Tengjast framtíðinni

Flaggskip nýrra tíma hjá Massey Ferguson með áreiðanlegum, einföldum og tengdum dráttarvélaflota sem blandar afli og fjölhæfileika og er sérsníddur að þörfum bænda. 

Massey Ferguson hefur ríka reynslu af jarðyrkju og landbúnaði, það sem þarf til byggja MF 9S með nýsköpun og nýjustu verkfræðisérþekkingunni.

Með hágæða alhliða tæknilýsingu og háþróaðri tækni setur MF 9S ný viðmið með einstöku Protect-U hönnuninni sem veitir óviðjafnanleg þægindi. Hún felur einnig í sér möguleika á yfirburða afli, sjálfstýringu og stýringu fyrir stærri býli, fagmenn og verktaka.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Vafningalaust afl og framúrskarandi afköst 
AFLMIKIL, SPARNEYTIN VÉL

AFLMIKIL, SPARNEYTIN VÉL

Afl MF 9S kemur úr áreiðanlega 6 strokka, 8,4 lítra AGCO Power vélinni. Þetta þýðir einfaldað kerfi þar sem margrómaða All-In-One kerfið fylgir ströngu Stage V útblástursreglugerðunum.

RÚMTAK TANKS SEM HELDUR ÞÉR GANGANDI

RÚMTAK TANKS SEM HELDUR ÞÉR GANGANDI

660 lítra rúmtak eldsneytistanks og þar að auki 68 lítra AdBlue tankur, geyma meira en þú þarft fyrir langa vinnudaga, minnkar þörf fyrir áfyllingu, eykur þægindi og lágmarkar truflanir.

HÁMARKSAFL MEÐ AUKNINGU

HÁMARKSAFL MEÐ AUKNINGU

Hámarksafli er nú náð með bara 1850 sn./mín., sem sparar eldsneyti og heldur sliti og hávaða í lágmarki. Aflstjórnun vélar (EPM) eykur afl sem samsvarar allt að 30 hö og allt að 150 Nm auknu togi.

SJÁLFVIRK STILLING

SJÁLFVIRK STILLING

Sjálfvirk stilling gerir ökumönnum kleift að nota Multipad stöngina eða fótapedala til að skipta um gír í áframakstri. Hún stillir besta snúningshraða vélar sjálfkrafa í samræmi við álagi í pedalanum, sem veitir mjúka notkun og eldsneytishagkvæmni.

AFLSTÝRINGARSTÖNG

AFLSTÝRINGARSTÖNG

Einstaki og einfaldi MF aflstýringarlokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Þá hefur þú hægri hönd lausa til að nota vökvakerfi tengitækjanna.

FINGURGÓMASTJÓRN MULTIPAD STANGAR

FINGURGÓMASTJÓRN MULTIPAD STANGAR

Multipad stöngin vinnur með gírkassanum auk þess að stýra skriðstilli, afturtengi, aflúttaki og spilduendastjórnun. Samhæfða stýring mini-stýripinnanum sem stýrir flæðislokunum bætir notkunina enn meira.

HLUTFALL AFLS OG ÞYNGDAR

HLUTFALL AFLS OG ÞYNGDAR

Þar sem hún 3,1 tonnum léttari en aðrar vélar í þessum flokki getur MF 9S boðið upp á besta mögulega hlutfall afls og þyngdar sem dregur úr þjöppun og sparar eldsneyti. Léttari dráttarvél getur einnig borið mikla þyngd í flutningi.

Dyna-VT gírkassi

Dyna-VT gírkassi

Hyggjuvitseiginleiki gírkassans gerir hann auðveldan í notkun, auðveldar ökumönnum að læra á hann fljótt, sem hámarkar afköst.

Afl dráttarvélar hefur ekkert að segja ef ekki er hægt að flytja það þangað sem það skiptir máli: á jörðu niðri.
MIÐLÆGUR ÚRHLEYPIBÚNAÐUR DEKKJA

MIÐLÆGUR ÚRHLEYPIBÚNAÐUR DEKKJA

Aðlagaðu loftþrýsting hjólbarðanna með skjótum hætti sem eykur spyrnu og dregur úr þjöppun með miðlæga úrhleypibúnaðinum. Það tekur aðeins fjórar mínútur að hækka þrýstinginn í dæmigerðum VF 710/75R42 + VF 620/75R30 hjólbörðum úr 0,8 börum í 1,6 bör.

AÐLÖGUN DEKKJAÞRÝSTINGS EFTIR ÞÖRFUM

AÐLÖGUN DEKKJAÞRÝSTINGS EFTIR ÞÖRFUM

Miðlægi úrhleypibúnaðurinn fyrir hjólbarða getur dregið úr eldsneytisnotkun um 10% til 15% auk þess að draga úr þjöppun vegna allt að 150% stærra spors dekkja. Á sama tíma eykur það spyrnu og dregur úr óþarfa sliti á dekkjum.

LÍTILL BEYGJURADÍUS

LÍTILL BEYGJURADÍUS

Frábærir stjórnunareiginleikar eru tryggðir með mótaðri hönnun undirvagns og vélarhlíf sem gerir sterka fjaðrandi framöxlinum kleift að veita aðeins 5,75 m þröngan beygjuradíus (eftir vali á hjólbörðum).

SPEEDSTEER FYRIR HRAÐARI BEYGJUR

SPEEDSTEER FYRIR HRAÐARI BEYGJUR

Speedsteer dregur úr álagi á ökumenn, veitir hraðari beygjur og eykur afköst. Hann gerir notandanum kleift að stilla stýringarhlutfall og fækka beygjum sem þarf frá stýrinu til að ná ákveðnum beygju radíus.

ÞYNGING EYKUR SVEIGJANLEIKA

ÞYNGING EYKUR SVEIGJANLEIKA

Nýjir valmöguleikar fyrir þyngingu, þ.m.t. geta til að koma allt að fjórum hjólaþyngdum á hvorri hlið, getur aukið heildarþyngdina í 18,5 tonn. Þessi sveigjanleiki gerir ökumönnum kleift að velja rétta þyngingu fyrir hvert verk.

HJÓLHAF EYKUR STÖÐUGLEIKA

HJÓLHAF EYKUR STÖÐUGLEIKA

Hjólhaf sem er 3,1 m langt veitir framúrskarandi stöðugleika sem viðheldur spyrnu á háu stigi á meðan ekki er þörf fyrir eins mikla þyngingu til að viðhald jafnvægi og þægindum á meðan á flutningu stendur.

FJAÐRANDI FRAMÖXULL

FJAÐRANDI FRAMÖXULL

Nýr aflmeiri fjaðrandi framöxull býður upp á stöðugleika í vegavinnu og þegar ekið er með áföst tengitæki á hraða. Hann veitir betra tog og aukin þægindi og öryggi fyrir ökumanninn, og það eykur afköst.

MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐASTÆRÐA

MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐASTÆRÐA

Mögulegt er að panta allar gerðir með verksmiðjuuppsettum hjólbörðum í miklu úrvali stærða og tegunda, sem nú eru allt að 2,18 m í þvermál, VF 750/70R44 fyrir hámarks spyrnu og minni þjöppun.

FJÖLHÆFUR OG AFLMIKILL

FJÖLHÆFUR OG AFLMIKILL

Ávinningur MF 9S línunnar kemur að miklu leiti frá reynslu Massey Ferguson af hönnun áreiðanlegra dráttarvéla. Fjölbreytnin er reynslu okkar að þakka, sem á rætur sínar í að sameina sterkt, langt hjólhaf, aflmiklar dráttarvélar og lítinn beygjuradíus.

Nýir tímar þæginda, skyggnis og stýringar
SNJÖLL NEO-RETRO HÖNNUN

SNJÖLL NEO-RETRO HÖNNUN

Að utanverðu endurspeglar eftirtektarverð Neo-Retro hönnun MF 9S fyrri gerðir, en að innanverðu endurspeglar hún áralanga þróun rafstjórntækja, afkastagetu og einfalda og áreiðanlega stjórnun.

EINSTÖK PROTECT-U HÖNNUN

EINSTÖK PROTECT-U HÖNNUN

Protect-U hönnunin með einstaka 18 cm bilinu sem veitir óviðjafnanlegt skyggni og þægindi með því að aðskilja vélina frá stýrishúsinu sem takmarkar titring og hávaða í aðeins 69 dBA - sem gerir þetta stýrishús einn hljóðlátasta vinnustaðinn á markaðnum.

RÚMGOTT ÞÆGILEGT STÝRISHÚS

RÚMGOTT ÞÆGILEGT STÝRISHÚS

Rúmgóða 3,4 m3 stýrishúsið býður upp á 360° alhliða útsýni og framúrskarandi skyggni. Góða staðsetning stjórntækjanna og auðveld notkun þeirra eykur þægindi og gæði aksturs.

EXCLUSIVE TÆKNILÝSING

EXCLUSIVE TÆKNILÝSING

MF 9S er útbúin bestu Exclusive tæknilýsingunni frá Massey Ferguson sem staðalbúnaður. Þetta þýðir háþróaða eiginleika og virkni sem auka þægindi og auðvelda notkun, auk bestu mögulegu sjálfsstýringunni, snjalleiginleika landbúnaðar og alhliða tengigetu.

ÞÆGILEGT HÁGÆÐA SÆTI

ÞÆGILEGT HÁGÆÐA SÆTI

Sjálfvirkt loftfjaðrandi snúningssæti úr hálfleðri, með loftkælingu, tveggja stiga hitun, lóðréttri dempun, baki með tvöfaldri hreyfigetu, og Dynamic höggdeyfi. Þú getur tryggt þér enn meiri þægindi með sæti úr 100% leðri hjá MF By You.

STJÓRNBORÐ Í ARMHVÍLU

STJÓRNBORÐ Í ARMHVÍLU

Nýja stjórnborðið í armhvílunni kemur útbúið nýjustu auðnota MultiPad stönginni sem gefur fingurgómastjórn innan handar. Samhæfða ISOBUS stöngin sér um allar dráttarvélaraðgerðir með inniföldum micro stýripinna til að stýra flæðislokunum tveimur.

RAFSPEGLAHÖNNUN NÚTÍMANS

RAFSPEGLAHÖNNUN NÚTÍMANS

Rafrænt stillanlegu speglarnir með íseyðingu eru staðalbúnaður. Þeir eru einnig með stillanlegum efstu og neðstu hlutum til að útiloka blinda bletti. Valkvætt er að gera speglana útdraganlega sem eykur skyggni og öryggi.

FJAÐRANDI FRAMÖXULL

FJAÐRANDI FRAMÖXULL

Einfaldur Quadlink fjaðrabúnaður að framan, með nýju stjórnkerfi eykur við þægindin og öryggið á vegum úti og spyrnu á akrinum, á meðan hann heldur í stjórnunareiginleikana með litlum, 5,75 m beygjuradíus.

SÓLSKYGGNI

SÓLSKYGGNI

Allt að fjögur sólskyggni auk hallandi framrúðunnar og þakskyggnisins veita skugga og algera vörn.

FJAÐRANDI STÝRISHÚS

FJAÐRANDI STÝRISHÚS

Tækni að verki sem er hönnuð fyrir bílaiðnaðinn. Hús MF 9S dráttarvélanna er búið virkum vélrænum fjaðurbúnaði sem staðalbúnaði. Þetta eykur þægindi og ver ökumanninn og er stillanlegt á þrjá vegu.

LED LJÓS BREYTA NÓTTU Í DAG

LED LJÓS BREYTA NÓTTU Í DAG

Allt að 27 LED ljós – 8 á vélarhlífinni plús allt að 19 á stýrishúsinu – Gera þér kleift að halda vinnunni áfram eftir myrkur. Þægileg seinkun ljósanna bíður með að slökkva á ljósunum svo þú komist af vélinni á öruggan hátt.

ALLT AÐ FJÓRAR MYNDAVÉLAR UM BORÐ

ALLT AÐ FJÓRAR MYNDAVÉLAR UM BORÐ

Auk staðlaðrar myndavélarinnar að aftan er hægt að bæta við þremur til skapa útsýni allan hringinn í kringum tengitækið, yfir veginn framundan og að baki. Myndirnar birtast á stjórnskjánum.

NÓG AF FRÍSKU LOFTI

NÓG AF FRÍSKU LOFTI

Skilvirkt sjálfvirkt loftræstikerfi veitir fullkomna dreifingu lofts í gegnum 14 lofttúður í ökutækjastíl sem staðsett eru allt í kringum ökumanninn með sjálfvirkri stjórnun í Datatronic 5 stjórnstöðunni auk aðgengilegu armhvílu-stjórntækjunum.

LOFTRÆST GEYMSLURÝMI

LOFTRÆST GEYMSLURÝMI

Á meðan á löngum vinnudögum stendur getur þú haldið mat og drykk köldum í loftræstu geymslurými undir farþegasætinu.

Framúrskarandi afköst í hvers kyns notkun
AFKASTAMIKIÐ VÖKVAKERFI

AFKASTAMIKIÐ VÖKVAKERFI

Uppfært Eco closed-centre vökvakerfið skilar 205 lítra/mín á aðeins 1650 sn./mín. sem sparar eldsneyti og minnkar hávaða. Rafrænn stýripinni veitir fingurgómastjórnun á þremur flæðislokum með afþjöppunarlokum.

AFKASTAMIKIL TVÖFÖLD DÆLA

AFKASTAMIKIL TVÖFÖLD DÆLA

Til þess að uppfylla vökvakerfisþarfir flókinna tengitækja nýrra tíma er ný tvöföld closed-center dæla nú valmöguleiki. Hún skilar 340 lítrum/mínútu á 1650 sn./mín. og er fáanleg með allt að níu samskipanlegum og sérsníðanlegum flæðislokum.

5 TONNA FRAMTENGISGETA

5 TONNA FRAMTENGISGETA

5 tonna framtengisgetan eykur framleiðni enn meira með valmöguleika á einum eða tveimur flæðislokum með lausri baklínu auk ISOBUS tengi og stjórnborði. Þetta er einnig fáanlegt með aflúttaki.

STAÐALBÚNAÐUR TVEGGJA HRAÐA AFLÚTTAK

STAÐALBÚNAÐUR TVEGGJA HRAÐA AFLÚTTAK

Staðalbúnaður 540 Eco /1,000, með 1,000/1,000 Eco sem valmöguleika. Hraða er náð með lágum sn./mín. vélarhraða til að minnka eldsneytisnotkun og hávaða í stýrishúsi.

AFLMIKIÐ AFTURTENGI

AFLMIKIÐ AFTURTENGI

Besta mögulega jarðvegsstjórnunin veitir nákvæma stillingu á 12 tonna lyftigetu heavy duty afturtenginu og býður upp á dýptarstillingar og betri jarvegsaðlögun. Nýr valmöguleiki er yfirtengi með 120 mm þvermála stimpli sem eykur lyftigetu upp í 20 tonn.

BYGGÐ TIL AÐ TOGA ÞUNGT HLASS

BYGGÐ TIL AÐ TOGA ÞUNGT HLASS

Framúrskarandi 18 tonna heildarþyngd ökutækis á 40 km/klst. eða 16 tonn á 50 km/klst.* auk tilkomumikillar hlutfalls heildar samsettar þyngdar allt að 50 tonnum*, sem eykur framleiðni á akrinum og á vegum úti. (*háð markaði)

FRAMAFLÚTTAK DRÍFUR SKILVIRKNI

FRAMAFLÚTTAK DRÍFUR SKILVIRKNI

Með sína 1000 sn./mín. veitir það ólíkum samsetningum tengitækja afl til að auka framleiðni og auka skilvirkni.

VÖKVAKERFI MEÐ ÁLAGSNEMA

VÖKVAKERFI MEÐ ÁLAGSNEMA

Closed-centre álagsnemakerfi kemur með Power Beyond með auka flæði og baklínum sem veitir auka flæði beint í dæluna. Þetta skilar 101 lítrum af útflytjanlegu flæði til að auka getu.

Nýja MF 9S línan veitir snjallan landbúnað og tengigetu á nýju stigi
MF SECTION CONTROL

MF SECTION CONTROL

Með alsjálfvirka kerfinu MF Section Control fyrir ISOBUS tengitæki geta stjórnendur dreift fræjum, áburði og varnarefnum án skörunar. Þannig má koma í veg fyrir tvíverknað og að dreift sé á svæði utan spildujaðars.

MF TASK DOC

MF TASK DOC

MF Task Doc kerfið á sér tryggan stað í bústjórn framtíðarinnar. Það auðveldar bændum að auka framleiðni með því að safna nákvæmum mæligögnum og gera þau aðgengileg notandanum.

MF GUIDE

MF GUIDE

MF Guide er handfrjáls búnaður fyrir nýjar MF dráttarvélar eða sem búnaður settur í eftirá með úrvali eiginleika. Hann er fær um nákvæmni uppá metra, dm og cm sem skilar sér í skilvirkari bústjórn.

DATATRONIC 5

DATATRONIC 5

Datatronic 5 stjórntölvan með snertiskjá stýrir ekki einungis aðgerðum dráttarvélarinnar heldur einnig öllum ISOBUS tengitækjum. Hún veitir einnig aðgang að útvarpseiginleikum, tekur á móti símtölum og hringir símtöl, auk annarra eiginleika.

FILEDSTAR 5

FILEDSTAR 5

Með valkvæðu Fieldstar 5 stjórnstöðinni getur þú tvöfaldað skjáinn þinn og stýrt öllum tæknilegum MF aðgerðum. Hún gerir þér einnig kleift að sýna t.d. ISOBUS skjáinn þinn og leiðsögn á sama tíma.

MF VDISPLAY

MF VDISPLAY

MF vDisplay stafræna mælaborðið sýnir allar helstu upplýsingarnar um dráttarvélarnar. Þessi skýri skjár er auðlesanlegur með hyggjuvitsviðmóti og stillanlegur eftir þörfum einstaklingsins einfaldlega með því að nota veltihnappinn við hlið stýrisins.

SJÁLFVIRKAR BEYGJUR Á SPILDUENDUM

SJÁLFVIRKAR BEYGJUR Á SPILDUENDUM

MF AutoTurn gerir beygjur á spilduendum sjálfvirkar, með sjálfsstýringu dráttarvélarinnar eftir kortlagningu. Ökumenn geta valið úr þremur ólíkum stýringarmátum eftir því sem best hentar tengitækjunum og vinnunni.

HANDFRJÁLSAR SPILDUENDABEYGJUR

HANDFRJÁLSAR SPILDUENDABEYGJUR

AutoHeadland veitir fullkomlega handfrjálsar spilduendabeygjur. Með notkun GPS staðsetningarinnar úr MF Guide beitir kerfið sjálfkrafa öllum eiginleikum sem þarf til að framkvæma lotu spilduendastjórnunarinnar þegar farið er úr einni spildu og inn í aðra.

MF CONNECT

MF CONNECT

MF Connect fjarbúnaður sem er staðalbúnaður með fimm ára áskrift auðveldar þér - og söluaðila - að samhæfa, hámarka og tengja flotann þinn fumlaust svo að þú getir stjórnað viðhaldi, haft yfirsýn yfir notkun véla og bestað ákvörðunarferli.

ISOBUS TENGITÆKJASTJÓRNUN

ISOBUS TENGITÆKJASTJÓRNUN

Með ISOBUS er hægt að sýna stýrikerfi framleiðanda tengitækisins hverju sinni á Datatronic 5 eða Fieldstar 5 stjórnborði og spara þannig eigendum og ökumönnum bæði tíma og peninga, því ekki þarf að setja upp frekari skjái í stýrishúsinu.

AEF ISOBUS VOTTAÐ

AEF ISOBUS VOTTAÐ

MF skjáir gera ISOBUS stjórnun mögulega þökk sé Universal Terminal (UT) og stjórna allt að 96 hólfum með Task Controller (TC-SC). Þeir geta tekið upp og flutt út gögn á stöðluðu landbúnaðarsniði, t.d. ISOXML og Shapefile (TC-BAS).

MULTIPAD ROFATENGING

MULTIPAD ROFATENGING

Algengustu aðgerðirnar fyrir ISOBUS tengitæki má tengja við MF Multipad stýripinna (AUX-N) með beinum hætti . Þetta auðveldar notkun stórkostlega vegna fingurgómastjórnunar á dráttarvélinni og tengitækinu á sama loka.

TIM ISOBUS NOTKUN

TIM ISOBUS NOTKUN

ISOBUS TIM - Tengitækjastjórnunarkerfið fyrir dráttarvélar veitir framúrskarandi sjálfsstýringu. Það stjórnar eiginleikum dráttarvélarinnar sjálfkrafa, t.d. hraða áframaksturs og vökvakerfi, samkvæmt þörfum tengitækisins.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Hámarksafl með EPM (HÖ)     

Hámarkstog (Nm)*

Vél

Gírkassi

MF 9S.285 285 315 1,250 AGCO Power 6 strokka, 8,4 l Dyna-VT
MF 9S.310 310 340 1,300 AGCO Power 6 strokka, 8,4 l Dyna-VT
MF 9S.340 340 370 1,450 AGCO Power 6 strokka, 8,4 l Dyna-VT
MF 9S.370 370 400 1,600 AGCO Power 6 strokka, 8,4 l Dyna-VT
MF 9S.400 400 420 1,650 AGCO Power 6 strokka, 8,4 l Dyna-VT
MF 9S.425 425 - 1,750 AGCO Power 6 strokka, 8,4 l Dyna-VT
*@1500 sn./mín.

Vinnuaðstaða ökumanns – vörutækilýsingar

MF 9S hefur bestu Exclusive tæknilýsinguna frá Massey Ferguson sem staðalbúnað. Þetta þýðir háþróaða eiginleika og virkni sem auka þægindi og auðvelda notkun, auk bestu mögulegu sjálfsstýringunni, snjalleiginleika landbúnaðar og alhliða tengigetu.

Staðalbúnaður

  • QuadLink framöxulsfjaðurbúnaður
  • Virkur vélrænn fjaðurbúnaður í stýrishúsi
  • Sjálfvirkt loftræstikerfi
  • 16 LED vinnuljós og LED leiðarljós
  • Afturmyndavél
  • Speglar með stillanlegri rafrænni íseyðingu
  • Sjálfvirkt snúningssæti úr hálfleðri með loftfjaðurbúnaði, með loftkælingu, tveggja stiga hitun, lóðréttri dempun, baki með tvöfaldri hreyfigetu, og Dynamic höggdeyfikerfi
  • Útvarp, Bluetooth, með innbyggðum hljóðnema
  • 40 km/h Dyna-VT
  • Öll stjórntæki í vinnuvistvænu armhvílunni með Multipad stöng
  • Closed Centre 205 lítra/mín. Eco vökvakerfi
  • Fjórir rafrænir flæðislokar með rafrænum stýripinna, fingrastýringu og afþjöppunarlokum
  • 5000 kg CAT 3 tengibúnaður að framan með einum flæðisloka
  • Datatronic 5: 9'' stjórntölva með snertiskjá (með stillingastjórnun fyrir dráttarvél, ISOBUS innbyggt, myndavél og MF Guide)
  • MF Leiðsagnarkerfi með Novatel móttakara
  • MF Connect fjarmælingakerfi með 5 ára áskrift
  • MF Task Doc sem tekur upp öll verkefnagögn
  • ISOBUS

 

Valkvæmir eiginleikar

  • Dyna-VT 50 km/klst. Eco
  • Dual closed centre 340 lítra/mín. Eco vökvakerfi
  • 1000 sn./mín. aflúttak að framan
  • Allt að níu rafrænir flæðislokar að fullu samskipunarhæfir og sérsníðanlegir
  • CTIS – Miðlægur úrhleypibúnaður
  • Háþróaður LED 360° ljósapakki
  • Pakki fyrir fagmenn með raforku, loftlínu, loftbyssu, logsuðulampa og verfærakassa
  • MF Leiðsagnarkerfi með Trimble móttakara
  • MF Wayline Assistant
  • MF AutoTurn
  • ISOBUS TIM
  • ISOBUS tengi að framan
  • MF Section & Rate Control (96 hólf / 5 vörur)
  • MF Task Doc Pro
  • AGCO Next Farming FMIS (Upplýsingakerfi fyrir bústjórnun)
  • Fieldstar 5 stjórnstöð
  • Útvarps- og símaviðmót í Datatronic 5
  • Stórir útdraganlegir speglar með rafrænni stillingu
  • Þrjú afltengi í stýrishúsi
  • Og miklu fleiri valmöguleikar í MF By You

 

Finna söluaðila

Bær / borg*