Dráttarvélalínan MF 300 Xtra

MF 300 Xtra-línan er ný viðbót við MF-fjölskylduna sem býður upp á gæðin og þjónustuna sem vörumerki okkar er þekkt fyrir og er nú í boði á tilteknum markaðssvæðum í Afríku og Miðausturlöndum.*

Þessar sterkbyggðu og nettu dráttarvélar eru einfaldar en kraftmiklar og koma í sex gerðum með afkastamiklum vélum sem skila 50 til 85 hestöflum, sem gerir þær tilvaldar fyrir bændur sem eru að leita að áreiðanlegri vél sem lætur vel að stjórn og hentar í fjölbreytt verkefni.

Vélarnar eru bæði á hagstæðu verði og ódýrar í rekstri og henta vel til allra verka í jarðvegsvinnu, sáningu, flutningi og fleira, hvort sem er í jarðrækt, búfjárrækt eða í garðyrkju.

*MF 300 Xtra-línan er ekki í boði í Angóla, Kenía, Malaví, Marokkó, Nígeríu, Suður-Afríku og Írak. Á þessum markaðssvæðum eru dráttarvélalínurnar MF 35 og MF 200 Xtra í boði. Frekari upplýsingar fást hjá dreifingaraðila MF á hverjum stað.

Helstu kostir

Tækni og nýsköpun

Áreiðanleg, ódýr í rekstri og auðveld í viðhaldi.
Vél

Vél

3 og 4 strokka MTL vélar sem framleiða afl á bilinu 50 og 85 hestafla. Löng slaglengd veitir mikið tog sem er sérhannað fyrir notkun í landbúnaði.

Öryggis ræsingarbúnaður

Öryggis ræsingarbúnaður

Allar gerðir eru útbúnar öryggis ræsingarbúnaði sem kemur í veg fyrir að vélin ræsist ef gírkassinn er í gír.

8 framgíra og 2ggja bakkgíra gírkassi

8 framgíra og 2ggja bakkgíra gírkassi

Þvertenntur hjólagírkassi með 8 framgírum og 2 bakkgírum. 4 gírar með góðu bili á tveimur sviðum sem veita fjölda hraðamöguleika fyrir fjölbreytt verkefni sem auðveldlega er valið á milli með miðskiptu gírkassastjórntækjunum.

Vinnuaðstaða ökumanns er með hefðbundnu þrepi og öll stjórntæki eru innan seilingar úr fjöðruðu, stillanlegu sætinu. Ökumenn geta því ávallt stillt sætið á þægilega stöðu og náð vel til allra stjórntækja.
Grindar- og sólþak

Grindar- og sólþak

Sólþakið er byggt á sterkri grind til að vernda notandann frá úfjólubláum geislum sólarinnar og ver gegn glampa og hita. Niðurstaðan er þægilegri vinnuaðstaða notandans og aukin framleiðni.

MF 300 Xtra er fjölnota dráttarvél sem er alltaf til í tuskið.
Framöxull framhjóladrifs

Framöxull framhjóladrifs

Framúrskarandi stjórnunareiginleikar og stillanleg sporvídd.

Framöxull fjórhjóladrifs

Framöxull fjórhjóladrifs

Framöxullinn er sérstaklega skilgreindur til að lágmarka mun í skrikun, auka spyrnu og stöðugleika á meðan hann býður uppá hámarks einfaldleika og lágmarks viðhald.

Allt að 2145 kg lyftigeta

Allt að 2145 kg lyftigeta

MF 345/350 Xtra með 1451 kg lyftigetu, og MF 355/360/375/385 Xtra með 2145 kg lyftigetu, eru dráttarvélar sem ráða við meðhöndlun allra mögulegra tengitækja, frá nettum sláttuvélum og flutningakössum til þyngri tengitækja eins og plóga og sáningarvéla.

Þriggja punkta afturtengi

Þriggja punkta afturtengi

Þriggja punkta afturtengið býður uppá samhæfni við tengitæki í flokki 1 og flokki 2.

Losunarpípa í tengivagni

Losunarpípa í tengivagni

Aðallega hönnuð til að auðvelda og hraða losun í tengivögnum með vökvalosunarkerfi. Má einnig nota fyrir tengitæki sem þurfa einfalda virkni vökvakerfis.

MF Scotch klafadæla

MF Scotch klafadæla

Dælan er staðsett í botni miðhúss afturöxulsins, vel dýfð í olíu. Þetta tryggir að olían hafi alltaf aðgang að dælunni og þýðir að olíuleiðslur eru færri og veitir ótruflað framboð olíu að gírkassanum og afturöxul.

Live aflúttak

Live aflúttak

Allar gerðir eru útbúnar 540 snún./mín. aflúttaki með live drifi, staðlað með 6 rílu 35 mm skafti. Þetta auðveldar yfirfærslu drifs til afturtengdra tengitækja eins og t.d. sláttuvéla eða kyrrstæðra þreskivéla, sem lágmarkar fjölda tenginga.

Hliðrunardrifbúnaður

Hliðrunardrifbúnaður

Hliðrunardrifbúnaðurinn lækkar miðþyngdarpunktinn í dráttarvélinni, sem veitir gott bil á milli dráttarvélarinnar og jörðu, og er tengd vélrænt.

Dráttarbeisli

Dráttarbeisli

Nauðsynlegt fyrir tengitæki. Sterkbyggð hönnunin er aðallega hugsuð fyrir farmflutninga og ræktun.

Stýrisvalmöguleikar

Stýrisvalmöguleikar

MF 345 Xtra og MF 355 Xtra eru sérhannaðar með vélrænni stýringu á meðan allar aðrar gerðir eru með vökvastöðustýringu þar sem olía er drifin af sérstakri vélardælu.

Framlóð

Framlóð

Lóðin veita aukna vigt framan á dráttarvélina sem hjálpar til við tilfærslu vigtar til aftari öxulsins þegar unnið er í þurrum jarðvegi, og skilar sér í aukinni spyrnu og auknum stöðugleika og afköstum.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)*

Lyftigeta (kg)

MF 345 Xtra 50 MTL AD3.152, 3 strokka 8 áfram x 2 afturábak gírkassi með hliðranlegum tannhjólum 172 1.415
MF 350 Xtra 50 MTL AD3.152, 3 strokka 8 áfram x 2 afturábak gírkassi með hliðranlegum tannhjólum 172 1.415
MF 355 Xtra 60 MTL T3.1524, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak gírkassi með hliðranlegum tannhjólum 212 1.415
MF 360 Xtra 60 MTL T3.1524, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak gírkassi með hliðranlegum tannhjólum 212 1.415
MF 375 Xtra 75 MTL 4.41, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak gírkassi með hliðranlegum tannhjólum 290 2.145
MF 385 Xtra 85 MTL 4.41, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak gírkassi með hliðranlegum tannhjólum 300 2.145
* Við 1400 sn./mín.

Finna söluaðila