Afturtengdar sáðvélar fyrir óunninn jarðveg

Sáðvélarnar í MF 100-línunni eru fáanlegar í tveimur útfærslum, Economy Plus og High Spec. Þessar sterkbyggðu vélar eru tengdar við þrítengi dráttarvélarinnar og eru ætlaðar fyrir lítil til meðalstór býli.

Sáðvélarnar tryggja nákvæma áburðargjöf, jafna sáðdýpt, skilvirkni og hámarksafköst.

Helstu kostir

Þessar sterkbyggðu vélar sem eru festar við þrítengi á dráttarvél eru hannaðar fyrir lítil til meðalstór býli og eru fáanlegar í útfærslum með tveimur eða fjórum röðum. Economy Plus-útgáfan er með minni útbúnaði en High Spec-útgáfan.

Sterkbyggð plóghjólin eru 375 mm í þvermál og tryggja mikil afköst jafnvel við erfiðustu skilyrði, en þau vinna fyrir framan áburðartinda sem eru varðir með brotbolta til að tryggja sem nákvæmasta sáningu.

Auðvelt er að stilla bilið milli raða frá 45 cm til 91 cm til að laga vélina að mismunandi ræktun. MF 104-sáðvélarnar fyrir 2–4 raðir í óunnum jarðvegi eru með stórum geymum fyrir sáðkorn (25 kg) og áburð (80 kg) og hámarka þannig afköst yfir allt sáningartímabilið.

Sterkbyggð, tvöföld 350 mm sáðhjól með hliðtengjum og landhjól úr gúmmí (á Economy Plus eru þau úr steypujárni) sjá til þess í sameiningu að sáningin verði sem nákvæmust og sáðdýptin jöfn.

Breiður pallur með handriði og stömu yfirborði er fáanlegur sem öryggisbúnaður fyrir MF 100 auk þess sem áburðarfótur sem endurstillir sig sjálfkrafa er einnig fáanlegur.

Fáanlegar gerðir

Gerð

Hámarksmagn sáðkorna (kg)

Hámarksmagn áburðar (kg)

Lágmarksbil milli raða (m)

Hámarksbil milli raða (m)

Mesta vinnslubreidd (m)

MF 104 Emerging Farmer sáningarvél - 2ja raða 50 - 0,4 1,35 1,35
MF 104 - 2ja raða 50 160 0,4 1,35 1,35
MF 104 - 4ra raða 100 320 0,4 0,525 1,575
Aðeins í boði á tilteknum markaðssvæðum. Leita skal upplýsinga hjá umboðs- eða dreifingaraðila Massey Ferguson.

Finna söluaðila