Sterkbyggða og trausta MF 300-línan

MF 300-línan var hönnuð sérstaklega fyrir korn- og hrísgrjónarækt og tryggir lágmarksþjöppun á jarðvegi og framúrskarandi spyrnu.

Helstu kostir

MF 300 er sterkbyggð og traust raðsáningarvél sem er fáanleg í 20, 22 eða 26 raða útfærslu og er sérhönnuð með þarfir korn- og hrísgrjónaræktenda fyrir augum. Útreikningar hafa sýnt að fast 17 cm bil milli raða er ákjósanlegt fyrir kornrækt.

Sáðkornin eru skömmtuð úr stórum samtengdum geymi með mötunarkefli og á eftir tvöföldum 41 cm sáðhjólunum – með dýptartakmarkandi brúnum – koma þjöppunarhjól úr steypujárni sem loka sáningarsvæðinu vel. Á MF 326-gerðinni er vökvaknúinn merkjari.

Fjölhæfa Fertisystem™-kerfið er staðalbúnaður.

Dráttarbeisli fyrir einfaldan og öruggan flutning er einnig staðalbúnaður. Á flagi tryggja stór 14,9 x 28 dekkin hins vegar lágmarksþjöppun á jarðvegi og einstaklega góða spyrnu.

Hreyfanlegt skilrúm gerir kleift að stilla hlutfall sáðkorna og áburðar á einfaldan hátt – sem kemur sér sérstaklega vel við sáningu á sojabaunum.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksmagn sáðkorna (kg)

Hámarksmagn áburðar (kg)

Mesta vinnslubreidd (m)

Aflþörf

MF 320 - 20 raða 662 975 3,23 90
MF 322 - 22 raða 728 1.072 3,57 100
MF 326 - 26 raða 859 1.265 4,25 120
Aðeins í boði á tilteknum markaðssvæðum. Leita skal upplýsinga hjá umboðs- eða dreifingaraðila Massey Ferguson.

Finna söluaðila