Aukin afköst, meiri afrakstur og betri sáning í þéttum jarðvegi.

MF700-sáðvélin með „Precision Planting“-tækni er svarið fyrir þá sem vilja nákvæma sáningu með hámarksnýtingu. Vél sem sameinar nútímatækni og lægri viðhaldskostnað.

Í boði eru átta gerðir með mismunandi fjölda raða. Stærð sáðkassans er í öllum tilvikum rífleg: 1200 kg. Vélin er búin Fertisystem®-áburðarskammtara og vinnur með breytilegu dreifimagni fyrir sáðkorn og áburð. Með úrvali aukabúnaðar og mismunandi samsetninga sáðhjóla, áburðarfóta, dýptartakmarkara og þjöppunarhjóla er hægt að sníða MF700 að því sem á að rækta hverju sinni.

Helstu kostir

Stöðluð sáning með nær 100% sérstæðu

Stöðluð sáning með nær 100% sérstæðu

Til þess að ræktunin skili auknum afrakstri skiptir öllu máli að sáningin sé jöfn. Þess vegna eru MF700-sáðvélarnar búnar svokallaðri „Precision Planting“-tækni sem tryggir að alltaf sé rétt bil á milli sáðkorna, jafnvel á miklum hraða. Ásamt vSet2-skammtaranum sér hún til þess að sáðkornin séu sett niður með jöfnu millibili. Aðgreining sáðkorna er með besta móti sem skilar sér í minni frávikum og betri nýtingu. MF 700-sáðvélarnar geta einnig verið búnar vDrive Controller og 20/20 Ger3 Monitor. Sáningin verður nákvæmari með hraðvirkari búnaði og lægri rekstrarkostnaði.

Minna viðhald, aukin gæði í ræktun

Minna viðhald, aukin gæði í ræktun

Við hönnun grindarinnar á MF 700-sáðvélinni var leitast við að hafa smurstaðina eins fáa og mögulegt er. Þannig fer minni tími í viðhald og meiri tími nýtist í sáningu. Við hönnun MF 700 var lögð áhersla á svarðarfylgni og hámarksskurðargetu, sem lágmarkar hættu á að festast. Afköstin aukast til muna og sáningin skilar betri árangri. Án smurstaða og gormaþrýstings lagar þessi sáðvél sig að hvers kyns jarðvegi.

Verðlaunuð grind og frammistaða

Verðlaunuð grind og frammistaða

Til að gera ferlið enn skilvirkara er MF 700 með miðlægan sáðkassa sem rúmar heilan stórsekk. Breiður pallurinn sér til þess að fljótlegra og einfaldara er að fylla á sáðvélina. Þannig gengur vinnan greiðar fyrir sig og þú nærð meiri afköstum. MF sáðvélin státar af sterkbyggðari grind og fjölda annarra eiginleika sem hjálpa þér að fá sem besta uppskeru.

Fáanlegar gerðir

Gerðir

Hámarksmagn sáðkorna (kg)

Hámarksmagn áburðar (kg)

Hámarksbil milli raða (m)

Minnsta vinnslubreidd (m)

Mesta vinnslubreidd (m)

MF 711 - 10 til 11 raða 1.200 1.700 0,5 4,5 4,5
MF 713 - 12 til 13 raða 1.200 2.900 0,5 5,4 5,5
MF 715 - 14 til 14 raða 1.200 3.350 0,5 6,3 6,5
MF 717 - 16 til 17 raða 1.200 3.800 0,5 7,2 7,5
MF 722 - 20 til 22ja raða 2.400 4.900 0,5 9,45 9,5
MF 726 - 24ra til 26 raða 2.400 5.800 0,5 11,25 11,5
MF 730 - 28 til 30 raða 2.400 6.700 0,5 13,05 13,5
Aðeins í boði á tilteknum markaðssvæðum. Leita skal upplýsinga hjá umboðs- eða dreifingaraðila Massey Ferguson.

Finna söluaðila