Nett dráttarvél sem smellpassar

MF 1500-línan hefur getið sér gott orð fyrir afköst og áreiðanleika við margs konar notkun. Massey Ferguson hefur styrkt stöðu sína á sviði smátraktora með því að kynna til sögunnar gerð með vökvaskiptingu og þriggja strokka dísilvél.

Helstu kostir

Aflmiklar, sparneytnar vélar

Aflmiklar, sparneytnar vélar

Tvær gerðir með 20 til 25 hestöfl og einfaldri gírskiptingu. Úrval gerða með fjórhjóladrifi og aflúttaki gera þessar dráttarvélar tilvaldar fyrir smærri býli og annan rekstur á landsbyggðinni.

Þægindi og stjórn notandans

Þægindi og stjórn notandans

Öll helstu stjórntæki eru þægilega staðsett og mælaborðið gefur góða og skýra yfirsýn yfir allar upplýsingar sem ökumaður þarf á að halda til að geta stjórnað dráttarvélinni á öruggan og skilvirkan hátt.

Efficient

Efficient

Lítill rekstrarkostnaður, einfalt viðhald og hátt endursöluvirði.

Áreiðanlegar, hagkvæmar vélar

Áreiðanlegar, hagkvæmar vélar

MF 1500-gerðirnar ganga fyrir sparneytnum þriggja strokka vélum. Þær eru sérstaklega hannaðar til að skila góðu togi og miklum afköstum.

Afl mið- og afturaflúttaks

Afl mið- og afturaflúttaks

Allar MF 1500-dráttarvélarnar eru búnar vélstýrðu eða sjálfstæðu aflúttaki að aftan.

Vökvakerfi, tengibúnaður, aflúttak

Á gerðum með vökvaskiptingu er aflúttakið fyrir miðju (2000 sn./mín.). Aflúttak að aftan með 540 sn./mín. er staðalbúnaður á öllum dráttarvélunum.

Á öllum gerðunum er þrítengi í flokki 1 með 600 kg lyftigetu.

Vél & Gírkassi

Úrval gírkassa, þ.á.m. 8 hraða vélrænn eða 3ggja hraða vökva, með PowerShuttle og powershift skiptingar.

Á gerðum með vökvaskiptingu er aflúttakið fyrir miðju (2000 sn./mín.).

Viðhald

Hallandi vélarhlíf og hliðar sem hægt er að taka af auðvelda aðgengi að vélinni vegna viðhalds og viðgerða.

Búnaður

Leiðslur snúningsljóssins eru nú innbyggðar á nýjan hátt og þar til gerður rofi, sem veitir aukin þægindi, er nú hluti af staðaltæknilýsingunni á gerðunum MF 1520 og MF 1525.

Nýjum baksýnisspeglum hefur verið komið fyrir báðum megin í allri MF 1500 línunni, sem eykur skyggni og öryggi notenda.

Tvö ný handföng og þrep vinstra megin á dráttarvélinni veita notanda öruggt aðgengi inn á pallinn.

Vinnuaðstaða ökumanns

Rúmgóður pallurinn veitir aukin þægindi með vinnuvistvænum stjórntækjum vinstra megin og hægra megin við sætið.

Vélræni fjaðurbúnaðurinn í sætinu er fullkomlega stillanlegur til að tryggja ávallt þægindi notenda.

Fáanleg með grasþekjuhjólbörðum eða uppskeruhjölbörðum.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)

Lyftigeta (kg)

MF 1520 20 3 strokka Vélræn 63 600
MF 1525 25 3 strokka Vökvastöðu 76 600

Finna söluaðila