MF 4700 M

Massey Ferguson hefur frá upphafi framleitt framsæknar og hagnýtar vélar sem hjálpa bændum að takast á við þau verkefni sem hver nýr dagur ber í skauti sér. Nýja MF 4700 M-línan er í anda þessarar hefðar, en hún býður upp á nútímalegar, öflugar, álagsþolnar og einfaldar dráttarvélar sem sjá bændum um allan heim fyrir einstakri afkastagetu.

Þessar hagstæðu dráttarvélar, sem eru framleiddar í háþróuðum verksmiðjum okkar um allan heim, eru með nýrri einfaldri hönnun og bjóða upp á nýjar gerðir gírkassa, skilvirkar aflrásir og mikil þægindi.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Kraftur til að takast á við hvaða verkefni sem er.
Fjölhæft vinstri stjórntæki

Fjölhæft vinstri stjórntæki

Sérsmíðaði aflskiptilokinn veitir möguleika á einföldum þrjár-í-einni aðgerðum. Notendur geta skipt á milli áfram gíra og afturábak gíra eða valið hlutlausan til að hafa hægri höndina lausa.

DYNA-2 gírkassi

DYNA-2 gírkassi

Dyna-2 er sérhannaður gírkassi fyrir 82 hö til 100 hö dráttarvélar og er glænýr valmöguleiki. Fáanlegur fyrir allar fjórhjóladrifnu gerðirnar í MF 4700 M og veitir enn meiri fjölhæfni fyrir notendur sem vilja sérsníða dráttarvélina sína að sérhæfðum verkefnum og aðstæðum.

Super Creeper valmöguleiki

Super Creeper valmöguleiki

Super Creeper valmöguleikinn er einnig í boði fyrir verkefni sem krefjast lítils hraða, niður í 140 m/klst.

Easy Shift hnappur

Easy Shift hnappur

Easy Shift hnappurinn á gírstönginni virkjar gírskiptingu án þess að nota kúplinguna. Stöðluð vélræn skipting einfaldar stefnubreytingu á meðan valkvæma Power Shuttle skiptingin færir stýringu á milli áfram og afturábak gíra í stýripinnann.

Bremsa í hlutlausan

Bremsa í hlutlausan

Rofi til að bremsa í hlutlausan (valkvæmur) virkir samtímis kúplinguna þegar ýtt er á bremsupedalann. Þetta léttir undir með notandanum og eykur skilvirkni og þægindi sérstaklega í verkefnum með ámoksturstæki.

Dráttarvélarnar í MF 4700 M-línunni eru hannaðar með það fyrir augum að vera þægilegar og einfaldar í notkun – erfiðisvinna verður leikur einn.
Lágt stýrishús

Lágt stýrishús

Lægri miðþyngdarpunktur og auðveldara aðgengi að stýrishúsinu þökk sé lága stýrishúsinu. 

Stýrishús útgáfa

Stýrishús útgáfa

Allar MF 4700 dráttarvélar eru útbúnar markaðsleiðandi hágæða stýrishúsi með framúrskarandi skyggni í gegnum stóra framrúðu, víðar glerhurðar og bogadregna hliðarglugga.

Gírstangarhnúður

Gírstangarhnúður

Dyna-2 Powershift skipting er gerð einföld og þægileg með nýjum þumalhnappi á gírstangarhnúðinum, sem stýrir hraðanum nákvæmlega til að hámarka framleiðni. Beint fyrir neðan er annar hnappur sem stjórnar kúplingunni.

Hægri stjórntölva

Hægri stjórntölva

Stjórntækin eru vinnuvistvænlega hönnuð með hægri stjórntölvu á meðan gírskipting og sviðsskipting er komið fyrir á nettan hátt. Nú er búið að samþætta nýtt RMI tengi í stýrishúsinu sem veitir einfalda og staðlaða tengingu við gögnin.

Gerð með palli

Gerð með palli

Enn meiri fjölhæfni fyrir hvern bónda og fyrir hvert verkefni. MF 4700 M línan er einnig fáanleg með palli sem veitir notendum sömu möguleika á sérbúnaði eins og eru í boði fyrir útgáfur með stýrishúsi.

Lykillinn að skilvirkum rekstri er að velja dráttarvél sem ræður vel við nútímatækjabúnað og getur nýtt hann til fulls á mismunandi sviðum landbúnaðar. Sterkbyggðar og fjölhæfar dráttarvélarnar í MF 4700 M-línunni fara létt með að vinna með margs konar tengitæki.
Afturöxull

Afturöxull

Sterkbyggð steypihönnun öxulsins býður uppá nýja innbyggðar takmörkunareiningar sem nýta stjörnugíra til að ná loka hraðatakmörkuninni.

Sjálfstætt aflúttak

Sjálfstætt aflúttak

Góð stjórn kemur frá nútímalegri kúplingu með sjálfstæðu aflúttaki, sem er raf-vökvatengd og auðveldar tenginguna til að vernda driflínuna.

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautryðjandi raftengistýring - ELC

Brautriðjandi ELC kerfið er staðalbúnaður. Kerfið veitir nákvæma og snarpa notkun tengibúnaðar og tryggir rétta stýringu á vinnsludýpt fyrir tengitæki sem vinna í jarðveginum og á vinnsluhæð fyrir önnur tengitæki.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)*

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)**

Lyftigeta (kg)

MF 4708 M 82 AGCO Power 3 strokka Samhæfð vélræn 12 x12, Dyna-2 347 3.000
MF 4709 M 92 AGCO Power 3 strokka Samhæfð vélræn 12 x12, Dyna-2 355 3.000
MF 4710 M 100 AGCO Power 3 strokka Samhæfð vélræn 12 x12, Dyna-2 365 3.000
* Við 2,000 sn./mín. | ** Við 1500 sn./mín.

Einstakir skjávarar

Halaðu niður einstökum skjávara fyir tölvuna þína eða snjalltækið þitt hér.

Halaður niður skjávara fyrir skjáborðið (víddi 2560x1600)

Halaðu niður skjávara fyrir snjalltæki (víddi 1080x1920)

Finna söluaðila