MF IDEAL er sannkölluð bylting

Ideal-þreskivélin státar af leiðandi tækni sem skilar meiri uppskeru í sem bestum gæðum. Hér er á ferðinni fyrsta þreskivélin sem hefur verið hönnuð alveg frá grunni á síðustu 30 árum — vél sem byggir ekki eingöngu á því sem á undan hefur komið, heldur á því sem ræktendur eins og þú hafa sagt okkur að þeir þurfi sem og því sem við höfum sannreynt með einhverjum ströngustu prófunum sem nokkur framleiðandi landbúnaðarvéla hefur ráðist í hingað til.

Síðustu sex árin höfum við falast eftir ábendingum frá ræktendum um allan heim. Við höfum heyrt í notendum þreskivéla sem í sameiningu rækta allar tegundir jurta sem teknar eru upp með þreskivélum við nánast öll hugsanleg skilyrði.

Helstu kostir

Framúrskarandi gæði korna og stilka

Framúrskarandi gæði korna og stilka

MF IDEAL vinnur með lítilli þjöppun og sérstaklega löngum völsum sem fara mjúklega með hálminn og hindra jarðvegsmengun í sýnishorninu. „Dual Helix“-kerfið (með tvöföldum völsum) á MF IDEAL 8 og MF IDEAL 9 státar af stærsta þreskihvelfusvæði sem völ er á – heilum 1,66 m² – sem er 25% stærra en á nokkurri annarri kornþreskivél á markaðnum í dag. Þetta tryggir lítið tap á korni við mikil afköst og skilar þannig meira korni í geyminn á hverjum hektara. Lítill þrýstingur á hálmmottuna við þreskingu veldur minni skemmdum á korni og skilar þannig hreinna korni af betri gæðum.

Auðveld notkun

Auðveld notkun

Nýi sjálfstillandi eiginleikinn IDEALharvest™, sem er aukabúnaður, léttir umtalsvert undir með ökumanninum. Með myndavélinni fyrir korngæði og hljóðnemum víðs vegar á kornþreskivélinni er hægt að sýna einfalt stjórnborð á Tech Touch-stjórntölvunni eða í SmartConnect™-appinu sem gerir ökumanninum kleift að velja tiltekna samsetningu gæða, afkasta og hreinleika fyrir uppskeruna. Vélin fínstillir síðan sjálf hraða á völsum, viftuhraða og sáldopnun.

Vinna í halla

Vinna í halla

MF IDEAL-kornþreskivélarnar eru búnar hinu einstaka IDEALbalance™-kornplötukerfi. Þessi samsetning tveggja platna með sérstaka lögun undir völsum, án frekari hreyfanlegra hluta, er ónæm fyrir halla allt að 15% og setur kornblönduna í nákvæmlega rétta stöðu fyrir hristilinn, sáldkassann og viftuna til að skila hreinu korni með miklum afköstum.

Árangursrík jarðvegsstjórnun

Árangursrík jarðvegsstjórnun

Með MF IDEAL-kornþreskivélinni er lítið mál að láta hálminn liggja því ný hönnun hálmsaxarans gerir kleift að dreifa hálminum með jafnari hætti yfir stærra svæði. Það sem gerir þetta að verkum er að dreifing hálmsins úr ShortCut-saxaranum getur samsvarað fullri breidd sópvindunnar, eða allt að 12 metrum, með hinum einstaka, orkunýtna ActiveSpread-eiginleika.

Framúrskarandi þægindi og skyggni í stýrishúsi

Framúrskarandi þægindi og skyggni í stýrishúsi

Nýtt og einstaklega hljóðlátt Vision Cab-stýrishúsið á MF IDEAL býður upp á nýjungar á borð við nýtt sæti með loftræstingu, valfrjálsan stóran kæliskáp og aukahirslur sem auka enn frekar á þægindin fyrir ökumanninn. Nýtt upplýsingayfirlit sýnir allar helstu tölur fyrir kornþreskivélina – meðal annars um tap á korni – stöðugt á skjánum. Hægt er að færa TechTouch-aðalstjórntölvuna um 90 gráður á hægri hönd ökumanns til þess að fá betri yfirsýn yfir sópvinduna.

Tækni og nýsköpun

Með einföldum gírkössum og færri reimum en í öðrum kornþreskivélum býður IDEAL upp á kerfi sem er hannað til að vera leiðandi á sviði orkunýtni og skila um leið fullum krafti þegar á þarf að halda. Stysta leiðin er bein lína.
IDEAL DriveCenter

IDEAL DriveCenter

Einn og sami gírkassi, sem er beintengdur vélinni, drífur alla helstu hluta þreskivélarinnar: stráskiljuna, hreinsiverk, og vökvadæluna, auk sópvindunnar með nýjustu viðbótinni: kornsöxunarbúnaðinum.

MF IDEAL vélar

MF IDEAL vélar

IDEAL er til í þremur gerðum með ólíku afli og rúmtaki sem hentar ólíkum skilyrðum notenda og framleiðslu. IDEAL 7: AGCO Power, 9,8 lítra, 451 HP | IDEAL 8: MAN 12,4 l/ 538 HP | IDEAL 9: MAN 15.2L/ 647 HP

Færri reimar og blaut kúpling

Færri reimar og blaut kúpling

Vegna þess að reimar geta sogið út afl ef þær eru of sleipar eða slitnar notar IDEAL færri reimar í samanburði við aðrar þreskivélar. Blautar kúplingar í DriveCenter tryggja einnig mjúklega tengingu sem minnkar slit og viðhald í hverjum hluta hennar.

Nýtt og einstaklega hljóðlátt Vision Cab-stýrishúsið á MF IDEAL býður upp á nýjungar á borð við nýtt sæti með loftræstingu, valfrjálsan stóran kæliskáp og aukahirslur sem auka enn frekar á þægindin fyrir ökumanninn.
AutoDock valmöguleiki

AutoDock valmöguleiki

Þegar sópvindan er fest á frá sópvindutengivagninum eða frá jörðu er einfaldlega þrýst á hnapp í stýrishúsinu og allar tengingar - vélrænar, rafrænar og vökvakerfi - virkjast sjálfkrafa með tölvustýrðu ferli.

Framúrskarandi skyggni í stýrishúsi

Framúrskarandi skyggni í stýrishúsi

Mjóir burðarstólpar í stýrishúsinu veita framúarskarandi skyggni til allra átta með frábæru útsýni út um rúður sem eru samtals 5,75 m². Margar helstu skipanir notanda eru nú mögulegar með flýtihnöppum svo að notkunin verði enn auðveldari.

Skyggnisvalmöguleikar

Skyggnisvalmöguleikar

Valmöguleikarnir LED ljós, samstætt baksýni, margar myndavélar eða 3D myndavélar eru þróaðir til að auka skyggni, sérstaklega langa vinnudaga.

Valkvæmt Pro hljómkerfi

Valkvæmt Pro hljómkerfi

Sérhæft Pro hljómkerfi er í boði sem valkostur.

Stærri þreskingarflötur fer betur með kornið og hálminn. IDEAL-kornþreskivélin býður upp á meira pláss fyrir nýja hönnun þreski- og aðgreiningarvalsa sem fer betur með bæði kornið og hálminn.
Streamer 140

Streamer 140

IDEAL býður einnig uppá Streamer 140, sem tæmir 140 l / sek. með 17.100 l korngeymi sem valkost (staðlað á IDEAL 9). IDEAL þreskivélin býður uppá stærsta rúmtakið í greininni.

Streamer 210

Streamer 210

Streamer 210, sem tæmir 210 l / sek., er staðlaður búnaður í IDEAL 9 og er valkostur í IDEAL 7 og 8.

Dual Helix valsar

Dual Helix valsar

Dual Helix kerfið (með tvöföldum völsum) á MF IDEAL 8 og MF IDEAL 9 státar af stærsta þreskihvelfusvæði sem völ er á – heilum 1,66 m² – sem er 25% stærra en á nokkurri annarri kornþreskivél á markaðnum í dag.

Lengd Dual Helix stráskilju

Lengd Dual Helix stráskilju

Hún er 4,8 m á lengd, eða næstum 60 cm lengri en hjá samkeppnisaðilanum, sem leyfir meiri þeytieiginleika á minni hraða og uppskeran er lengri tíma í valsinum.

Kornameðhöndlun

Kornameðhöndlun

Á öllum gerðum er áfylling korngeyma beintengd nýstárlegum tæmisnigli sem meðhöndlar kornin mjúklega sem felur í sér minni skemmdir á uppskerunni og minni aflnotkun miðað við eldri kerfi.

Dual Helix stráskilja

Dual Helix stráskilja

Í samanburði við önnur kerfi þarf Dual Helix stráskiljan aðeins 50% af aflinu til að vinna vel í hvers kyns uppskeruaðstæðum. Valsinn er sérstaklega skilvirkur, en þreski- og skiljueiginleikar hennar eru bestir í sínum klassa.

MF IDEAL er afkastamikill vinnuþjarkur sem notar IDEALbalance-kerfið til að stjórna uppskerustreyminu á sjálfstæðan hátt og skila þannig sem bestum niðurstöðum bæði í flötu og hæðóttu landslagi.
IDEALbalance

IDEALbalance

Harðgerð polymer bygging og stór viðhaldsþil gera að verkum að sáldplöturnar er auðveldlega hægt að fjarlæga til að sinna viðhaldi.

Sérsteypt sigti

Sérsteypt sigti

Sérsteypt sigti dreifa kornuppskerunni jafnt yfir hreinsiskóinn og ná þannig að sporna við truflun vegna notkunar í brekkum án þess að bæta fleiri flóknum kerfum við vélina.

Framsækið gúmmíbeltakerfið TrakRide hlífir jarðveginum þegar þú ekur yfir akurinn.
TrakRide

TrakRide

TrakRide kerfið tryggir einstök afköst og þægindi, en lágmarkar einnig viðhald og hámarkar áreiðanleika sem leiðir af sér skilvirkni án truflana þegar liggur á að vinna uppskeruna.

TrakRide reimastærðir

TrakRide reimastærðir

TrakRide er til í þremur reimastærðum, 26’, 30’ og 36’, sem gefur einstakt fjaðurkerfi með innbyggðri reimastrekkingu. Kerfið hámarkar sporun þreskivélarinnar og lágmarkar jarðvegsþjöppun.

Nýi sjálfstillandi eiginleikinn IDEALharvest™ léttir umtalsvert undir með ökumanninum.
Massahljómburðarnemakerfi - MADS

Massahljómburðarnemakerfi - MADS

Nemarnir mæla mismun í hljómgæðum og geta þannig metið hvað er korn og hvað er aðskotahlutur og beint IDEALharvest kerfinu til að breyta viðeigandi stillingum þreskivélarinnar og þannig viðhalda uppskeruáætlun notandans.

IDEALharvest spjaldtölva

IDEALharvest spjaldtölva

Myndræn yfirsýn á rauntíma gefur þér meiri stjórn. Uppskeruáætlunin er gerð með auðnota spjaldtölvu þar sem notandi getur valið stillingar sem minnka skemmdir á korni, minnka tap og minnka aðskotahluti og annað efni en korn í geyminum.

IDEALharvest

IDEALharvest

IDEALharvest kerfið býður upp á óviðjafnanlega myndræna yfirsýn yfir uppskeruflæði á rauntíma innan í þreskivélinni með hjálp sérhannaðrar korngæðamyndavélar og nema, m.a. massahljómburðarnemakerfi (MADS).

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Stærð korngeymis (l)

Losunarhraði (l/sek.)

Hámarks skurðarbreidd (m)

Vél

IDEAL 7 451 17.100 210 10,7 AGCO Power 9,8 l
IDEAL 8 538 17.100 210 12,2 MAN 12,4 l
IDEAL 9 647 17.100 210 12,2 MAN 15,2 l

Finna söluaðila