360° allt árið
For general connectivity and use over the entire crop cycle.
Fullkomlega útbúinn fyrir notkun allan ársins hring:
Allrahanda hugbúnaðarverkfæri og umsóknir, skilyrt til að tryggja tengingu og gagnlegt allt uppskeruferlið.
FUSE styður vörumerki AGCO og eftirmarkaðinn með breiðu úrvali opinna stafrænna lausna sem má sérsníða eftir þörfum og gerir bændum þannig kleift að velja það sem hentar best fyrir þeirra rekstur og auka þannig afrakstur og arðsemi.
Fullkomlega útbúinn fyrir notkun allan ársins hring:
Allrahanda hugbúnaðarverkfæri og umsóknir, skilyrt til að tryggja tengingu og gagnlegt allt uppskeruferlið.
Með þessu alhliða gagnaflutningskerfi er hægt að tengja saman vélar og landbúnaðarhugbúnað frá mismunandi framleiðendum og söluaðilum.
Sjá meiraBaggaflokkunarappið hjálpar þér að stjórna heyframleiðslu á háannatíma heyskapsins. Einstök auðkenning hvers bagga auðveldar að flokka, flytja, geyma og selja hey út frá stærð eða þyngd bagga, rakastigi, lengd grasstráa, og öðrum uppskeruþáttum. Appið bíður einnig uppá rekjanleika: Appið framkallar yfirlit yfir skráða bagga og getur rakið hvern bagga, frá hvaða túni heyið kemur og hvaða bóndabæ.
Climate FieldView er upplýsingakerfi bústjórnunar sem heldur utan um bústjórnunargögn, vistar þau og gefur yfirlit með myndrænum hætti. Viðskiptavinir geta fylgst með og áætlað afköst uppskeru og stjórnað breytileika túna með sérhæfðum rekstrar- og áburðaráætlunum til þess að hámarka afkastagetu hvers túns og hagnað.
ISOBUS Datatonic 5 er staðlaður útbúnaður í öllum sérbyggðum Massey Ferguson dráttarvélum og veitir heildarsýn yfir stjórnun dráttarvélar og áhalda auk nákvæmnisaðgerðir bústjórnunar.
Sjá meiraFieldstar 5 er stjórnstöð með 9’’ skjá sem auðveldar nákvæma og ánægjulega bústjórn á tækjum með forskrift á stigunum Ómissandi og Afkastamikill.
MF Connect bætir auk þess áreiðanleika og afnotatíma vinnuvélarinnar með því að tryggja yfirfærslu gagna á rauntíma. Það gerir viðurkenndum söluaðilum kleift, að veittu leyfi viðskiptavinarins, að bjóða uppá fjarþjónustu og gefa ábendingar um fyrirbyggjandi viðhald sem hámarkar afnotatíma vinnuvélarinnar.
Sjá meiraMF Guide er alhliða leiðsagnarkerfi Massey Ferguson fyrir handfrjálsa stýringu, ýmist uppsett á nýjum dráttarvélum frá verksmiðju eða sett upp síðar.
Sjá meiraMF Rate Control býður upp á stjórnun einingaverðs, einstakra og breytilegra, með samskipan til að stjórna allt að 36 flokkum og fimm vörum.
Sjá meiraTaskDoc auðveldar skráningu allra gagna á einfaldan hátt á meðan á vinnu stendur og heldur utan um greiningu þeirra þar sem auðveldlega er hægt að senda bæði hagnýt gögn og forskriftargögn þráðlaust eða með USB lykli til og frá tækinu.
Sjá meiraSameining Massey Ferguson og MyEasyFarm í gegnum Agrirouter þýðir að viðskiptavinir geti stjórnað gögnum sínum fumlaust úr vinnuvélum sínum með MyEasyFarm verkvanginum.
NEXT Vinnuvélastjórnun er hönnuð til að auðvelda bændum að samþætta framleiðsluferla á milli vinnuvéla af ólíkum gerðum, þ.á.m. skipulag og áætlanir pantana, lögbundin skjöl og samræming kortlagningar á túnum og ökrum.
NEXT Farming Samræmingarverkfærið breytir kortlagningagögnum og samræmir afmarkanir túna og akra á milli vinnuvéla af ólíkum gerðum.
Sjá meiraYfiburða kortlagning og afmörkun mælistærða vinnuvélarafkasta á rauntíma í einu einföldu appi sem gefur þér tíma til að einbeita þér að uppskerunni. Þetta app sem er hannað fyrir IDEAL kornþreskivélar veitir kortlagningu og sjónrænt yfirlit yfir vinnuvélina auk möguleika á að breyta stillingum í appinu með IDEALharvest smelliaðgerðinni. Hægt er að aðlaga hyggjuvitsviðmót í venjulegum iPad að bættu sjónrænu yfirliti yfir akurgögn og stjórnstöð. Einnig er hægt að virkja afkastastillingar vinnuvélarinnar og háþróað sjónrænt yfirlit með IDEALharvest smelliaðgerðinni. Fáið sjónrænt yfirlit yfir gögn, sýnikennslu og smelliaðgerðir fyrir vinnuvélar í snjallsímanum eða spjaldtölvu og breytið vinnuvélastillingum í iOS snjallsíma eða spjaldtölvu.
Viðskiptavinir geta samræmt gögn á milli Massey Ferguson vinnuvéla og Solinftec með því að nota Fuse Smart bústjórnunarlausnirnar MF TaskDoc og alhliða gagnaflutningskerfið Agrirouter.
Uppskeran nær nýjum hæðum:
Hugbúnaðarverkfæri og umsóknir sem hjálpa þér að vernda og næra verðandi uppskerus og lágmarka magn gróðuráburðar og skordýraeiturs með nákvæmri aðfangabestun.
Minnka sóun aðfanga og auka gæði uppskerunnar:
Hugbúnaðarverkfæri og umsóknir sem bæta gæði undirbúningsvinnu á akri og nákvæmni í sáningu og þannig tryggja bestu hugsanlegu sáningu og lágmarka á sama tíma aðfangakostnað sáðkorna og gróðuráburðar.
FUSE er opið kerfi fyrir stafræna landbúnaðartækni sem AGCO notast við og er leiðandi á heimsvísu. FUSE styður vörumerki AGCO og eftirmarkaðinn með breiðu úrvali opinna stafrænna lausna sem má sérsníða eftir þörfum og gerir bændum þannig kleift að velja það sem hentar best fyrir þeirra rekstur og auka þannig afrakstur og arðsemi.
FUSE tryggir að búnaðurinn sé ekki aðeins samhæfur við vinnuvélar af mismunandi gerðum, heldur einnig á öllum sviðum rekstrarins. Við höfum mikla trú á þessari opnu nálgun þar sem við viljum bjóða viðskiptavinum okkar upp á bestu stafrænu vörur sem völ er á – óháð því hvort þær eru þróaðar af FUSE, í samstarfi við aðra eða á vegum þriðju aðila.
FUSE vörurnar bjóða bændum upp á frelsi og sveigjanleika í vali á vélbúnaði, bústjórnunar- og jarðræktarhugbúnaði sem og þjónustuaðilum – svo þeir geti komið sér upp kerfi sem er sniðið að þeirra þörfum.
Þetta köllum við hjá Fuse snjallan landbúnað.
Hnattræn þjónusta fyrir staðbundnar þarfir. Veldu markaðssvæði þitt að neðan eða veldu beint Alþjóðlegt - Enska síðuna.
Google maps þarf virkar vafrakökur til að virka rétt.
Deila