Múgavélar

Framúrskarandi rakstur, einföld notkun og endingargóð hönnun – þetta eru góðar ástæður til að kaupa rakstrarvél frá Massey Ferguson.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Framúrskarandi rakstur, einföld notkun og endingargóð hönnun – þetta eru góðar ástæður til að kaupa einnar stjörnu múgavél frá Massey Ferguson.
Raksturshöfuð

Raksturshöfuð

Stjörnuhúsið frá Massey Ferguson ver alla mikilvæga íhluti fyrir óhreinindum og ryki. Þessi hönnun tryggir langa endingu.

Kambadrif

Kambadrif

Endurbætt lögun kambadrifsins, sem er gert úr kúlugrafítsteypujárni, sér til þess að búnaðurinn gangi eins mjúklega og kostur er og að tindunum sé lyft á hraðvirkan og nákvæman hátt.

Nútímaleg og gamalreynd hönnun

Nútímaleg og gamalreynd hönnun

Stór drifeiningin og vandað tindaarmahúsið úr álblendi eru góð dæmi um hönnun sem er í senn nútímaleg og gamalreynd.

Múgarakstur til hægri

Múgarakstur til hægri

Allar Massey Ferguson rakstrarvélar með einni stjörnu raka múgana til hægri. Þannig ert þú ávallt með fullkominn múga í augsýn vegna þess að stjórntæki dráttarvélarinnar eru á hægri hönd.

Sérhæfð boltafesting

Sérhæfð boltafesting

Stjörnuhúsið er boltað saman með keilulaga hring svo úr verður sterk eining. Kosturinn við þetta er sá að boltarnir verða ekki fyrir neinum skeráhrifum, heldur eingöngu þrýsti- og togkrafti.

Tindastoð

Tindastoð

Allar MF tindastoðir eru gerðar úr harðgerðu rörefni og eru framleiddar í heilsteyptu stáli. Tengipunkturinn fyrir tindaarminn er fullkomlega sniðinn svo að hægt sé að koma tindaarminum fyrir án fyrirhafnar og um leið takmarka slit.

Festir tindar

Festir tindar

Tindunum er ekki ýtt inn yfir tindarörið heldur er hver tindur festur með skrúfu neðan frá. Ávinningur þess er að sú hlið armsins sem snýr að uppskerunni er slétt og uppskeran festist ekki eins auðveldlega í arminum.

Fullkomin vinnuhæð

Fullkomin vinnuhæð

Línuleg hæðastilling, sem er staðalbúnaður, aðlagar sig auðveldlega að vinnuhæð og jarðvegsaðstæðum.

Röðun tindaarma í snertilínu

Röðun tindaarma í snertilínu

Röðun tindaarma í snertilínu skilar sem bestum rakstri þannig að úr verði góður múgi. Þannig er hægt að vinna á umtalsvert meiri hraða – sem kemur sér vel þegar veðurfar er óhagstætt.

Aflrás

Aflrás

Allar aflrásir í Massey Ferguson rakstrarvélunum eru útbúnar álagsvörn. Þetta kemur í veg fyrir dýrar viðgerðir og langan biðtíma á meðan uppskerutíð stendur yfir.

Stórar múgavélar gegna lykilhlutverki í uppskerukeðjunni fyrir fóðurjurtir – bilun í þeim getur leitt til þess að aðrar uppskeruvélar stöðvist og haft í för með sér mikinn kostnað og röskun. Þú ættir því ekki að gera neinar málamiðlanir með nýju múgavélina þína. Massey Ferguson lagði saman víðtæka reynslu sína og nýjustu tækniþekkingu og þróaði út frá því línu afkastamikilla múgavéla fyrir umsvifameiri rekstur.
Raksturshöfuð

Raksturshöfuð

Stjörnuhúsið frá Massey Ferguson ver alla mikilvæga íhluti fyrir óhreinindum og ryki. Þessi hönnun tryggir langa endingu.

Kambadrif

Kambadrif

Endurbætt lögun kambadrifsins, sem er gert úr kúlugrafítsteypujárni, sér til þess að búnaðurinn gangi eins mjúklega og kostur er og að tindunum sé lyft á hraðvirkan og nákvæman hátt.

Straumáhrif

Straumáhrif

Stjörnufjöðrun með hjöruliðum og þyngdardreifing í störnunum gera að verkum að stjörnurnar lyftast fyrst að framan og síðan að aftan. Þegar þær eru lækkaðar eru það hjálparhjólin fyrir aftan stjörnuna sem snerta jörðina fyrst og síðan fremri hjólin.

Aðlögun hæðalandslags

Aðlögun hæðalandslags

Forðist skemmdir í sverðinum vegna tindanna, jafnvel í hæðóttu landslagi. Með Massey Ferguson er raksturinn alltaf snyrtilegur og skilur ekki eftir sig leyfar - sem skilar sér í hágæða uppskeru.

Stjörnufjöðrun með hjöruliðum

Stjörnufjöðrun með hjöruliðum

Stjörnufjöðrunin með hjöruliðum sér til þess að svarðarfylgnin sé ávallt sem best, jafnvel við erfið skilyrði. Stjarnan getur fylgt jörðinni fullkomlega eftir óháð grindinni, hvort sem hallinn er langsum eða þversum.

Engin borun í jörðu

Engin borun í jörðu

Þannig er komið í veg fyrir að tindarnir rekist niður í jörðina. Engin borun, engar skemmdir á sverðinum, engin uppskerumengun - hágæða uppskera.

SteerGUARD

SteerGUARD

Massey Ferguson býður upp á einkaleyfisverndaðan stýrisbúnað fyrir rakstrarvélina sem vinnur inni í grindinni. Grindin ver stýrisásinn fyrir skemmdum og ólíkt stýrisstöngum sem komið er fyrir að utanverðu er hann aðeins með tvo liði.

SteerGUARD - Stýrishreyfing

SteerGUARD - Stýrishreyfing

Stýrishreyfingin er flutt frá stýrisstönginni til hjólbarðanna með hjálp hjólvalarins með stillanlegum skriðstöngum. Skriðstangirnar eru uppsettar með keilulaga hausum til að tryggja slitþol við margra ára notkun.

SteerGUARD - beinn gírkassi

SteerGUARD - beinn gírkassi

Aðal ávinningurinn af hönnun þessa stýriskerfis er bein stýring stýrishreyfingarinnar. Rakstrarvélin eltir alltaf nákvæmlega í spor dráttarvélarinnar en er á sama tíma sérstaklega lipur.

Röðun tindaarma í snertilínu

Röðun tindaarma í snertilínu

Röðun tindaarma í snertilínu skilar sem bestum rakstri þannig að úr verði góður múgi. Þannig er hægt að vinna á umtalsvert meiri hraða – sem kemur sér vel þegar veðurfar er óhagstætt.

Sjálfvirkt forval á vinnslubreidd, hreinlegur rakstur, jöfn lögun múga ásamt fljótlegum og öruggum akstri milli túna: Allt þetta er í boði í MF RK 662, MF RK 762, MF RK 802 og MF RK 1002, tveggja stjörnu múgavélum með miðjurakstri. Þær skila góðu verki við öll skilyrði. Með valfrjálsu sex hjóla burðarvirki með snertinæmi og fjöðrun stjarnanna með hjörulið skilar vélin alltaf hreinlegum rakstri án þess að skilja eftir sig dreif. Kjörinn upphafspunktur fyrir fyrsta flokks fóður.
Sjálfvirk hæðatakmörkun

Sjálfvirk hæðatakmörkun

Lágmarks flutningshæð er ætíð náð, sama hvaða vinnubreidd hefur verið valin. Með sjálfvirka hæðatakmörkun í spilduendakeyrslu þarf ekki lengur að slökkva á aflúttaki dráttarvélarinnar í spilduendabeygjum.

Stillanleg vinnubreidd

Stillanleg vinnubreidd

Vinnubreiddin er stillanleg án verkfæra og, með hjálp stýriskambans sem er stillanlegur að utanverðu, auðveldar fullkomna lögun múga fyrir vélarnar sem á eftir fylgja.

PRO gerðirnar

PRO gerðirnar

Nýju stjörnuundirvagnarnir MF RK 802 PRO og MF RK 1002 PRO eru útbúnar sex hjólum og tvíása öxli með 18 “ dekkjum til að hámarka afköstin.

PRO gerðirnar - Tvöföld framhjól

PRO gerðirnar - Tvöföld framhjól

Tvöföldu framhjólin voru einnig endurhönnuð og eru nú stærri og stöðugri og tryggja slétt gengi, líka í erfiðum aðstæðum yfir ójafna jörð.

MF RK 702 TR-SDX, MF RK 662 SD-TRC, MF RK 772 SD-TRC, MF RK 842 SD-TRC Gen2 og MF RK 842 SD-TRC PRO Gen2
Tveggja stjörnu rakstrarvél með hliðarrakstri

Tveggja stjörnu rakstrarvél með hliðarrakstri

MF rakstrarvélarnar með hliðarmúgarakstri er sveigjanleg lausn fyrir ólíkar tegundir landslags. Þessar rakstrarvélar eru færar um að mynda tvo mjóa múga, einn stóran múga, eða tvöfaldan múga með því að fara tvisvar sinnum yfir.

Stór skörun á milli stjarna

Stór skörun á milli stjarna

Stór skörun á milli stjarna tryggja snyrtilegan rakstur og múgalögun jafnvel við erfiðar aðstæður.

MF RK 702 TR-SDX Dráttarbeisli

MF RK 702 TR-SDX Dráttarbeisli

Gerðin með uppsettu dráttarbeisli er 3 m í flutningsbreidd með tindum svo hægt sé að færa sig fyrirhafnarlaust á milli túna. Samanlögð hæð flutningsundirvagnanna er alltaf í lágmarki burt séð frá vinnubreidd settsins.

MF RK 1254 TRC-EC, MF RK 1254 TRC Gen2, MF RK 1254 TRC-PRO Gen2 og MF RK 1404 TRC-PRO Gen2
Fjögurra stjörnu rakstrarvél með miðjurakstri

Fjögurra stjörnu rakstrarvél með miðjurakstri

Þessar afkastamiklu rakstrarvélar skilja eftir sig framúrskarandi múga fyrir stærri ferbaggavélar og sjálfknúnar þreskivélar með fjórum stjörnum og 12,5 m eða 14 m vinnubreidd.

Fjögurra stjörnu uppbygging rakstrarvélar

Fjögurra stjörnu uppbygging rakstrarvélar

Einföld en sterkbyggð uppbygging fjögurra stjörnu MF rakstrarvélanna felur í sér auðvelda notkun og aukinn sveigjanleika þegar þær eru notaðar á fleiri en einu býli.

Loftbremsukerfi (ABS)

Loftbremsukerfi (ABS)

Til að tryggja hámarksöryggi við akstur er vélin útbúin hágæða loftbremsukerfi (ABS) sem auðveldar erfið verkefni í hæðóttu landslagi.

Spilduendastýrikerfi

Spilduendastýrikerfi

Uppsett á MF RK 1254 TRC gerðinni. Kerfið stýrir seinkun í hækkun og lækkun á aftari stjörnunum og hjálpa þér að mynda fullkomlega lagaða múga í spilduendum.

MF RK 1254 TRC EC Öryggisvalmöguleikar

MF RK 1254 TRC EC Öryggisvalmöguleikar

MF RK 1254 TRC er einnig fáanleg án loftbremsukerfis og möguleika á vökvabremsum, fyrir þá sem hafa ekki þörf fyrir loftbremsukerfi.

Snarpur flutningstími

Snarpur flutningstími

MF RK 1254 TRC Gen2, MF RK 1254 TRC-PRO Gen2 og MF RK 1404 TRC-PRO Gen2 eru hannaðar fyrir flutningshraða allt að 50 km/klst*, sem tryggir skjótar ferðir frá akri til akurs. *Landsbundið

PRO gerðirnar og ISOBUS

PRO gerðirnar og ISOBUS

MF RK 1254 TRC-PRO Gen2 og MF RK 1404 TRC-PRO Gen2 eru með fulla ISOBUS-aðgerð á öllum hrífuaðgerðum fyrir fullkomna stjórn og þægindi.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Merking vélar

Vinnslubreidd (m)

Fjöldi stjarna

Tindaarmar á stjörnu

MF RK 341 DN Þriggja punkta tengi, Einnar stjörnu rakstrarvél, Sveigjanlegur burðarbiti 3,4 1 8-3
MF RK 361 DN Þriggja punkta tengi, Einnar stjörnu rakstrarvél, Sveigjanlegur burðarbiti 3,6 1 10-4
MF RK 381 DN Þriggja punkta tengi, Einnar stjörnu rakstrarvél, Sveigjanlegur burðarbiti 3,8 1 10-4
MF RK 391 DN Þriggja punkta tengi, Einnar stjörnu rakstrarvél, Sveigjanlegur burðarbiti 3,85 1 10-4
MF RK 421 DN Þriggja punkta tengi, Einnar stjörnu rakstrarvél, Sveigjanlegur burðarbiti 4,2 1 12-4
MF RK 451 DN Þriggja punkta tengi, Einnar stjörnu rakstrarvél, Sveigjanlegur burðarbiti 4,5 1 12-4
MF RK 451 TR Einnar stjörnu rakstrarvél, Tengibúnaður/dráttarbeisli á dráttarvél 4,5 1 12-4
MF RK 702 TR-SDX Tveggja stjörnu rakstrarvél, Hliðarmúgarakstur 7 2 12-4
MF RK 662 SD-TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, Hliðarmúgarakstur 6,65 2 10
MF RK 672 SD-TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, Hliðarmúgarakstur 6,7 2 12-4
MF RK 772 SD-TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, Hliðarmúgarakstur 7,7 2 12-4
MF RK 842 SD-TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, Hliðarmúgarakstur 8,4 2 13-4
MF RK 842 SD-TRC PRO Tveggja stjörnu rakstrarvél, Hliðarmúgarakstur 8,4 2 13-4
MF RK 662 TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, miðmúgarakstur 6,6 2 10-4
MF RK 762 TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, miðmúgarakstur 7,6 2 12-4
MF RK 802 TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, miðmúgarakstur 8 2 12-4
MF RK 802 TRC PRO Tveggja stjörnu rakstrarvél, miðmúgarakstur 8 2 12-4
MF RK 1002 TRC Tveggja stjörnu rakstrarvél, miðmúgarakstur 10 2 15-5
MF RK 1002 TRC PRO Tveggja stjörnu rakstrarvél, miðmúgarakstur 10 2 15-5
MF RK 1254 TRC EC miðmúgarakstur, Fjögurra stjörnu rakstrarvél 12,5 4 12-4
MF RK 1254 TRC Gen2 miðmúgarakstur, Fjögurra stjörnu rakstrarvél 12.5 4 12-4
MF RK 1254 TRC PRO Gen2 miðmúgarakstur, Fjögurra stjörnu rakstrarvél 12.5 4 12-4
MF RK 1404 TRC PRO Gen2 miðmúgarakstur, Fjögurra stjörnu rakstrarvél 13,80 4 13-4

Finna söluaðila