nýjasta raftengistýrikerfið (ELC) veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðs og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir uppsett tengitæki.

ELC Breytiviðnám

ELC Breytiviðnám

Nákvæm rafstýring gerir tengingaraðgerðir hentugri. ELC Breytiviðnám er staðsett við hægri hönd notandans og skilar sér í þægilegri og einfaldri notkun auk nákvæmnisstjórnunar fyrir dýpt tengitækjanna og hækkun og lækkun tengibúnaðar.

Raflyftustjórnborð

Raflyftustjórnborð

Raflyftustjórnborð veitir auðskiljanlegar stillingar á öðrum aðgerðum afturtengis sem skilar sér í aukinni framleiðni.

ELC Staðalbúnaður

ELC Staðalbúnaður

Nytsamur staðalbúnaður er t.d. Active Transport Control sem deyfir sjálfkrafa högg þegar ekið er úti á vegi og utanverð hækka/lækka stjórntæki á hægri og vinstri stuðurum.

Staðlað Open-Centre kerfi með 58 lítra/mínútu

Staðlað Open-Centre kerfi með 58 lítra/mínútu

Kerfið veitir nægilegt flæði og þrýsting til tengibúnaðarins og utanverðar vökvaaðgerðir til að lyfta þungum áhöldum og hjálparíhlutum.

Valkvæmt Open-Centre kerfi, samanlagt flæði 100 l./mín.

Valkvæmt Open-Centre kerfi, samanlagt flæði 100 l./mín.

Einföld og frumleg hönnun er notuð til að framleiða stöðugt flæði. Þetta tryggir jafnt flæði til ólíkra aðgerða, t.d. tengis og flæðisloka, á meðan hámarks skilvirkni og afl er tryggt fyrir ámokstursverkefni.

Valkvæmt Closed-Centre kerfi, toppflæði 110 l./mín.

Valkvæmt Closed-Centre kerfi, toppflæði 110 l./mín.

Kerfið með snörpustu vökvakerfissvörunina. Notaðar eru breytilegar tilfærsludælur með skáplötu og álagsnemastýring til að skila miklu flæði á lágum vélarhraða sem styður við hámarks afköst með hagkvæmni.

Háskilvirkt aflúttak

Háskilvirkt aflúttak

Einföld driflína til sjálfstæða aflúttaksins skilar hámarks afli og skilvirkni. Hægt er að velja á milli þriggja hraðastillinga sem stillt eru með auðveldum hætti með veltirofa á stýripinnanum.

Virkjun aflúttaks

Virkjun aflúttaks

Virkjun aflúttaks er raf-vökvadrifin með notkun þriggja punkta öryggisrofa (On, Off og Lock/Brake). Einnig er hægt að virkja og afvirkja aflúttakið með utanverðum rofum á stuðurunum.

MF 5S-dráttarvélarnar eru nettar og liprar sem gerir þær einstaklega þægilegar í notkun – hvort sem það er úti á akri, á vegum eða heima á bænum.
Sjálfstýring

Sjálfstýring

Sniðug sjálfstýring fyrir gírkassann gerir algengustu aðgerðirnar sjálfvirkar eins og t.d. breytileg læsing, aflúttak og Speedmatching gírskipting.

Hydralock

Hydralock

Hydralock veitir alvöru fjórhjóladrif með snöggum breytilásum að framan og aftan sem taka samstundis við sér.

Drifskaft

Drifskaft

Miðuppsett drifskaft býður uppá framúrskarandi bil frá jörðu.

Framöxulsfjaðurbúnaður

Framöxulsfjaðurbúnaður

Nýr og sterkari framöxulsfjaðurbúnaður veitir brautryðjandi beygjuradíus sem er aðeins 4 m. Þegar unnið er með framtengi með 3 tonna lyftigetu, sem nú geta bætt við sig auka 500 kg, kemur þessi búnaður að miklu gagni og auðveldar notkun stærri framtengdra áhalda.

Vökvafjöðrun

Vökvafjöðrun

Rafstýrð vökvafjöðrun veitir extra þægindi með hjálp tveggja strokka með langri slaglengd (100 mm) og þriggja höggdeyfa.

SpeedSteer

SpeedSteer

Þessi nýji valkvæmi eiginleiki gerir notandanum kleift að stilla stýringarhlutfall og velja besta mögulega fjölda beygja sem þarf frá stýrinu til að ná ákveðnum beygju radíus.

Lítill beygjuradíus

Lítill beygjuradíus

Sérstaklega aðsniðinn undirvagn og vélarhlíf leggja sitt af mörkum við að veita 4ra metra beygjuradíus - einn þann besta á markaðnum - sem auðveldar aðgengi að þröngum rýmum og byggingum.

Engin bremsunarhjöðnun

Engin bremsunarhjöðnun

Örugg og skilvirk hemlun frá stórum diskabremsum sem eru kældir með stöðugri smurningu. Til að tryggja öryggi í flutningaverkefnum hefur þetta kerfi verið bætt enn betur með loftknúnum línum eða tvöföldum vökvalínum auk ABS tengis.

Afturkrókar fyrir hvers kyns notkun

Afturkrókar fyrir hvers kyns notkun

Afturkrókurinn er algerlega endurhannaður og stækkaður til að hraða og auðvelda tengingu og tryggja um leið öryggi. Nú er mögulegt að velja á milli tappapinna, pick-up króks, klofa, K80 kúlu eða dráttarbeislis.

Það fer vel um ökumenn nýju MF 5S-línunnar í vönduðu, afkastahvetjandi stýrishúsinu sem er hljóðlátt, vel loftræst og með einföldum stjórntækjum sem auðvelda stjórnandanum að ná sem mestu út úr dráttarvélinni.
Vinnuvistvænleiki

Vinnuvistvænleiki

Stórar og víðar hurðir og hæfilegt bil á milli fótstiga tryggja auðvelt aðgengi að stýrishúsi MF 5S. Hér finnur þú allar notkunarupplýsingar á sínum stað á nýja auðlesanlega mælaborðinu.

Armhvíla

Armhvíla

Nýja armhvílan hefur að geyma allt það helsta sem veitir blöndu af einfaldleika og auðveldri notkun, þar sem öllum helstu stjórntækjunum er komið fyrir á sama stað á vinnuvistvænan hátt. Hér finnur þú einnig þægileg stjórntæki fyrir aðrar aðgerðir eins og Bluetooth síma og útvarp.

Ávinningur topp þæginda

Ávinningur topp þæginda

MF 5S leggur sitt af mörkum til að efla framleiðni, spara tíma og auka afköst þökk sé 360° skyggni, auðveldu aðgengi og nýja fjaðurkerfinu í stýrishúsinu.

Þægindaeiginleikar

Þægindaeiginleikar

Eiginleikar á borð við að kveikt sé sjálfkrafa á snúningsljósinu þegar ekið er úti á vegi og heimkomueiginleiki sem slekkur sjálfkrafa á vinnuljósunum þegar vinnu er lokið, auk þess að ljósið í stýrishúsinu bíður með að slökkva á sér þangað til þú ert búin að komast af vélinni.

Eiginleikar stýrishúss

Eiginleikar stýrishúss

Hér er einnig að finna tengi fyrir snjallsíma eða tölvu, útvarp og MP3 spilara (USB, Aux eða CD), Bluetooth tenging, DAB og stafrænt útvarp, útfellanlegir hliðarspeglar og rafræn íseyðing, auk sjálfvirks loftræstikerfis.

Valkvæm 12 LED ljós

Valkvæm 12 LED ljós

Viðauki valmöguleikans á allt að 12 LED ljósum bætir lýsinguna umtalsvert.

Sæti

Sæti

Háklassa þægindi fást með að velja sæti sem henta þinni vinnu. Vélrænn fjaðurbúnaður er ákjósanleg fyrir keyrslu á vegum á meðan sæti með sjálfvirkum loftfjaðurbúnaði veita aukin þægindi fyrir langa vinnudaga.

Mælaborð með SIS - Uppsetningar- og upplýsingjaskjár

Mælaborð með SIS - Uppsetningar- og upplýsingjaskjár

Skýr, skarpur og auðlesanlegur 70 mm x 52 mm litaskjár sýnir úrval upplýsinga, t.d. afköst dráttarvélar, vinnusvæði, vinnufjarlægð, staða eldsneytis og AdBlue® auk hitastigs vélar og gírkassa.

Veldu þak sem hentar

Veldu þak sem hentar

Með valmöguleikum í bæði hæð stýrishúss og gerð þaks getur þú sniðið MF 5S línuna að þínum þörfum og byggingum.

Staðlað stýrishús

Staðlað stýrishús

Staðlað stýrishús er með fullkomlega flötu gólfi og með stöðluðu þaki og fjaðurbúnaði veitir það hámarks þægindi.

Lágt stýrishús

Lágt stýrishús

Lágt stýrishús er byggt á sama hátt og önnur að því undanskildu að það er byggt lægra niður sem minnkar heildarhæð vinnuvélarinnar og auðveldar aðgengi inn í byggingar.

Betri hönnun

Betri hönnun

Með því að kynna MF 5S til leiks heldur Massey Ferguson sínu striki með nýstárlegri hönnun sem sást fyrst í MF 8S línunni sem fylgdi á eftir uppfærðri neo-retro hönnun með nýstárlegum framljósum og LED ljósum.

Arfleiðin

Arfleiðin

Þessi hönnun er virðingarvottur við arfleið vörumerkisins með túlkun gráu randarinnar á hliðinni sem einkennir vörumerkið og mótívsins með hestahöfuðið á vélarhlífinni sem á rætur sínar að rekja til MF 100 línunnar.

MF 5S-línan er einstaklega vel útbúin og einnig eru í boði hagnýtir aukabúnaðarpakkar sem hjálpa þér að vinna með einfaldari og skilvirkari hætti. Upplýsingar um þessa pakka koma fram í töflunni hér fyrir neðan.
Essential pakkinn tæknilýsing

Essential pakkinn tæknilýsing

Essential er grunntæknilýsingin fyrir MF 5S línuna en hún er sannarlega ómissandi. Hún sér til þess að allir mikilvægustu hlutarnir sem þú býst við frá MF eru til staðar með blöndu af einfaldleika, auðveldri notkun og fjölhæfni sem uppfyllir flest skilyrði.

Essential Panoramic Stýrishús

Essential Panoramic Stýrishús

Essential Panoramic Stýrishúsið veitir besta mögulega skyggni allan hringinn í kringum vélina. Víðu heilsteyptu rúðurnar úr pólýkarbónati eru sérstaklega slitþolnar og vernda notandann fyrir ryki að utan.

Efficient pakkinn tæknilýsing

Efficient pakkinn tæknilýsing

Efficient pakkinn er útbúinn helstu eiginleikum sem efla framleiðni og hjálpar þér að vinna hraðar, ná fleiri markmiðum og með meiri nákvæmni.

Exclusive pakkinn tæknilýsing

Exclusive pakkinn tæknilýsing

Exclusive dráttarvélar, útbúnar fjölda háþróaðra eiginleika, eru hannaðar fyrir hánytja landbúnaðarverkefni á stærri skala sem krefjast kostnaðarhagkvæmnis.

Úrval tæknibúnaðar í MF 5S hjálpar þér að stjórna vinnunni og rekstrinum á skilvirkari hátt. Að boðið sé upp á þessi háþróuðu kerfi í 105 til 145 hestafla flokkinum sýnir glögglega að Massey Ferguson setur markið hátt þegar kemur að nýsköpun og framþróun. Meira en nokkru sinni fyrr reiða nútímabændur sig á gögn og upplýsingar til að halda mikilvægar skrár og auka í senn skilvirkni og afköst í því skyni að bæta afrakstur, draga úr kostnaði og ná fram meiri arðsemi. Áreiðanleg og aðgengileg tækni Massey Ferguson er einföld í notkun og hjálpar eigendum og ökumönnum þannig að stjórna búnaði á skilvirkari hátt, greina reksturinn og taka upplýstar ákvarðanir til að gera reksturinn ábatasamari.
Datatronic 5 - Staðalbúnaður á Exclusive, valkvæm á öðrum

Datatronic 5 - Staðalbúnaður á Exclusive, valkvæm á öðrum

Datatronic 5 kerfið sameinar bókstaflega alla virkni MF 5S dráttarvélarinnar og staðsetur innan handar fyrir notandann með snjalla 9” snertiskjánum.

Fieldstar 5

Fieldstar 5

Nýja Fieldstar 5 stjórnstöðin er hönnuð með hyggjuvitsviðmót fyrir nákvæmnisbústjórn í huga og býður uppá auðnota upplifun af kerfi sem eykur skilvirkni, framleiðni og ágóða.

MF Guide

MF Guide

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýframleiddar MF dráttarvélar eða sem eftiruppsetning með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

MF Section Control

MF Section Control

Með alsjálfvirka kerfinu Section Control fyrir ISOBUS tengitæki geta stjórnendur dreift fræjum, áburði og varnarefnum án skörunar. Þannig má koma í veg fyrir tvíverknað og að dreift sé á svæði utan spildujaðars.

MF Task Doc

MF Task Doc

MF Task Doc kerfið á sér tryggan stað í bústjórn framtíðarinnar. Það auðveldar bændum að auka framleiðni með því að safna nákvæmum mæligögnum og gera þau aðgengileg notandanum.

MF Connect

MF Connect

MF Connect auðveldar þér - og söluaðila - að samhæfa, hámarka og tengja flotann þinn fumlaust svo að þú getir stjórnað viðhaldi og haft yfirsýn yfir notkun véla.

Vinnuaðstaða ökumanns – útbúnaðarpakkar

 

  

 

Essential

 

Efficient

 

Exclusive

Upplýsingar um

úrval pakka

Essential er grunntæknilýsingin fyrir MF 5S línuna en hún er sannarlega ómissandi. Hún sér til þess að allir mikilvægustu hlutarnir sem þú býst við frá Massey Ferguson eru til staðar með blöndu af einfaldleika, auðveldri notkun og fjölhæfni sem uppfyllir flest skilyrði.

Efficient pakkinn er útbúinn helstu eiginleikum sem efla framleiðni og hjálpar þér að vinna hraðar, ná fleiri markmiðum og með meiri nákvæmni.

Efficient útfærslur eru í boði fyrir allar dráttarvélar í MF 5S línunni, og hægt er að velja á milli Dyna-4 og Dyna-6 gírkassa, báðir með Automatic mode sem staðalbúnað.

Dráttarvélar sem eru með uppsettum ámoksturstækjum er hægt að fá með valkvæmum fjölnota stýripinna sem er innbyggður í stjórnstöðina í armbríkinni. Auk þess að stýra ámoksturstækinu og gírkassanum, má einnig nota stýripinnann til að stjórna valkvæma framtenginu.

Exclusive dráttarvélar, útbúnar fjölda háþróaðra eiginleika, eru hannaðar fyrir hánytja landbúnaðarverkefni á stærri skala sem krefjast kostnaðarhagkvæmnis.

Exclusive armbríkin er jákvæð viðbót með auknum þægindum og hentugum eiginleikum fyrir vinnuumhverfi notandans þegar unnið er með mörg algengustu stjórntækin.

ISOBUS samræmanleg Datatronic 5 stjórnstöð er staðalbúnaður. Með nýrri hönnun og einföldum táknum sýnir níu tommu snertiskjárinn helstu upplýsingar um virkni vélarinnar, skráir gögn og vistar þau í minni. Með Datatronic 5-stjórntölvunni er hægt að stjórna öllum tengitækjum sem styðja ISOBUS auk þess sem hún heldur utan um sjálfstýringu aðgerða þegar snúið er við á spilduenda, stjórnun dragtengdra tengitækja (TIC) og Dual Control. Skjáinn er hægt að tengja við myndavél til að fylgjast enn betur með afturtengdum tengitækjum og tengivögnum.

Staðalbúnaður

- Stjórnstöð með T gírstöng.
-  Dyna-4 með Speedmatching eða Dyna-6 - 40km/klst. Eco með Automatic mode.
- Bremsa í hlutlausan eiginleikinn setur gírkassann í hlutlausan gír þegar þú bremsar.
- Vélræn stjórnun flæðisloka.
- Loftræstikerfi.
- Stórir útdraganlegir hliðarspeglar með víðu horni.
- Útvarpsloftnet og hátalarar.
- Snúningssæti með loftfjaðurbúnaði og armbrík.
- Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi.
-  Dyna-4 með Speedmatching eða Dyna-6 - 40km/klst. Eco með Automatic mode.
- Loftræsting með handvirkri stillingu.
- Sjálfvirkt snúningssæti með loftfjaðurbúnaði og armbrík.
- Rafræn og vélræn stýring flæðisloka.
- Stórir útdraganlegir hliðarspeglar með víðu horni.
- Hljóðinntak að framan fyrir útvarp / geisladiskaspilara / MP3 spilara-in / Bluetooth með micro og stjórntækjum í armbrík.
- Tvö USB tengi.
- Vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi.
- Fjölhæf armbrík með Multipad stöng.
- Dyna-4 eða Dyna-6 gírkassi með Automatic mode.
- Sjálfvirkt loftræstikerfi.
- Superluxe Loftfjaðurbúnaður í sæti.
- Fjórir flæðislokar með rafrænum stjórnbúnaði.
- Stórir útdraganlegir hliðarspeglar með víðu horni og stillanlegri rafrænni íseyðingu &.
- Hljóðinntak að framan fyrir útvarp / geisladiskaspilara / MP3 spilara-in / Bluetooth með micro og stjórntækjum í armbrík.
- Tvö USB tengi.
- Ný Datatronic 5 ISOBUS stjórnstöð sem heldur utan um alla virkni dráttarvélarinnar.

Valkvæmir eiginleikar

- Sterkbyggt og innbyggt framtengikerfi og aflúttak.
- Fjölnota vélrænn ámokstursstýripinni.
- MF Connect fjarmælingakerfi tilbúið til notkunar.
- ISOBUS samræmanleg Fieldstar 5 stjórnstöð fyrir allar þarfir nákvæmnislandbúnaðar m.a. myndbandsupptöku, MF Guide leiðbeiningarkerfi, MF Section Control hólfastýring, MF Rate Control og MF TaskDoc™.
- Panoramic stýrishús með rúðu úr pólýkarbónati á hægri hönd.
- Sterkbyggt og innbyggt framtengikerfi og aflúttak.
- MF Connect fjarmælingakerfi tilbúið til notkunar.
- ISOBUS samræmanleg Fieldstar 5 stjórnstöð fyrir allar þarfir nákvæmnislandbúnaðar m.a. myndbandsupptöku, MF Guide leiðbeiningarkerfi, MF Section Control hólfastýring, MF Rate Control og MF TaskDoc™.
- Superluxe Loftfjaðurbúnaður í sæti.
- Sterkbyggt og innbyggt framtengikerfi og aflúttak.
- MF Connect fjarmælingakerfi tilbúið til notkunar.
- ISOBUS samræmanleg Fieldstar 5 stjórnstöð fyrir allar þarfir nákvæmnislandbúnaðar m.a. MF Guide leiðbeiningarkerfi, MF Section Control hólfastýring, MF Rate Control fyrir ólíka magnnotkun, MF TaskDoc™ og myndbandsupptöku.
- Superluxe Loftfjaðurbúnaður í sæti.

Ámoksturstæki

Dráttarvélarnar í MF 5S-línunni eru sérstaklega hannaðar til að vinna sem allra best með ámoksturstækjum úr MF FL-línunni. Ámoksturstækin fást nú fulluppsett frá verksmiðju, en í sameiningu skila dráttarvélarnar og ámoksturstækin framúrskarandi afköstum.

Óviðjafnanlegir ámoksturseiginleikar

• Framúrskarandi skyggni niðurávið aðeins 4 m fyrir framan dráttarvélina handan nýja netta mælaborðsins og mjóa og frambratta vélarhlífina sem er eintök á markaðnum
• Lipur hönnun með einstökum aksturseiginleikum
• Tvær mögulegar stöður stýrishúss og val á stöðluðu eða Visio þaki
• Val á milli þriggja vökvakerfa sem veita framúrskarandi þrýsting, flæði og snerpu
• Vinstri handar stjórnstöng eða hægri handar T stöng til að skipta um stefnu, skipta um gír og setja í hlutlausan
• Valkvæmir stýripinnar stjórna bæði ámoksturstæki og gírskiptingu
• Bremsa í hlutlausan eiginleikinn er bremsukerfi sem skiptir gírkassanum í hlutlausan þegar ýtt er á bremsupedalann, sem eykur öryggi, þægindi og sveigjanleika í stjórnun ámoksturstækisins
• ‘Comfort-Control’ - Stillanlegt næmi stjórnunar í akstursstefnu - allt frá því að skipta hægt og mjúklega yfir í að skipta hratt og snögglega
• Mögulegt er að panta dráttarvélar með verksmiðjuuppsettum ámoksturstækjum.

MF FL lína ámoksturstækja

• Hannað fyrir uppsetningu á dráttarvélar í MF 5S línunni
• Stílhrein hönnun ámokstursarms sem veitir óviðjafnanlegt skyggni og öryggi
• Innbygging lagnanna minnkar hættu á skemmdum
• ‘Lock & Go’, hálfsjálfvirk kerfi fyrir tengingu og fjarlægingu einfaldar uppsetningu
• Allar leiðslur og slöngur eru tengdar með snöggum hætti
• Soft Drive ver notendur og vinnuvélina fyrir skyndilegu álagi
• Fyllilega samhæfð notkun með úrvali stýripinna fyrir MF 5S línuna
• Einföld uppsetning á úrvali tengitækja.

Kjörtæknilýsing ámoksturstækis

Dráttarvélarnar í MF 5S línunni eru í boði með fulluppsettu ámoksturstæki frá verksmiðju. Mögulegt er að panta dráttarvélarnar með verksmiðjuuppsettum ámoksturstækjum tilbúnum til notkunar með úrvali framúrskarandi verksmiðjuuppsettra eiginleika sem einfaldar uppsetningu ámoksturstækisins og íhluta
• Fullkomlega innbyggð undirgrind ámoksturstækisins
• Foruppsettar slöngur fyrir flæðisloka á festingunni fyrir ámoksturstækið
• Veldu á milli vélræns eða rafræns stýripinna  

Vélræn eða rafræn stýring veitir:
• Auka eiginleikar á SIS skjánum í mælaborðinu
•Sjálfvirkt hristikerfi fyrir skófluna*
•Sjálfvirk skipting snúningshraða vélar þegar stýripinninn er hreyfður*
• Vökvalæsing tengitækja í stýrishúsinu
• Stilling á flæði í vökvakerfi*
• Kveikt/slökkt á fjöðrun ámoksturstækis
• Bremsa í hlutlausan
• Notkun þriðja og fjórða ámokstureiginleika

*Fáanleg með raf-vökvadrifnum ámokstursloka.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)*

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)**

Lyftigeta (kg)

MF 5S.105 105 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 440 6.000
MF 5S.115 115 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 460 6.000
MF 5S.125 125 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 520 6.000
MF 5S.135 135 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 540 6.000
MF 5S.145 145 AGCO Power 4,4 l, 4 strokka Dyna-4, Dyna-6 550 6.000
* Við 2000 sn./mín. | ** Við 1600 sn./mín. | Val um ESSENTIAL, HÚS MEÐ VÍÐUM GLUGGUM, EFFICIENT EÐA EXCLUSIVE FYRIR ALLAR GERÐIR

Einstakir skjávarar

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (víddi 2560x1600)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1080x1920)

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (vídd 3413x2133)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1656x2944)

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (vídd 3413x2133)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1656x2944)

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (vídd 3413x2133)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1656x2944)

Finna söluaðila