Við fögnum 175 ára sögu Massey Ferguson með nýju og einföldu vörumerki.

Massey Ferguson, alþjóðlegt vörumerki AGCO (NYSE:AGCO), er spennt að tilkynna endurnært nýtt útlit fyrir hið þekkta Þriggja Þríhyrninga vörumerki sitt ásamt því að setja á markað alveg nýja „Fædd til búskapar“ ásýnd árið 2022 til að fagna 175 ára afmælinu.

„Massey Ferguson hefur boðið bændum um allan heim einfaldar og áreiðanlegar vélar frá upphafi eða fyrir næstum 175 árum síðan. Örfá alþjóðleg vörumerki eru með svo langa sögu á landbúnaðarsviðinu.  Massey Ferguson var án vafa „Fædd til búskapar““ sagði Eric Hansotia, stjórnarformaður, forseti og framkvæmdastjóri AGCO Corporation.

Luis Felli, varaforseti og framkvæmdastjóri Massey Ferguson bætir við:

„Massey Ferguson er nú að breytast úr því að vera hreinn landbúnaðarvélaframleiðandi í að veita einfalda og áreiðanlega upplifun sem veita bændum áreiðanlega upplifum og hagkvæmni, til að gera viðskipti þeirra arðbærari og sjálfbærari.

„Þessi alþjóðlega samræmda framtíðarsýn með áherslu á bændur í fyrsta sæti gerir viðskiptavinum kleift að upplifa umbreytingu vörumerkisins á einstakan hátt um allan heim. Með því að gefa vörumerkinu samstillta alþjóðlega stefnu var það bara eðlilegt að kynna nýtt vörumerki á þessu fordæmalausa augnabliki í sögu okkar.“

„2022 verður ár hins nýja Massey Ferguson alþjóðlega vörumerkis,“ sagði Francesco Murro, varaforseti Massey Ferguson.

„Við höfum verið að hugsa um nýtt vörumerki síðan við afhjúpuðum MF NEXT Concept á Agritechnica sýningunni árið 2019. MF “nýtt líf” byrjaði að vakna til lífsins með MF 8S kynningunni í júlí 2020, sem var fylgt eftir með kynningu á heildarlínu af vörum síðustu 18 mánuði, þar á meðal á netviðburðinum í september 2021 Fædd til búskapar  (Born to Farm Digital Event),“ bætti Hr. Murro við.

„Nóvember er táknrænn mánuður fyrir vörumerkið, í nóvember fyrir 63 árum var vörumerkið fyrst kynnt og hin táknræna merking þess. Þegar við fögnum 175 ára afmæli fyrsta verkstæðis Daniel Massey árið 2022, fannst okkur það vera fullkominn tími til að endurnýja vörumerkið og á sama tíma að kynna nýtt slagorð.“

Massey Ferguson þrefaldi þríhyrningurinn – þekktasta táknið frá 1958„Þríhyrningaformið er sterk táknmynd sem hefur fylgt Massey Ferguson síðan 1958. Nýja vörumerkið okkar er blanda sterkrar arfleifðar og ferskra vörumerkjagilda. Þríhyrningarnir þrír skarast til að tákna gagnkvæmt og sjálfbært samband og traust milli bænda, söluaðila og vörumerkisins,“ sagði Hr. Murro.

 „Við vinnum sem eitt Massey Ferguson heimsteymi og stefnum að því að gera búrekstur auðveldari, arðbærari og sjálfbærari um allan heim,“ segir Alfredo Jobke, markaðsstjóri Global Massey Ferguson. Við viljum nota þessa nýju gagnsæju útgáfu vörumerkisins til að bjóða bændum, meira en nokkru sinni fyrr, að verða hluti af “Fædd til búskapar” í Massey Ferguson fjölskyldunni.

„Við notuðum þetta tækifæri líka til að fara aftur í fallega, flata og nútímalega og netta hönnun á sama tíma að gefa því líf með samspili þriggja þríhyrninga sem tengjast hver öðrum, teikna það með einu, traustu og beinskeyttu látbragði, til að skapa yfirbragð hreyfingar. Flata hönnunin endurspeglar hinn nýja stafræna heim okkar, sem gerir okkur kleift að vinna með vörumerkið og lífga upp á það fyrir vefsíður, forrit á snjallsímum og snjallúrum, eða jafnvel skjáina inni í dráttarvélunum sjálfum.

„Fædd til búskapar viðburðurinn okkar í september 2021 var fyrsta tjáningin á þessu nýja vörumerki og „Fædd til búskapar“ merki þess. Hin frábæru viðbrögð og hinn ótrúlegi áhugi sem við fengum, ýtti okkur til að fara í það. Nýja orðalagið miðlar okkar einstaka vörumerkjagildi og aðgreinir Massey Ferguson á markaðnum og samfélögunum sem við þjónum,“ sagði Francesco Murro að lokum.

 

Nýja Global Massey Ferguson Vörumerkið kemur út árið 2022

Nýja vörumerkið verður smám saman innleitt um allan heim, þar sem það er þegar byrjað að birtast á stafrænum rásum okkar og verður uppfært í öllu markaðsefni okkar í framhaldinu. Við munum byrja að byggja upp skriðþunga þegar við höldum upp á 175 ára afmælið okkar, sem hefst í janúar 2022.

Massey Ferguson vörumerkið og endurnýjun slagorðanna veitir okkur einstakt tækifæri til að endurnýja lykilskilaboð vörumerkjanna til að einbeita okkur að markmiðunum sem knýja vörumerkið; bóndinn í fyrsta sæti, hreint og beint, áreiðanleiki, aðgengi leiki og sjálfbærni, sem drifkraft. Bændur um allan heim munu geta upplifað nýja Massey Ferguson vörumerkið í fyrsta skipti frá og með lok fyrsta ársfjórðungs 2022. Við munum einnig innleiða skref-fyrir-skref kynningu á byggingum okkar, verksmiðjum og skrifstofum um allan heim, sem og í merki Massey Ferguson söluaðilanetsins sem hefst árið 2022.

Finna söluaðila