Þú reiðir þig á Massey Ferguson-vélina þína.

Upprunaleg gæði á pörtum og þjónustu ættu alltaf að vera fyrsta val fyrir Massey Ferguson-vélina þína. Þar sem Massey Ferguson-umboðin bjóða upp á mikið úrval af vörum og þjónustu í hæsta gæðaflokki er líka engin ástæða til að leita annað!

ÞJÓNUSTA OG FRAMLENGING ÁBYRGÐAR

ÞJÓNUSTA OG FRAMLENGING ÁBYRGÐAR

Með MF Care getur þú fest kostnaðinn þegar þú kaupir Massey Ferguson-vinnuvél, tryggt að hún skili sem mestum afköstum og hámarkað endursöluvirði hennar. Hægt er að sérsníða MF Care-þjónustulausnirnar okkar til samræmis við greiðslugetu og rekstrarþarfir þínar.

Sjá meira

Tilfallandi þjónusta

Massey Ferguson-umboðið getur litið yfir vélina þína og gert þér tilboð í minni eða umfangsmeiri þjónustu eftir þörfum.

Þjónusta felur ekki bara í sér smurningu og síuskipti. Í hvert skipti sem þjónusta fer fram felur það í sér ítarlega skoðun á ástandi hemla, kúplingar, stýrisbúnaðar, vélar, kælikerfis, eldsneytiskerfis og rafkerfis. Með því að koma með vélina í umboðið sérðu til þess að nýjustu hugbúnaðaruppfærslur séu settar upp og að allt sé rétt stillt. Þannig heldur þú vélinni þinni í toppstandi.

Þjónusta fyrir eldri vinnuvélar

Ef langt er síðan vinnuvélin fékk þjónustu síðast getur Massey Ferguson umboðið litið yfir vélina þína og gert þér tilboð í minni eða umfangsmeiri þjónustu eftir þörfum.

Í hvert skipti sem þjónusta fer fram felur það í sér ítarlega skoðun á ástandi hemla, kúplingar, stýrisbúnaðar, vélar, kælikerfis, eldsneytiskerfis og rafkerfis. Sjónskoðun og ítarleg skoðun á ástandi gömlu vélarinnar þinnar hjálpa þér að taka réttar ákvarðanir varðandi viðhald.

Haustskoðun

Tæknimenn Massey Ferguson eru ekki sérfræðingar á öllum sviðum, heldur eingöngu á sínu tiltekna sviði. Haustskoðun felur í sér: 

  • Ítarleg ástandsskoðun og skýrsla án bindingar
  • Að geymsla yfir vetrartímann hafi sem minnst neikvæð áhrif á vélina
  • Minni hætta á kostnaði og tímatapi vegna viðhalds og viðgerða
  • Hægt er að hefja vinnu fyrr á næstu vertíð
  • Vélin skilar hámarksafköstum
  • Lágmarks uppskerutap

Þegar vertíðinni lýkur og áður en þú gengur frá vélinni fyrir veturinn skaltu hafa samband við Massey Ferguson-umboðið til að bóka haustskoðun.

Finna söluaðila