Dragtengd sáningarvél með vélrænni skömmtun eða sogskömmtun

MF 500-sáðvélin er fáanleg í átta mismunandi gerðum, svo þú getur valið þá gerð sem hentar best fyrir það sem þú ætlar að sá. Með stórum blásturskassa eykur hún afkastagetuna um allt að 20%. Hún gerir kleift að setja upp hliðrunar- og fellilínur með sjálfsmyrjandi fóðringum. Færri smurstaðir, meiri tímasparnaður. Sterkbyggður, heilsteyptur undirvagn og hlífar yfir legum gera MF 500 að besta valkostinum til að ná framúrskarandi niðurstöðum.

Helstu kostir

Mun fleiri sekkar af uppskeru á hvern hektara

Mun fleiri sekkar af uppskeru á hvern hektara

MF 500-línan notast við tækni sem miðar að auknum afrakstri. Með „Precision Planting System“, nákvæmu skömmtunarkerfi vélarinnar, skilar hún fyrsta flokks sáningu án þess að fræ fari til spillis. vSet2-skammtarinn, sem er staðalbúnaður, býður upp á bestu aðgreiningu sem völ er á: Við sáningu á maís er aðgreiningin til dæmis 99,6%. Á hverri röð fyrir sig eru auk þess hliðartakmarkarar sem sjá til þess að sáðdýptin verði sem best. Það skilar sér í skilvirkari sáningu og betri uppskeru.

Færri truflanir og skilvirkari vinnutími.

Færri truflanir og skilvirkari vinnutími.

Með MF 500-línunni geturðu stólað á að búnaðurinn sé til í tuskið þegar á þarf að halda. Raðagrindin var hönnuð til að draga úr óvirkum tíma. Á fellitengjunum eru sjálfsmyrjandi fóðringar sem koma í veg fyrir óþarfa slit á íhlutum. Skurðarlínan er með mismunandi gerðir diska sem hægt er að hreinsa bæði að innan- og utanverðu. Þannig er dregið úr hættu á stíflum, án smurkoppa. Betri skurður, betra bil og minni hávaði gera MF 500 að fjölhæfri sáðvél sem lagar sig að hvers kyns jarðvegi og skilar framúrskarandi verki.

Auðveld notkun og lipurleiki á reiðum höndum

Auðveld notkun og lipurleiki á reiðum höndum

Á MF 500 sáðvélunum er losanlegur geymir fyrir fljótlega áfyllingu. Þannig er séð til þess að sáðvélin sé ekki eins lengi stopp og lengur í vinnslu. Kassarnir eru stórir og bilið á milli þeirra einfaldar áfyllingu til muna. MF 500 er einstaklega öflug og afkastamikil sáðvél.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksmagn sáðkorna (kg)

Hámarksmagn áburðar (kg)

Hámarksbil milli raða (m)

Minnsta vinnslubreidd (m)

Mesta vinnslubreidd (m)

MF 508 - 7 til 8 raða 416 1,070 0,5 2,97 3,15
MF 509 - 8 til 9 raða 468 1.350 0,5 3,4 3,6
MF 510 - 9 til 10 raða 520 1,630 0,5 6,3 6,5
MF 511 - 10 til 11 raða 568 1.630 0,5 4 4,05
MF 512 - 11 til 12 raða 624 1.890 0,5 4,67 4,95
MF 513 - 12 til 13 raða 672 1.890 0,5 5,1 5,4
MF 515 - 13 til 15 raða 776 2.150 0,5 5,95 6,3
MF 517 - 15 til 17 raða 880 2.705 0,5 7 7,2
Aðeins í boði á tilteknum markaðssvæðum. Leita skal upplýsinga hjá umboðs- eða dreifingaraðila Massey Ferguson.

Finna söluaðila