Harðgerðar vélar sem hægt er að stóla á

Í MF 200 Xtra-línunni fara saman öflugar vélar, einfaldar aflrásir og skilvirk vökvakerfi sem hámarka framleiðni og afköst.

Hér eru á ferðinni dráttarvélar með þaulreyndri hönnun sem eru einfaldar í notkun, sterkbyggðar og áreiðanlegar og uppfylla þannig fjölbreyttar þarfir bænda og ræktenda.

Helstu kostir

Vél

Vél

Lítill vélarhraði tryggir góða endingu, sparneytni og þægindi fyrir ökumann. Hagstætt hlutfall afls og þyngdar skilar auknum afköstum. Gott aðgengi auðveldar reglubundna þjónustu og viðhald til að fyrirbyggja bilanir. Með góðu framboði varahluta er stuðlað að því að hægt sé að skipta reglulega um varahluti og sinna viðhaldi til að auka endingu vélarinnar.

Gírkassi

Gírkassi

Einföld útfærsla aflrásar, sem er að öllu leyti vélræn, með álagsþolinni kúplingu og drifplötu úr keramik-málmblöndu til að tryggja áreiðanleika og góða endingu. Einföld og áreiðanleg kúpling. Mikill hámarkshraði til að stytta flutningstíma. Einföld útfærsla gerir notkun auðvelda.

Vökvakerfi

Vökvakerfi

Dæla í olíubaði fyrir þrítengi að aftan. Aukalegir spólulokar á MF 275 Xtra og 290 Xtra gera kleift að nota fleiri tengitæki á vélinni.

Afturtengi

Afturtengi

Stillanlegar tengistengur með flotstöðu sjá til þess að tengitækið geti hreyfst ákveðið mikið meðan á notkun stendur. Álagsþolið sveiflubeisli sem ræður vel við hvers kyns aðstæður.

Eiginleikar

  • 47 – 82 Hö, 3 & 4ra strokka Simpson vél.
  • 8 fram x 2 bakk gírkassi með hliðranlegum tannhjólum. Fjórir gírar eru virkir innan sviðs dæmigerðs vinnuhraða á akri, á bilinu 4 km/klst. og 12 km/klst.
  • 540 snún./mín. aflúttak með 35 mm / 6 rílu útrás og virkri kúplingu.
  • Fullstillanlegur framöxull.
  • Fjórhjóladrif sem valmöguleiki á MF 268 Xtra, 275 Xtra og 290 Xtra.
  • Staðlaðir hjólbarðar, dekk og lóð á öllum gerðum.
  • Opið miðvökvakerfi með auka dælum fyrir flæði.
  • Höllunarloki fyrir tengitæki er valmöguleiki á öllum gerðunum.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksafl (hestöfl)

Vél

Gírkassi

Hámarkstog (Nm)*

Lyftigeta (kg)

MF 240 Xtra 47 Simpson S325, 3 strokka 8 áfram x 2 afturábak miðgírskipting 167 1.450
MF 268 Xtra 63 Simpson SJ436, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak miðgírskipting 226 2.050
MF 275 Xtra 75 Simpson S440, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak miðgírskipting 288 2.050
MF 290 Xtra 82 Simpson S440, 4 strokka 8 áfram x 2 afturábak miðgírskipting 291 2.050
* Við 1400 sn./mín. (MF 240 Xtra við 1500 sn./mín.).

Finna söluaðila