MF 400-línan – dragtengdar sáðvélar;

MF 400-sáðvélarnar eru tilvaldar fyrir sumaruppskeru og eru einstaklega hagstæður kostur fyrir lítil og meðalstór býli. Í boði eru tvær útgáfur sem geta unnið með sjö og níu raðir. Sáðvélarnar eru fáanlegar í mismunandi útgáfum sem tryggja sem mestan afrakstur í hverju tilviki fyrir sig og eru búnar sáðfótum sem skila framúrskarandi afköstum jafnvel við erfiðustu skilyrði.

Dragtengdu MF 400-sáðvélarnar vinna vel í hvers kyns jarðvegi og bjóða þannig upp á hámarkssveigjanleika.

Helstu kostir

Tilbúin fyrir áskoranir

Tilbúin fyrir áskoranir

Sérstyrkt grind MF 400-sáðvélanna sér til þess að þær þoli hvers kyns aðstæður. Sáðfæturnir skila framúrskarandi afköstum jafnvel við erfiðustu skilyrði. Í boði eru mismunandi valkostir fyrir þjöppunarhjól og dýptarhjól. Samsíða sáðraðirnar fylgja sverðinum vel eftir á meðan snúningsásakerfið er fullkomið fyrir sléttan jarðveg. Auðvelt er að stilla MF 400 fyrir sáningu af öllu tagi.

Aukið slitþol og viðnám

Aukið slitþol og viðnám

Sáð- og áburðarkassarnir á MF 400-línunni eru gerðir úr sterku fjölliðuefni sem tærist ekki og sér þannig til þess að búnaðurinn endist lengur. Einstök hönnun þeirra sér jafnframt til þess að afurðaflæðið gangi greiðar fyrir sig. Engin bein snerting við málmhluti og öflugur hallabúnaður gerir að verkum að minni tími fer í þrif og viðhald. Öryggisbúnaður í drifi áburðarskammtarans ver það fyrir skemmdum með því að slá út ef harður hlutur fer inn í skammtarann. Endingargóður búnaður tryggir aukinn áreiðanleika og öryggi.

Rétt magn af bæði sáðkornum og áburði

Rétt magn af bæði sáðkornum og áburði

Skömmtunarbúnaður MF 400-sáðvélanna skammtar af mikilli nákvæmni sem hjálpar þér að spara bæði sáðkorn og áburð. Sáðfæturnir eru ýmist fastir eða með losunarbúnaði, en þeir ryðja frá hindrunum og bæta dreifingu áburðar í farinu. Diskarnir skammta mismunandi tegundum sáðkorna af nákvæmni og skömmtunarbúnaðurinn sér til þess að dreift sé réttu magni af áburði til að tryggja sem besta spírun. Uppskeran verður jöfn með aukinni nákvæmni, skilvirkni og sparnaði.

Fáanlegar gerðir

Gerðir

Hámarksmagn sáðkorna (kg)

Hámarksmagn áburðar (kg)

Hámarksbil milli raða (m)

Minnsta vinnslubreidd (m)

Mesta vinnslubreidd (m)

MF 407 - 4ra til 7 raða 350 740 0,9 2,1 2,7
MF 409 - 5 til 9 raða 450 950 0.9 3 3,6
Aðeins í boði á tilteknum markaðssvæðum. Leita skal upplýsinga hjá umboðs- eða dreifingaraðila Massey Ferguson.

Finna söluaðila