MF Rate Control

Ásamt MF Section Control dregur MF Rate Control enn frekar úr sóun með því að nota staðsetningu vinnuvélarinnar til að dreifa tilteknu magni fræja eða efna á tiltekin svæði á akrinum. Þessi tvö kerfi hjálpa ræktendum að tryggja að sérhver fermetri á akrinum fái rétt magn af fræjum og efnum til að hámarka afrakstur, lágmarka sóun og vernda umhverfið.

Breytilegt dreifimagn með Variable Rate Control (VRC) og gagnaflutningur með TaskDoc Pro gerir kleift að dreifa nákvæmlega því magni sem jarðvegurinn eða plönturnar þurfa á að halda og draga þannig úr efnisnotkun. Dreifingarkort sýna hversu mikið af fræjum, áburði og varnarefnum þarf að nota á hverju svæði fyrir sig. Kortin eru kölluð fram meðan á vinnslu stendur og unnið er sjálfkrafa eftir þeim. Þetta kemur sér vel fyrir reksturinn hjá þér því hægt er að skilgreina og áætla efnisþörf með hjálp spildugagna og dreifa síðan af mikilli nákvæmni. Til dæmis er hægt að haga dreifingu varnarefna eða áburðar eftir þörfum á svæðinu hverju sinni og draga þannig úr efniskostnaði og auka afrakstur.

Finna söluaðila