Einföld og fjölhæf

MF 35 er tilvalin sem fyrsta dráttarvél fyrir bændur og verktaka.

Með MF 35 stendur kraftur dráttarvélarinnar öllum til boða. Hún vélvæðir nýja kynslóð bænda, landbúnaðarverkafólks og rekstraraðila í landbúnaði. Þannig getur hún umbreytt lífsviðurværi fjölskyldu þinnar og nærsamfélags.

Best af öllu er að MF 35 er framleidd af Massey Ferguson, framleiðanda sem nýtur mikils trausts hjá bændum um allan heim.

Helstu kostir

Vél

Vél

Lítill vélarhraði tryggir góða endingu, sparneytni og þægindi fyrir ökumann. Gott aðgengi auðveldar reglubundna þjónustu og viðhald til að fyrirbyggja kostnaðarsamar bilanir. Hagstætt hlutfall afls og þyngdar skilar auknum afköstum.

Gírkassi

Gírkassi

Kúplingin er þægileg í notkun, áreiðanleg og endingargóð. Góð gírhlutföll fyrir fjölbreytt verkefni. Gíraröðin gerir kleift að velja hraða á einfaldan og fljótlegan hátt.

Afturöxull

Afturöxull

Beint drif í einfaldari útfærslu sem lágmarkar orkutap. Þaulreynd hönnun tryggir mikið rekstraröryggi yfir allan endingartíma vélarinnar. Öflugur hemlabúnaður sem er einfaldur í viðhaldi. Aflúttak með beinu drifi lágmarkar orkutap.

Framöxull

Framöxull

Lipur og einföld í notkun við þröng skilyrði. Vélræn stýrisvél í einfaldri útfærslu með léttu stýrisafli. Stillanleg sporvídd lagar breidd hjólanna að verkinu hverju sinni.

Vökvakerfi

Vökvakerfi

Harðgert kerfi sem ræður betur við óhreinindi í olíu. Þaulreynd hönnun tryggir mikið rekstraröryggi yfir allan endingartíma vélarinnar. Dælan er í olíubaði sem heldur henni kaldri.

Afturtengi

Afturtengi

Einföld stjórntæki sjá til þess að þægilegt er að tengja búnað við dráttarvélina. Útdraganlegar stengur sem er fljótlegt að stilla fyrir öll tengitæki. Styður tengitæki í flokkum 1 og 2.

Vinnuaðstaða ökumanns

Vinnuaðstaða ökumanns

Þrepið er í góðri hæð frá jörðu og er útfært þannig að mold safnist ekki upp á því, sem tryggir öruggan aðgang að ökumannssætinu. Skýrir hliðrænir og stafrænir mælar í mælaborði sem auðvelt er að lesa af.

Tæknilýsingar og tæknilegir eiginleikar

  • Öflug 35 hestafla vél - nægilegt dragafl fyrir úrval verka
  • Þaulprófaður 6 áfram / 2 afturábakk vélrænn gírkassi - veitir gott úrval hraðastillinga fyrir vinnu á akri og á vegum
  • Slitþolin og harðgerð bygging - fyrir erfiðar og krefjandi aðstæður
  • Byggð í nýstárlegri verksmiðju eftir kröfum um há gæði
  • Nett stærð - með einstökum stjórnunareiginleikum fyrir minni tún og akra
  • Þriggja punkta afturkrókur með 1100 kg hámarkslyftigetu - opnar fyrir möguleika á notkun úrvals tengitækja
  • Passar fyrir úrval tengitækja til ræktunar, sáningar og flutninga

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)*

Lyftigeta (kg)

MF 35 36.5 Simpson SJ323, 3 strokka 6 áfram x 2 afturábak hröð vélræn 137 1.000
* Við 2000 sn./mín.

Finna söluaðila